Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1985, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1985, Síða 20
20 DV. FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER1985. Nýjar bækur Nýjar bækur Nýjar bækur Nýjar bækur Heimsins mestu ... tÐUFUi Mike Parker HEIMSINS MESTU FURÐUFUGLAR -NÝBÓKUM MARGAR EFTIRMINNILEGAR PERSÓNUR Frjálst framtak hf. hefur sent frá sér bókina Heimsins mestu furðu- fuglar eftir Mike Parker í íslenskri þýðingu Karls Birgissonar. Heimsins mestu furðufuglar fjallar um fólk sem hefur á einhvern hátt skorið sig rækilega úr fjöldanum. Af einstökum frásögnum bókarinnar má geta kafla um John Merricks sem þekktur var undir nafninu Fílamaðurinn en um hann og ævi hans var gerð eftir- minnileg kvikmynd, kafla um hina frægu Síamstvíbura Eng og Chang, sagt er frá fólki sem hafði afbrigði- legt tölvuminni og gat leyst fló- knustu þrautir á svipstundu. Getið er um sterkasta fólk sem sögur fara af, feitasta fólkið, hávaxnasta fólkið, minnstu dvergana, hár- og skegg- prúðasta fólkið, úlfabörn og upp- vakninga svo að nokkur dæmi séu nefnd. Fjöldi mynda er í bókinni. Heimsins mestu furðufuglar er sett, brotin um, filmuunnin og prentuð í Prentstofu G. Benediktssönar en bundin hjá Bókfelli. Kápu gerði Sigurður Valur. FUGLARNIR OKKAR EFTIR STEFÁN AÐALSTEINSSON OG GRÉT- AR EIRÍKSSON Bókin Fuglarnir okkar er skrifuð til fróðleiks og skemmtunar börnuni og unglingum og að sjálfsögðu geta þeir sem eldri eru notið hennar líka. hún verði bók allrar fjölskyldunnar. I bókinni er sagt frá einkennum fuglanna, lífsferli þéirra og lifnaðar- háttum en auk þess er tínt til ýmiss konar efni um marga fuglana úr þjóðtrú og þjóðsögum. I bókinni er fjallað um þrjátíu og fimm íslenska fugla: Sjö spörfugla, einn hænsnfugl, sjö vaðfugla, þrjá ránfugla og sautján sundfugla. Alls er talið að um sjötíu tegundir fugla verpi að staðaldri á íslandi og er því aðeins um helmingi íslenskra fugla lýst í bókinni. Fuglar voru fyrst og fremst valdir í bókina með það í huga að þeir væru algengir. Þar að auki eru teknar með teg- undir sem eru sérstæðar fyrir ísland og fuglar sem eru fulltrúar fyrir skyldleikahópa eða kjörlendishópa. Bókin er 71 bls. að stærð og í henni eru alls 43 litmyndir af fuglum. GABRIELLA í PORTÚGAL - Dálítil ferðasaga - eftir Svein Ein- arsson. Myndir eftir Baltasar Gabriella er 7-8 ára telpa sem fer með foreldrum sínum í skemmti- ferðalag til Portúgals. Bókin segir frá því sem þar hendir. Foreldrar Gabriellu hegða sér eins og fullorðn- ir eru vanir að gera í slíkum ferðum, en Gabriella er ekki alltaf sátt við það, henni finnst sumt af því ekki neitt viturlegt. Og svo gerast auðvit- að ýmis ævintýri í ferðalaginu. Sag- an er bæði viðfelldin og skemmtileg og afar fallega myndskreytt af Balt- asar sem lifir sig inn í söguna og þekkir vel það umhverfi þar sem sagan gerist. Bókin er auðvitað skemmtilegust fyrir jafnaldra Gabri- ellu litlu, en foreldrar gætu einnig haft af henni gagn og gaman. Hún er 62 bls. að stærð og unnin í Prent- smiðjunni Odda. ' ■S.S' , hvernia^lska á i HVERNIG ELSKAÁ KARLMANN -NÝ BÓK UM UNAÐ ÁSTARLÍFSINS Frjálst framtak hf. hefur gefið út bókina Hvernig clska á karlmann eftir Alexandra Penney í íslenskri þýðingu Sigurðar Hjartarsonar. Þegar bók þessi kom út í Bandaríkj- unum á sínum tíma vakti hún mikla athygli og umtal og hlaut höfundur lof fyrir efnistök sín. Er byggt á viðtölum sem Penney átti við fjölda karla og kvenna. Fjallar bókin um unað ástarlífsins og hvemig unnt er að bæta það bæði tilfinningalega og líkamlega og svarar bókin spurning- um um hvernig fólk getur og á að sýna ástúð sína í orði og verki. 1 kynningu útgefanda á bókarkápu segir að ekki sé langt síðan þau viðhorf hafi verið rikjandi að konan ætti að vera hlutlaus og undirgefin í ástarlífinu, en sá tími sé liðinn. Bókin Hvernig elska á karl- mann er sett, brotin um, filmuunnin og prentuð í Prentstofu G. Bened- iktssonar en bundin hjá Amarfelli. Auglýsingastofa Ernst Bachmanns hannaði kápuna. LITIÐÚTUM UÓRA Bolli Gústavsson í Laufási hefur um árabil skrifað greinar og þætti um ýmisleg efni. Með fjölþættum störfum hefur hann um langt skeið fengist við ritgerðir, auk þess sem hann hefur haslað sér völl sem skáld. í þessari bók bregður hann m.a. upp íjölbreyttum og lifandi myndum af ýmsum athyglisverðum mönnum, lífs og liðnum. Skáldleg tök og hlýr mannskilningur einkenna þættina, sem allir munu teljast merkar heim- ildir. f bókinni eru margar teikning- ar eftir höfundinn, sem löngu er þjóðkunnur fyrir myndir sínar. í þessum 15 þáttum koma ýmsir við sögu. M.a. kapparnir Þorvaldur mennir og Hríseyjar-Klængur; tónskáld ólíkra tima, Hafliði Hall- grímssoh og Björgvin Guðmunds- son; bragsmiðurinn hnyttinyrti, Bjarni Jónsson frá Gröf; biskup- arnir dr. Sigurbjörn Einarsson og herra Pétur Sigurgeirsson, skáld- in Stephan G. Stephansson, Þor- steinn Erlingsson, Davíð Stefáns- son, Karl ísfeld og Jónas E. Svafár ; fagurkerinn og hugsjónamaðurinn Björn Bjarnarson sýslumaður; rit- stjórinn og stjórnmálaleiðtoginn dr. Valtýr Guðmundsson; Ljósa- vatnsbændur og fræðimennimir ættvísu, Konráð Vilhjálmsson frá Hafralæk og Hólmgeir Þorsteins- son frá Hrafnagili. SIKILEYINGURINN - NÝ SKÁLDSAGA EFTIR MARIO PUZO Frjálst framtak hf. hefur gefið út bókina Sikileyingurinn eftir Mario Puzo í íslenskri þýðingu Gissurar Ö. Erlingssonar. Mario Puzo er þekktur höfundur, ekki síst fyrir bók sína, Guðfaðirinn, sem víðfræg kvik- mynd var gerð eftir. Þegar Sikiley- ingurinn kom út erlendis í fyrra vakti bókin mikla athygli og komst skjótt á metsölulista bæði í Banda- ríkjunum og Bretlandi. Hlaut Mario Puzo mikið lof fyrir bókina og þá sérstaklega fyrir trúverðugar lýsing- ar og þekkingu á söguefni sínu. Mario Puzo byggir á atburðum sem átt hafa sér stað og spinnur söguefifi sitt út frá þeim. Sagan gerist að mestu á stríðsárunum og fyrstu ár- unum eftir stríð á Sikiley og kemur þar Mafían og valdabarátta hennar mjögvið sögu. Bókin Sikileyingurinn er sett, brotin um, filmuunnin og prentuð í Prentstofu G. Benediktssonar en bundin hjá Amarfelli hf. Kápu hann- aði Auglýsingastofa Ernst Bach- manns. ELDUR OG REGN -NÝTT SKÁLDVERK EFTIR VIGDÍSIGRÍMSDÓTTUR Frjálst framtak hf. hefur sent frá sér bókina Eldur og regn eftir Vig- dísi Grímsdóttur. Þetta er önnur bók höfundarins en árið 1983 kom út bókin Tíu myndir úr lífi þínu og hlaut sú bók einróma lof bókmennta- gagnrýnenda og vakti hrifingu le- senda. Eldur og regn er smásagna- safn og fylgir ljóð upphafi hverrar sögu. Vigdís fer ekki troðnar slóðir í sagnagerð sinni og er þessi nýja bók hennar á margan hátt mjög ólík fyrri bók hennar. í kynningu bókaforlags- ins á kápu bókarinnar segir m.a. svo: „Með nýju smásagnasafni leiðir Vigdís Grímsdóttir þig um furður veraldar þinnar, sækir óspart til ævintýra, þjóðsagna, biblíu og goð- sagna, kallar þig á fund huldufólks, trölla, drauga og djöfla, gefur þér kost á að glíma við gátur og þrautir sem hvarvetna blasa við þér. Bókin Eldur og regn er sett, brot- in um, filmuunnin og prentuð í Prentstofu G. Benediktssonar en bundin hjá Bókfelli hf. Kápu hann- aði Auglýsingastofa Ernst Bach- manns. Höfundar og útgefendur vona að SJÓNVÖRP GÓÐ? BETRI? BEST? EIGENDUR ITT SJÓNVARPSTÆKJA ERU EKKI í VAFA. VID ERUM ÞAÐ EKKI HELDUR. FÆRAST? SJÓNVARPSDEILD SKIPHOLTI 7 - SÍMAR 20080 & 26800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.