Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1985, Qupperneq 23
DV. FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER1985.
23
Jólabökin
fyrir alla þá sem eiga örbylgjuofna
Opifl á laugardögum
PANTANIR
SÍMI13010
V7S4
HÁRGREIÐSLUSTOFAN
KLAPPARSTÍG 29.
Þetta er einwitt
jólagjöfinfyrir
þá sem eiga
örbylgjuofn.
TOSHIBA EF
MATREIÐSLUKLÚBBURINN
er uppskriftaklúbbur fyrir eigendur
allra tegunda af örbylgjuofnum.
Þú kaupir fyrst söfnunarmöppuna með
12 kaflaskilum, uppskriftum og góð-
um leiðbeiningum.
Verð möppunnar (fyrsta pakkans) er
kr. 420,-
Síðan færðu senda uppskriftapakka
og leiðbeiningar á 3 mán. fresti.
Pakka nr. 2 er verið að senda út.
Verð hans er 295,- í póstkröfu.
Á þennan hátt geturðu eignast glæsi-
lega uppskriftabók og nýtt þér enn
betur ofninn þinn.
Líttu inn hjá okkur eða pantaðu
möppuna gegnum síma 16995.
EINAR FARESTVEIT & CO. HF.
BERGSTAÐASTRÆTI 10A - SlMI 16995
TOSHIBA EF
MATREIÐSLUKLÚBBURINN
skiptist í 12 kafla:
1. kafli: Forréttir.
2. kafli: Súpurog sósur.
3. kafli: Fiskréttir.
4. kafli: Kjötréttir.
5. kafli: Fuglar.
6. kafli: Grænmeti.
7. kafli: Ábætisréttir.
8. kafli: Eggja-og ostaréttir.
9. kafli: Sulturog hlaup.
10. kafli: Brauð, kex og kökur.
11. kafli: Aðsendar uppskriftir.
12. kafli: Þetta ergottaðvita.
Dröfn H. Farestveit
hússtjórnarkennari
ritstýrir klúbbnum.
Dröfn ersérmenntuð
i matreiðslu
i örbylgjuofnum
og landsþekkt fyrir
uppskriftir sinar i
blöðum og tímaritum.
SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA
^Ö7rvS FATLAÐRA
Aý v T—j Reykjanessvæði
Ritari
óskast hálfan daginn á skrifstofu Svæðisstjórnar
málefna fatlaðra í Reykjavík að Hátúni 10, frá 1. jan.
nk. Vinnutimi frá kl. 13.00 til 17.00.
Öll algengustu skrifstofustörf.
Laun samkv. kjarasamningum opinberra starfsmanna.
Velkomin á staðinn eða hringið í síma 6213 88.
TILSÖLU
b/v KOLBEINSEY ÞH-10
Skipið er talið vera 430 brúttólestir að stærð, smíðað
árið 1981. Aðalvél skipsins er af gerðinni M.A.K.
1800 hestöfl frá 1980.
Skipið er nú við viðlegukant hjá Slippstöðinni
Akureyri og verður selt í því ástandi sem það nú
erí.
Allar frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Fisk-
veiðasjóðs í síma 28055 og hjá eftirlitsmanni sjóðs-
ins, Valdimar Einarssyni, í síma 33954. Tilboðseyðu-
blöð eru til afhendingar á skrifstofu Fiskveiðasjóðs
og óskast tilboð send í lokuðum umslögum merkt
„KOLBEINSEY" og skulu hafa borist á skrifstofu
sjóðsins eigi síðar en 19. desember nk. kl. 16.00.
Askilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er
eða hafnaöllum.
Fiskveiðasjóður islands.
TILSÖLU
v.s. HELGIS. KE-7.
Skipið er talið vera 236 brúttólestir að stærð, smíðaó
árið 1959, en endurbyggt árið 1982. Aðalvél skips-
ins er af gerðinni Callesen, 1000 hestöfl frá 1978.
Skipið er nú í slipp hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur
hf. og verður selt í því ástandi sem það nú er í.
Allar frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Fisk-
veiðasjóðs í síma 28055 og hjá eftirlitsmanni sjóðs-
ins, Valdimar Einarssyni, í síma 33954. Tilboðseyðu-
blöð eru til afhendingar á skrifstofu Fiskveiðasjóðs
og óskast tilboð send í lokuðum umslögum merkt
„HELGI S." og skulu hafa borist á skrifstofu sjóðs-
ins eigi síðar en 16. desember kl. 16.00.
Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er
eða hafna öllum.
Fiskveiðasjóður Ísiands.
Sven Stray utanríkisráðherra segir að ef Treholt hefði verið neitað
um inngöngu í norska varnarmálaskólann hefði hann kannski farið
að gruna að hann væri undir eftirliti.
HART SÓTT AÐ
STRAYVEGNA
TREHOLTSMÁLSINS
Frá Björgu Evu Erlendsdóttur,
fréttaritara DV í Osló:
Norsk pólitík hefur að miklu leyti
snúist um Treholtsmálið að undan-
fömu. Verkamannaflokkurinn sakar
ríkisstjómina um ábyrgðarleysi þeg-
ar Treholt var hleypt inn í varnar-
málaskólann. Ríkisstjórnin sakar
aftur á móti Verkamannaflokkinn
um að Treholt hafi komist í mikil-
vægar trúnaðarstöður innan flokks-
ins eftir að grunur um njósnir hafði
beinst sterklega að honum.
Þingfundur
Þriðjudaginn 26. nóvember gerði
utanríkisráðherrann, Sven Stray,
grein fyrir aðild ríkisstjórnarinnar
að Treholtsmálinu. Þetta gerðist á
opnmn þingfundi og bæði ræðu Stra-
ys og umræðunum á eftir var sjón-
varpað í beinni útsendingu. Utan-
ríkisráðherrann útskýrði þá ákvörð-
un stjórnar sinnar og utanríkisráðu-
neytisins að sleppa Treholt inn í
skólann.
Stray sagði að þetta hefði verið
eini möguleikinn til þess að geta
haldið áfram að rannsaka málið án
þess að Treholt eða KGB grunaði að
norsk yfirvöld væru komin á sporið.
Skiptar skoðanir
Ræða utanríkisráðherrans hefur
vakið mikla athygli í Noregi en mjög
skiptar skoðanir eru um réttmæti
útskýringa hans. Ríkisstjórnin styð-
ur sjjónarmið Strays og segir að ef
Treholt hefði ekki verið gripinn
vegna þeirra sannana sem fengust á
hann eftir að hann komst inn í skól-
ann þá hefði hann ef til vill getað
komist alla leið á toppinn í norskri
pólitík og jafnvel orðið forsætisráð-
herra. Stjórnin leggur áherslu á
ábyrgð Verkamannaflokksins í mál-
inu og segir að hann hefði getað
hindrað að Treholt kæmist í þær
mikilvægu trúnaðarstöður sem raun
vará.
Kveðjuræða
Stjórnarandstaðan er ekki á sama
máli. Verkamannablaðið kallar
þetta pólitískt hneyksli. Þar segir að
Stray hafi komið fram á einkennileg-
an og óverjandi hátt þegar hann tók
ákvörðun um skólagöngu Treholts.
í fyrsta lagi hafi hann hvorki ráðfært
sig við forsætisráðherrann né yfir-
völd varnarmála í Noregi. Og í öðru
lagi hafi hann stungið því undir stól
að fleiri umsækjendur komu til
greina. Blaðið segir að þetta hafi
verið kveðjuræða Strays sem utan-
ríkisráðherra og telur ómögulegt að
hann geti setið áfram eftir þetta.
Verjendurnir
Verjendur Treholts, Ame Hauge-
stad og Alf Nordhus, segja að þeir
muni fljótlega leggja fram kröfur um
að fleiri verði yfirheyrðir í sambandi
við inntöku Treholts í varnarmála-
skólann. Þeir segja ekki neitt um það
ennþá hverja þeir vilja láta yfir-
heyra. Fyrst ætla þeir að kynna sér
greinargerð Strays nákvæmlega.
En verjendurnir segja báðir að
ræða utanríkisráðherrans hafi ekki
að neinu leyti breytt skoðun þeirra
á því að það hefði alls ekki verið
nauðsynlegt að hleypa Treholt inn í
skólann.