Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1985, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1985, Síða 15
DV. FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER1985. 15 Menning Bókmenntir RANNVEIG ÁGÚSTSDÓTTIR Ég vek athygli á einkunnarorðum bókarinnar sem höfð eru eftir Arthur Schopenhauer: „Hverjum og einum ber því að líta á sjálfan sig sem ómissandi. . .“ Káputeikning bókarinnar er eftir Harald Gripe, mann skáldkonunnar. Myndin er ákaflega rómantísk og minnir á teikningar úr Grimmsævin- týrum sem gefin voru út fyrr á öld- inni af Leiftri. En þar sem þær myndir voru' svarthvítar er þessi mynd í dularfullum litum, aðallitur dökkgrænn dimmur skógur með háum trjám og þéttu laufþaki. Það sést aftan á unga stúlku með fléttu aftur á bak, í svörtum kjól. Hún heldur á gulri sólhlíf. Blár fugl situr á grein og vekur hugsanatengsl við „bláa blómið", tákn óendanleikaþrár skáldanna og rómantísku stefnunn- ar. Rauð blóm í körfu á hliðarstólpa. Stúlkan snýr í átt að logaskæru ljós- hafi fyrir enda stígsins. Að baki hennar í forgrunni er opið hlið. Með þessari rómantísku sögu gleð- ur María Gripe og Vilborg áreiðan- lega þúsundir lesenda, ef ekki millj- ón. Eg hef sannprófað það á fjórum ungum og þremur gömlum í fjöl- skyldu minni. Rannveig. Bókmenntir ANDRÉS KRISTJÁNSSON Guðmund Hagalín og Skyttuna eftir Hannes Pétursson til dæma um þær. En hvort sem draga má allar þessar sögur í dilk sannrar hrollvekju eða ekki er hér komin einkar skemmtileg bók, læsilegar, spennandi sögur - og augsýnilega vegnar til úrvalsins á vog orðlistar eigi síður en hrylli- áhrifa. Og þessar sögur hafa nokkra sameiginlega skírskotun til hug- hrifa, hvort sem það er hrollur eða hrifning á snjöllu skrifi. Aftast í bókinni er höfundatal og getið hvar valin saga hefur áður eða fyrst birst. Þar segir t.d. að Vísa Hadríans eftir Guðmund Daníelsson hafi birst í sögusafninu Vængjaðir hestar 1955. Það er rétt, en ógetið, að hún birtist fyrst í Dvöl nærri áratug áður. Það er fengur að þessari bók. Hún er vel búin úr hlaði og af umhyggju yst sem innst. Hún vekur til um- hugsunar um hrollsöguna í íslensk- um bókmenntum fyrr og síðar. Þegar betur er að gáð er það mikill og fjöl- gróinnakur. - A.K. Bókmenntir HILDUR HERMÓÐSDÓTTIR ágæta persóna undirstriki fordóma- leysi höfundar gagnvart fólki, mann- skilningoghúmor. Frásögn Guðlaugar er leikandi létt og sögð á lifandi máli en vönduðu. „Þetta myndi afi blindi kalla húm- or.“ Þetta hugsar Stjáni með sér einhvern tíma í viðskiptum við Engilbert. Ósjálfrátt varð mér oft hugsað til þessarar setningar síðan við lesturinn, líklega vegna þess hve frásögnin er full af húmor og skemmtilegheitum - eins og reyndar lífsbaráttan sjálf þrátt fyrir allt. Sagan endar á því að Stjáni er aftur á leið í sveitina eftir langan vetur. Vonandi heyrum við bráðlega af honum þar eða þá í Smáíbúðahverf- inu! Teikningar Önnu Cynthiu eru mjög viðfelldnar og letur viðráðan- legt fyrir sæmilega læsa. HH Sparnaöur er dyggð sem allir foreldrar ættu aö brýna fyrir börnum sínum. Gömul máltæki eins og „græddur er geymdur eyrir“, „safnast þegar saman kemur“ og „mjór er mikils vísir" eru sannarlega enn í fullu gildi. Landsbanki íslands Banki aiira landsmanna í Landsbanka íslands eiga börn um margar leiöiraö velja til ávöxtunar á sparifé sínu. Tinnabaukurinn er tilvalin byrjun. Þeir þremenningarnir, Tinni, Tobbi og Kolbeinn skipstjóri gæta gullsinsvel. Þegar í bankann kemur hefst ávöxtunin fyrir alvöru. Tinnabaukurinn kostar aöeins 100 kr. Sparnaðinn er síðan tilvalið að leggja í Kjörbók, sem ber háa vexti og verötryggingu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.