Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1985, Side 40

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1985, Side 40
40 DV. FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER1985. Halldór Ó. Ólafsson siglingafræð- ingur lést 25. nóvember sl. Hann var fæddur að Brekku í Fljótsdal 19. nóvember 1923, sonur Ólafs Lárus- sonar og konu hans, Sylvíu Guð- mundsdóttur. Halldór lauk prófi frá Loftskeytaskólanum 1948 og starfaði hjá radioflugþjónustunni í Gufunesi í 6 ár. 1954 réðst hann til Loftleiða, fyrst sem loftskeytamaður, en lauk 1955 prófí loftsiglingafræðings og starfaði síðan sem slíkur og var eftir- litsflugleiðsögumaður í átta ár. Vo- rið 1974 réðst Halldór til Cargolux sem loftsiglingafræðingur og hleðslustjóri og flutti þá heimili sitt til Lúxemborgar. Haustið 1981 flutt- ust þau hjónin síðan aftur hingað til Islands þar sem heilsu Halldórs var tekið að hraka. Eftirlifandi eigin- kona hans er Helena Svanhvít Sig- urðardóttir. Útför Halldórs verður gerð frá Dómkirkjunni í dag kl. 13.30. Afmæli 80 ára afmæli á í dag, fimmtudaginn 5. desember, Sveinn Marteinsson bifvélavirki, Réttarholtsvegi 87, Reykjavík. Hann vann lengst af á verkstæði SVR. Eiginkona hans er Vilhelmína Einarsdóttir. I dag verða þau hjónin á heimili dóttur sinnar og tengdasonar, Hæðarbyggð 5 í Garðabæ. Tilkynningar Kvenfélag Óháða safnaðarins heldur basar í Kirkjubæ laugardag- inn 7. desember kl. 14. Tekið verður á móti basarmunum og kökum á föstudag frá kl. 16-19 og laugardag kl. 10-12 í Kirkjubæ. Ný plata frá Bjartmari í fyrra sendi Bjartmar Guðlaugsson frá sér sína fyrstu hljómplötu og nú er komin út önnur hljómplata hans „Venjulegur maður“. Viðfangsefni texta hans eru úr daglega lífinu, um þau efni sem hinn venjulegi maður er að hugsa um dags daglega. Hljóm- platan inniheldur 10 ljóð og lög Bjartmars Bjartmar Guðlaugsson vakti mikla athygli á síðasta ári fyrir lög sin, Sumarliði fullur, Hippinn, Það stimir á goðin o.fl. Á þessari plötu fær Bjartmar til liðs við sig marga góðkunna poppara, m.a. Björgvin Gíslason, Pétur Knstjáns- son, Þorsteinn Magnússon p.fl. Út- gefandi er útgáfufélagið NÚ sf. og dreifingu annast STENAR hf. Pass í Zafari Lítið hefur heyrst frá hljómsveitinni Pass á þessu ári en það eru aðallega mannabreytingar sem hafa tafið hljómsveitina frá spilamennsku. Nú huga þeir félagar að nokkrum tón- leikum og verða þeir fyrstu í Zafari í kvöld, 5. desember. Það eru hinir þrír stofnendur Pass sem skipa hana í dag, það eru þeir Þórhallur Árna- son bassaleikari, Birgir Haraldsson, gítarleikari og söngvari, og Karí Tómasson trommuleikari. Vegna óviðráðanlegra orsaka falla niður tónleikar hljómsveitarinnar í Fé- lagsstofnun stúdenta 6. desember en þeir félagar verða með uppákomu á Hótel Borg föstudaginn 13. og laug- ardaginn 14. desember Russ Taff í Reykjavík Söngvarinn Russ Taff mun halda eina söngsamkomu £ Fíladelfíu, Hátúni 12, í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20.30. Þar mun hann syngja lög sín og ávarpa samkomugesti. Það er verslunin JATA sem stendur að hljómleikunum. Aðgangur er ókeyp- is í þetta sinn en samskot verða tekin fyrir kostnaði. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Fólk er hvatt til að koma tímanlega til að tryggja sér sæti. Russ hefur fengið Grammy verðlaunin og Dove-verð- launin sem veitt eru gospel-tónlist- armönnum. Einnig hefur hann verið útnefndur „söngvari ársins" og plöt- ur hans setja hvert sölumetið á fætur öðru í Bandaríkjunum. Tónsnælda með Ijóðasöng Komin er á markaðinn tónsnælda með ljóðasöng. Þessi tónsnælda nefnist: Fjörtíu og átta tímar og basta. Þar syngur Rúnar Þór Péturs- son við eigin gítarundirleik, ljóð og kveðskap eftir ljóðskáldið Jónas Friðgeir Elíasson sem um þessar mundir er að senda frá sér sína fyrstu ljóðabók. Bassaleik annaðist Kjart- an Baldursson. Snældan var tekin upp í Stúdíói Davíðs - upptökustjóri var Kjartan Baldursson. Útgefandi er Jóel. Dreifingu annast Fjölva útgáfan. Aðventutónleikar í Ólafsvík, Grundarfirði og Stykkishólmi Kór Snæfellingafélagsins í Reykja- vík heldur tónleika nk. laugardag 7. desember í Ólafsvíkurkirkju kl. 14 og í Grundarfjarðarkirkju sama dag ki. 17. Á þessum tónleikum verða flutt jóla- og aðventulög, einnig verð- ur einleikur á orgel og einsöngur. Sunnudaginn 8. desember, sem er annar sunnudagur í aðventu, verða tónleikar í Félagsheimili Stykkis- hólms kl. 16. Orgelleikari er Þóra V. Guðmundsdóttir, einsöngvari og stjórnandi er Friðrik S. Kristinsson. Allir velkomnir. Salurinn sýnir sitt síðasta Síðasta sýningin í Gallerí Salnum, Vesturgötu 3, er samsýning aðstand- enda. Þar sýna Anna Líndal, Guðný Richards, Gunnar Karlsscn, Harpa Björnsdóttir, Haukur Friðþjófsson, Magnús Þór (Megas), Margrét Birg- is, Sigrún ögmundsdóttir og Stein- grímur Þorvaldsson. Sýningin verð- ur opnuð laugardaginn 7. desember kl. 14-19 og verður opin frá kl. 14 alla daga nema mánudaga og fylgir lokunartíma verslana. Henni lýkur á aðfangadag sem gæti orðið mesti hamingjúdagur vina þeirra sem gefa málverk frá Gallerí Salnum í jóla- gjöf. Svo þakkar galleríið fyrir mót- tökurnar, hættir og heyrir fortíðinni til þegar þetta ár gerir það líka. FélagsfundurSI Skýrslutæknifélag íslands boðar til félagsfundar í Norræna húsinu föstudaginn 6. desember 1985 kl. 15. Efni þessa fundar er nokkuð frá- brugðið því sem algengast er á fé- lagsfundum SÍ. Að þessu sinni verður fjallað um upplýsingaþjóðfélagið frá félagslegu og menningarlegu sjónar- horni - áhrif tölvutækninnar og upplýsingabyltingarinnar á menn- ingu okkar og líf. Dagskrá: kl. 15 formaður SI, Sigurjón Pétursson, setur fundinn. Kl. 15.15 Þórarinn Eldjárn rithöfundur: Tölvutæknin í þjónustu rithöfundarins. Kl. 16 kaffi. Kl. 16.15 Þorbjörn Broddason dósent: Fjölskyldan í upplýsingaþjóðfélagi. Að fyrirlestrinum loknum verða almennar umræður um efnið og fyr- irspumum svarað. Fundurinn er öll- um opinn á meðan húsrúm leyfír. Sýning Arkitektafélags íslands Arkitektafélag íslands opnar í kvöld kl. 2.30 sýningu á lokaverkefnum 14. ungra arkitekta, sem lokið hafa námi á þessu eða síðasta ári. Arkitektarnir munu á þremur fimmtudagskvöldum, þann 5„ 12. og 19. desember, kynna verkefni og þá skóla erlendis sem þeir hafa stundað nám í. Þetta er í annað sinn sem A.í. heldur slíka kynningu á lokaverkefnum arki- tekta. Sýnignin stendur til 20. des- ember og er opin alla daga kl. 14-22. Aðgangur að sýningunni og kynn- ingarfundum er ókeypis. Jóladagatal SUF. 5. desember nr. 2768. Bókaverslun Snæbjarnar gefur til Rauða krossins Bókaverslun Snæbjamar hefur ákveðið að gefa Rauða krossi íslands 7% af allri sölu verslunarinnar dag- ana 2. til 10. desember og verður það fé allt látið renna óskipt til Kólumb- íu. Nú fer í hönd sá tími sem fólk kaupir ýmsan varning til jólanna s.s. jólakort, jólapappír, jóladúka og fleira þess háttar að ógleymdum jóla- bókunum og þeir sem versla í Bóka- verslun Snæbjarnar geta nú látið gott af sér leiða um leið og þeir undirbúa jólin hjá sér og stuðla að aukinni hjálp við þá sem eiga um sárt að binda á eldgosasvæðum í Kólumbiu. Athyglisverðir Brucknertón leikar í Háskólabíói í kvöld, 5. desember, kl. 20.30 mun Sinfóníuhljómsveit Islands ásamt Söngsveitinni Fílharmóníu, kórstjóri Guðmundur Emilsson, og einsöngv- urunum önnu Júlíönu Sveinsdóttur, Elísabetu Waage, Garðari Cortes og Kristni Hallssyni flytja Sinfóníu nr. 9 og Te Deum eftir Anton Bruckner undir stjórn Karolos Trikolidis. Þetta er frumflutningur á 9. sinfóníu Bruckners á íslandi, en Te Deum var flutt hér undir stjórn Dr. Róberts A. Ottóssonar árið 1971. Gert er ráð fyrir að fjórar Wagner-túbur bætist í málmblásaradeild hljómsveitarinn- ar í sinfóníunni og hafa þessi hljóð- færi verið fengin að láni frá Fíl- harmóníuhljómsveitinni í Stokk- hólmi. Jólafundur MS félags íslands verður í dag, fimmtudaginn 5. des- ember, kl. 20 í Hátúni 12, annarri hæð. Ýmis skemmtiatriði og veiting- ar. Mætið vel og stundvíslega. Kvennadeild Rauða kross ís lands heldur jólafund í dag, fimmtudag 5. desember, í Átthagasal Hótel Sögu. Mæting í Háteigskirkju kl. 18.30, aðventuspjall sr. Arngrímur Jóns- son. Ekið að Hótel Sögu kl. 19. Matur, dinnermúsík og félagsvist, konur eru beðnað að tilkynna þátt- töku á skrifstofuna, Öldugötu 4, sími 28222. Kvenfélagið Hrönn Jólafundur í kvöld, 5. desember, kl. 20.30 að Borgartúni 18. Fundur Landssambands sjúkrahúsa Föstudaginn 6. desember nk. kl. 13 verður haldinn fundur í Landssam- bandi sjúkrahúsa. Fundurinn verður haldinn í Átthagasal Hótel Sögu, 1. hæð. Fundarefni: Tillaga heilbrigðis- málaráðherra um að flytja 15 sjúkra- hús af daggjaldakerfi á fjárlög. Heil- brigðismálaráðherra mætir á fund- inn og skýrir sjónarmið ráðuneytis- ins. Ennfremur mæta á fundinn forr- áðamenn Sambands ísl. sveitarfélaga og fulltr. fjármálaráðuneytisins. Brýna nauðsyn ber til að forstöðu- menn og forsvarsmenn sveitarfélaga, sem rek sjúkrahús, mæti á fundinn. Jólasveinar Alþýðuleikhússins Jólasveinar Alþýðuleikhússins eru komnir á kreik. Við rákumst á þá á förnum vegi þar sem þeir voru að setja nagladekkin undir kassabílinn sinn. Þeir voru greinilega komnir í jólaskap og önnum kafnir við að búa sig undir jólatrésskemmtanir. Þeir báðu okkur að skila til félagasam- taka að þeir væru reiðubúnir að koma á jólatrésskemmtanir og gleðja börnin. Nánari upplýsingar í símum 10026 og 19567. Og þar með brunuðu þeir af stað á kassabílnum með nýju nagladekkjunum. Ég lít í anda liónatíð # : Ólntsf M3«««íso» fra Mosfclll syngat fðnos Ingimondarson lcfkur með á pianó á é s « - Ég lít í anda liðna tíð — ný plata Bókaútgáfan Örn og Örlygur hefur gefið út hljómplötu með einsöng Ólafs Magnússonar frá Mosfelli við píanóundirleik Jónasar Ingimundar- sonar. Platan er gefin út í tilefni af 75 ára afmæli Ólafs fyrr á þessu ári. Lögin sem Ólafur syngur eru: Suður- nesjamenn, Kom ég upp í Kvíslar- skarð, Horfinn dagur, Nótt, I daln- um, Þei, þei og ró ró, Ég lít í anda liðna tíð, Vorvindur, Ásareiðin, Plágan, Nirfillinn, Fyrir átta árum, Bergljót, Vor, Til Unu, Góða veislu gjöra skal, Helgun frá döggvum himnabrunns, Kveðja, Sunnudagur selstúlkunnar, Litla skáld, Aleinn reika ég um dimman stíg, Rauði sarafaninni, Vögguljóð. Upptökurn- ar eru starfrænar (digital) og fóru, eins og áður segir, fram í Hlégarði. Upptökurnar annaðist Halldór Vík- ingsson. Jólaskemmtun F.Í.D. verður haldin í Broadway sunnudag- inn 8. desember nk. bæði um daginn og kvöldið og kemur jólasveinn væntanlega í heimsókn til barnanna. Einnig verður um kvöldið dans eftir sýningu. Nemendur úr eftirtöldum dansskólum munu sýna dansa: Nýja dansskólanum, Dansskóla Auðar Haraldsdóttur, Dansskóla Sigurðar Hákonarsonar, Jassballettskóla Báru, Jassballettskóla Kristínar, Dansneistanum, Hafdís Jónsdóttir og Jassballett frá F’anneyju Gunn- laugsdóttur. Miðar eru seldir x dans- skólum og við innganginn og kosta þeir 150 kr. fyrir börn og 200 kr.fyrir fullorðna . Allir eru velkomnir. Á málþingi sem Félag íslenskra bókaútgefenda hélt með fulltrúum fjölmiðla í fyrrakvöld, sagði Eyjólfur Sigurðsson, formaður félagsins, að allt benti til þess að bókaútgáfa í ár yrði 10% meiri en í fyrra, en þá voru gefnir út um 350 titlar á jólavertíð. Taldi hann að í þeirri aukningu munaði mest um ný útgáfufyrirtæki, sérlega þau sem sérhæfðu sig í papp- írskiljum svo og eiginútgáfu ein- Nýir eigendur að tískuverslun- inni Bóbó Eigendaskipti urðu um síðustu mánaðamót á tískuversluninni Bóbó sem er að Laugavegi 61. Nýju eigend- urnir eru tveir, Jóhanna Guðnadótt- ir og Guðrún Björnsdóttir. Tísku- verslunin Bóbó mun eins og áður vera með herra- og kvenfatnað á boðstólum. Á myndinni eru frá vinstri: Fríða Methúsalemsdóttir afgreiðslustúlka og nýju eigendurn- ir, Jóhanna og Guðnin. Sala hafin á jóladagatölum Lionsklúbbsins Freys Jólin nálgast og enn á ný býður Lionsklúbburinn Freyr í Reykjavík ásamt lionsklúbbum um allt land hin landsþekktu jóladagatöl með sæl- gæti til sölu. Dagatölin eru orðin ómissandi hjá yngstu kynslóðinni við að telja dagana til jóla og kaup- endur þeirra styrkja klúbbana ríf- lega til að sinna fjölþættu og viða- miklu hjálparstarfi. Lionsklúbbur- inn Freyr hefur ráðstafað ágóða af sölu jóladagatalanna til ýmissa líkn- armála, svo sem til vistheimila þroskaheftra, dvalarheimila aldr- aðra, til kaupa á þýðingarmiklum lækningatækjum, auk fjölda annarra verkefna. i lag 1 akalausra Félag makalausra Flóamarkaður og basar verður hald- inn nk. laugardag og sunnudag milli kl. 14 og 18 báða dagana í húsnæði félagsins á 3. hæð í Mjölnisholti 14. (Brautarholt 3, áfast við Hampiðj- una.) Fjölbreytt úrval muna. Doris Lessing gestur Listahá- tíðar Doris Lessing, sá heimskunni rit- höfundur, verður gestur Listahátíðar 1986. Hún mun halda hér fyrirlestur á sérstakri dagskrá sem verður um hana og verk hennar. Þá mun Doris Lessing afhenda smásagnaverðlaun Listahátíðar við opnun hátíðarinnar þann 31. maí. Doris er borin og barn- fædd í Rhodesiu en býr nú í Englandi. Hún hefur oft verið orðuð við nóbels- verðlaunin. Hún hefur skrifað fjölda skáldsagna sem hafa verið þýddar á mörg tungumál og eru tvær af skáld- sögum hennar væntanlegar eftir hana á íslensku innan skamms. Þær eru: The Grass is Singing og Memoirs of a Survivor. Báðar þessar sögur hafa verið kvikmyndaðar. Herrakvöld Týs verður haldið laug- ardaginn 7. desember kl. 20.30 í fé- lagsheimilinu við Hástein. Má taka með sér gesti. Þátttaka tilkynnist til Ómars Jóh. í síma 2861 milli kl. 11 og 12 alla virka daga. stakra höfunda. Þótt bókamarkaðurinn í fyrra hefði verið mátulega stór, að mati útgefenda, voru þeir á því að bókin væri í stöðugri sókn og engin ástæða til að örvænta um hana. Árni Einars- son, útgáfustjóri Máls & menningar, gekk svo langt að segja að á hans forlagi væru menn „ferlega bjartsýn- ir“. AI Bókaútgefendur „ fer- lega bjartsýnir”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.