Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1985, Side 30
30
DV. FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER1985.
Nýjar bækur Nýjar bækur Nýjar bækur Nýjar bækur
STBISMR J L.UÐVIKSSON
ÞRAUTQÓÐJR
A RAUNASTUND
aiöfiGUNAR- OG SJÓSLYSASAGA
ÍSlANDS XM! aWDI
ÞRAUTGÓÐIR Á RAUNA-
STUND
17. bindi björgunar- og sjóslysa-
sögu íslands eftir Steinar J. Lúðvíks-
son
Bókaútgófan Örn og Örlygur hefur
gefið út bókina Þrautgóðir á
raunastund eftir Steinar J. Lúð-
víksson. Bókin er sautjánda bindið í
hinum mikla bókaflokki um björgun-
ar- og sjóslysasögu íslands og fjallar
hún um atburði óranna 1967 og 1968,
en í fyrri bókunum hefur verið fjallað
um atburði frá aldamótunum 1900
fram til 1966.
I bókinni er getið margra sögulegra
atburða er urðu á árunum sem bókin
fjallar um. Meðal stærri atburða má
nefna frásögn um mannskaðaveðrin
er urðu snemma árs 1968 er breski
togarinn Kingston Peridot fórst með
allri áhöfn fyrir norðan land, breski
togarinn Ross Cleveland og vélbát>
urinn Heiðrún II fórust á ísafjarðar-
djúpi og togannn Notts Counti
strandaði við Snæfjallaströnd. Sagt
er frá einstæðri björgun Harry Ed-
doms, sem var eini maðurinn sem
komst lífs af er Ross Cleveland fórst,
sagt frá frækilegri björgun áhafnar-
innar af Notts Counti og greint ítar-
lega frá réttarhöldunum sem fram
fóru í Bretlandi eftir sjóslysin.
Sautjánda bindið var filmusett og
prentað hjá Prentstofu G. Benedikts-
sonar en bundið hjó Amarfelli hf.
Sigurþór Jakobsson teiknaði káp-
una.
KROSSFERÐ
Á GALLABUXUM:
VERÐLAUNUÐ UNGLINGABÓK
Komin er út hjá Iðunni bók eftir
Theu Beckman, Krossferð á galla-
buxum, en hún hlaut hollensku
gullverðlaunin eftirsóttu fyrir bestu
unglingabók ársins 1976. Efni bókar-
innar er þannig kynnt á kápubaki:
„Rúdólf frá Amsterdam er 14 ára
gamall. Hann getur engum sagt
leyndarmól sitt, að hann sé 20. aldar
maður, sendur með tímavél til stuttr-
ar dvalar á 13. öld. Trúir nokkur
slíkri sögu um venjulegan 14 óra
ungling sem helst af öllu vill vera
með foreldrum sínum og fjölskyldu?
- En Rúdólf frá Amsterdam er foringi
barnanna sem lögðu af stað í kross-
ferðina til að frelsa Jerúsalem.
Bækur Theu Beckman koma nú
út um allan heim og hefur hún
tryggilega skipað sér sess með
fremstu barna- og unglingabókahöf-
undum samtímans. Margrét Jóns-
dóttir þýddi. Oddi hf. prentaði. Kápa
er hönnuð ó Auglýsingastofunni
Octavo.
49. tbi. 47. árg. 5.-11. desember 1985. Verð 110 kr.
Er eiginlega sambland
af druslunni
og þessum seinheppna
Viðtal við Eddu Björgvins
Hvað gerir þú
á Þorláksmessu?
Nokkrir íslendingar svara
Jól og engin jól
Fólk, sem var fjarri
góðu gamni, segirfrá
Tíska:
Hönnuðirí j
jólafötunum sínum A
Rikshaw í poppi
Jóíaföndur
Spáð í spil JBIlÍll
Kalkún
íjólaeldhúsi
Smellin
jólasaga
EKKIKJAFTA FRÁ
- NÝ UNGLINGABÓK EFTIR
HELGU ÁGÚSTSDÓTTUR
Komin er út hjó Iðunni bók eftir
Helgu Ágústsdóttur útvarpsmann.
Nefnist hún Ekki kjafta fró og er
kynnt á þessa leið á kópubaki:
„Hvernig er að vera hrifin af þeim
sem vill mann ekki eða uppgötva
leyndarmál foreldra sinna? Hvað
gerist í skólanum, frítímum og for-
boðnum partíum? Af hverju hafa
flestir eitthvað að fela, eitthvað sem
ekki má kjafta frá? Hvernig upplifa
unglingarnir foreldra sína og hverjar
eru leyndustu hugsanir þeirra?
Hvernig á að bregðast við ástinni?
Höfundurinn, Helga Ágústsdóttir,
leiðir lesandann inn í heim reykví-
skra unglinga í dag. Atburðarásin
er hröð og spennandi frá upphafi til
enda.
Oddi hf. prentaði. Auglýsingastof-
an Octavo hannaði kápu.
GESTURII
-SAFNRIT UM ÞJOÐLEGAN
FRÓÐLEIK
Gestur ber nú að dyrum íslenskra
lesenda í annað sinn. I þessu safnriti,
sem Gils Guðmundsson hefur tekið
saman, er að finna fjölmargt um
þjóðlíf fyrri tíðar í landinu. í þessu
bindi eru m.a. eftirtaldar frásagnir:
„Bíttu á jaxlinn, Breiðfirðingur" sem
Qallar um þrekraun lítils drengs er
hafðist við aleinn í stórhríð í beitar-
húsum heila viku órið 1919. „Ömur-
leg nótt ó Fróðórheiði“ greinir frá
hrakningsför ungrar stúlku órið
1937. Þá eru bernskuminningar frá
Viðey eftir miðja nítjándu öld og
þáttur um lífið í Reykjavík um líkt
leyti. Hér eru þættir um ferð í verið,
fjárrekstur fyrir Ok og hákarlaveið-
ar á Ströndum. Einnig má lesa per-
sónusögu sérstæðra hæfileika-
manna, Ámunda Jónssonar smiðs og
Brynjúlfs Jónssonar frá Minna-Núpi.
Gestur er hugsaður sem nokkurs
konar framhald þjóðfræðiritsins
Heimdraga sem kom út ó árunum
1964-72. Bókaútgáfan Iðunn gefur
út. Oddi hf. prentaði. Kápa er hönn-
uð á Auglýsingastofunni Octavo.
■vr'j' "'JJJ..ÍSS rMZlHBta&atJaaxi