Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1985, Qupperneq 42
42
DV. FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER1985.
Listaverkamarkaðurinn Á tímamótum
Það er gróska í myndlistinni.
Síðustu mánuði hafa starfað hér
fleiri sýningarsalir en nokkru sinni
áður. Fyrir utan sali í opinberri
eigu hefur bæst við fjöldi sala í
einkaeigu sem ýmist eru reknir af
einstökum áhugamönnum eða
hópum listamanna. Með þessum
sölum hefur sýningum fjölgaö að
mun og stöðugt fleiri íistamenn
keppa um hylli listunnenda.
Nú á haustdögum er það trú
margra að íslenskur listaverka-
markaður standi á tímamótum.
Margir þeirra einstaklinga sem
rekið hafa sýningarsali eru að gef-
ast upp á rekstrinum. Hætt var að
reka Listamiðstöðina fyrr á þessu
ári. Listmunahúsinu verður lokað
innan skamms. Gallerí Salurinn
við Vesturgötu verður opinn til
jóla. Gallerí Langbrók er að kikna
undan hárri húsaleigu en heltist
þó væntanlega ekki úr lestinni á
næstunni.
Þeir eigendur sýningarsala sem
DV hefur rætt við eru sammála um
að rekstur þeirra sé vonlaus nema
stuðningur í einhverju formi komi
tiL Staðan er þó misjöfn og sumir
sýningarsalanna virðast ætla að
lifa þrengingartímana af. Þar má
nefna Gallerí Borg og Gallerí Grjót
sem bæði eru rekin með hagnaði.
Óhóflegt verð ó listaverkum er
nefht sem ein af ástæðum þessarar
þróunar. Minnkandi kaupgeta
almennings á einnig sinn þátt í
samdrættinum. Ungum listamönn-
um svíður einnig vantrú kaupenda
á verkum lítt þekktra manna. Það
eru yfirleitt þeir ungu sem sam-
drátturinn kemur harðast við.
Að þessu sinni fjallar Tíðarand-
inn um rekstur sýningarsala. Jafn-
framt er leitað svara eigenda þeirra
um stöðuna á íslenskum lista-
verkamarkaði.
Fáir festa fé í verkum ungra listamanna
- segir Sigrún Eldjárn hjá Gallerí Langbrók
„Mest af því sem við bjóðum eru
verk ungra listamanna. Þeir sem
fjárfesta í listaverkum taka yfirleitt
ekki áhættuna af að kaupa annað
en verk viðurkenndra listamanna,"
sagði Sigrún Eldjárn, ein þeirra tíu
kvenna sem reka Gallerí Langbrók.
Og stalla hennar, Guðný Magnús-
dóttir, bætir við: „Auðvitað gætum
við snúið okkur að sölu á verkum
dauðra meistara en við ætlum að
berjast fyrir lífinu lifandi og vísum
því ekki til afkomendanna."
REYNUM AÐ LIFA AF LISTINNI
Gallerí Langbrók hefur starfað
síðan 1978. Reksturinn hófst á Vita-
stíg 12 en var tveim árum síðar fluttur
í Landshöfðingjahúsið á Bernhöft-
storfunni. Frá upphafi hefur rekstur-
inn verið í höndum hóps myndlistar-
kvenna. Núna eru þær tíu en hafa
flestar orðið 24. Það er því nokkur
hreyfing á mannskapnum.
„Við hófum þennan rekstur vegna
þess að við vildum reyna að lifa af
listinni og koma henni á framfæri,"
sagði Guðný Magnúsdóttir. „Þegar
við byrjuðum var enginn vettvangur
fyrir þá list sem við stunduðum ef frá
er talið að eitthvað seldist af
keramiki í verslunum. Grafík var
aftur á móti hvergi seld.
Við tökum í umboðssölu þau verk
sem okkur'líst á. Sjaldan hefur það
verið nokkurt álitamál. Við gerum
hvort tveggja að taka við því sem
er boðið og eins leitum við uppi það
listafólk sem okkur hefur fundist
skemmtilegt að hafa með.
Við bjóðum upp á fastar sölusýn-
ingar og sérsýningar í framherberg-
inu. Það virðist vera töluverður
markaður fyrir listaverk. Salan er
þó ekki ör, verkin liggja oft lengi en
fara þó flest á endanum."
Hins vegar er greinilegt að fólk
kaupir frekar fjöldaframleidda gjafa-
vöru en frumlega list. Fjöldafram-
leiðslan er oftast innflutt og mikið
auglýst. Það virðist hafa meiri áhrif
en verðið því þessi gjafavara er
ekkert ódýrari en listaverkin sem við
bjóðum."
EKKI EINS OG HVER ÖNNUR
BÚÐ
- Hafið þið ekki reynt að auglýsa
til að standa betur í samkeppninni
við gjafavöruverslanirnar?
„Við höfum einfaldlega ekki haft
efni á því. Auk þess viljum við ekki
vera eins og hver önnur búð,“svarar
Sigrún. „Hingað kemur auðvitað
fólk og kaupir gjafavörur. Gjafa-
vöruverslunum hefur bara fjölgað
svo mikið síðustu ár og við stöndum
höllum fæti gagnvart þeim.“
íslenskir listamenn verða að berj-
ast fyrir sínum málum sjálfir. Það
má líta á það sem munað að starfa
að list hér eftir að skóla lýkur. Lista-
verk ungra íslenskra listamanna eru
hreint ekki dýr ef miðað er við vinn-
una sem fer í þau. Vandinn er að
koma þeim á framfæri. Langbrókin
er tilraun okkar til að brjótast út úr
þeim vítahring."
- Hvernig verðleggið þið listaverk-
„Við byrjum á að taka hinn bein-
harða kostnað sem liggur aðallega í
innrömmuninni. Síðan ræðst verðið
mikið af samanburði við önnur verk
sem í boði eru. Ég veit ekki hvenær
það byrjaði,“ segir Sigrún. „Við
reynum að fó tilfinningu fyrir hvað
markaðurinn tekur við háu verði.“
- Hvað finnst ykkur að ráði mestu
um söluna?
„Við vitum að verðið ræður ekki
öllu,“ segir Guðný. „Skilningur ó
myndlistinni skiptir miklu sem og
auglýsingar. Það höfum við lært á
samkeppninni við gjafavöruverslan-
irnar. Þar virðist ráða miklu ein-
hvers konar eftiröpunar-ósjálfstæði.
Fólk vill hafa þá hluti í kringum sig
sem aðrir hafa.“
„Allir vita að verk þekktra lista-
manna seljast betur og dýrar en
önnur,“ segir Sigrún. „Markaðurinn
segir auðvitað ekki allt um gæði
listarinnar. Mörg góð verk seljast á
háu verði en við vitum líka að margir
góðir listamenn lepja dauðann úr
skel.“
MEST TILGJAFA
- Hvemig viðskiptavinir kaupa
verk í Gallerí Langbrók?
„Langmest af því sem við seljum
fer til gjafa,“ segir Sigrún. „Þó eru
alltaf nokkur dæmi um að fólk kaup-
ir listaverk til að eiga. Því miður er
allt of lítið um að stofnanir og fyrir-
tæki kaupi verk til skreytinga. Ef til
vill finnst þeim staðurinn svo lítill
að hér geti ekki verið aðrir hlutir á
boðstólum en eitthvað smátt. Áuð-
vitað komast stórir munir ekki fyrir
hér en við vísum á listamenn sem
vinna slíka hluti.
Síðan má ekki gleyma að talsverð-
ur hópur af fólki hefur fylgst með
okkur frá upphafi. Það eru ýmsir
góðir viðskiptavinir sem sem alltaf
kaupa eitthvað."
- Nú eru líkur ó breytingum á
högum gallerísins. Hvernig ætlið þið
að bregðast við þeim?
„Við vonumst til að geta verið hér
áfram en vitum ekki enn hvort það
getur orðið,“ segir Sigrún. „Leigan
er orðin það há að við ráðum ekki
við hana. En sem betur fer er fjöldi
fólks sem vill að við verðum hér
áfram. Það erum við sem höldum
uppi menningunni hér á Bernhöft-
storfunni."
„Við vonumst til að fá leiguna
lækkaða,“ segir Guðný. „Okkur er
hlýtt til staðarins og viljum að tillit
sé tekið til starfseminnar hér. Við
ráðum afitur á móti ekki við leigu
eins og þá sem gerist við verslunar-
götur. Það er vonlaust fyrir lista-
menn að reka gallerí við þær aðstæð-
ur nema stuðningur komi til. Okkur
finnst að ríki og borg ætti að styðja
svona starfsemi. Þetta er enginn
stórbisness og á meðan svo er sýnist
okkur það vonlaust að láta sýningar-
sal standa undir sér.“
GK
Leigan fyrir Salinn við Vesturgötu 3 þrefaldast:
HUGSUM OKKUR EKKIAÐ
HALDA REKSTRINUM ÁFRAM
-segja aðstandendur gallerísins
„Leigan á að þrefaldast um áramót-
in. Það er miklu meira en við ráðum
við. Hópurinn sem staðið hefur
saman að rekstrinum frá því í vor
hættir þar með samvinnunni. I það
minnsta hefur ekkert verið rætt um
að halda áfram,“ sagði Harpa
Bjömsdóttir, ein þeirra tiu ungu
listamanna sem undanfarna mánuði
hafa rekið gallerí í kjallaranum á
Vesturgötu 3.
Starfinu á Vesturgötunni ætla þau
að ljúka með sýningu á öllum verk-
um gallerísins. Hefst hún 7. des. og
stendur til jóla.
Fjórir fulltrúar gallerísins voru
samankomnir í höfuðstöðvunum
þegar DV bar þar að garði.
Salinn hafa þau notað undir eigin
sýningar að mestu. Þau verk sem
ekki seljast á sýningunum eru ófram
til sýnis og sölu. Leigunni skipta
listamennirnir á milli sín en að öðru
leyti er reksturinn afskaplega óform-
legur. „Við kunnum ekki að græða
og viljum það heldur ekki,“ er grund-
vallaratriðið í fjármólastefnunni.
SVEKKJANDINIÐURSTAÐA
„Við viljum auðvitað vera bjart-
sýn,“ sagði Gunnar Karlsson „en
fjárhagshliðin á rekstri gallerís er
ekkert spennandi.“
„Okkur finnst þetta mjög svekkj-
andi niðurstaða en það gengur bara
ekki að reka sýningarsal án styrkja
frá hinu opinbera eða einhverjum
velgjörðamanni," sagði Harpa. „Það
er mjög þroskandi fyrir unga lista-
menn að efna til sýningar. Menn sjá
verk sín í nýju ljósi þegar búið er
að raða þeim upp í sýningarsal fyrir
almepning. Ungir listamenn eiga
aftur á móti ekki i mörg hús að
venda. Á Kjarvalsstöðum og í Norr-
æna húsinu er minnst tveggja ára
bið eftir plássi ef það fæst ó annað
borð. Þar þarf líka að borga leigu
sem ungir listamenn ráða ekki alltaf
við. I öðrum sölum eru yfirleitt ekki
teknar aðrar myndir en talið er lík-
legt að seljist."
- Hvemig hefur salan verið hjá
ykkur?
„Verkin á einkasýningunum hafa
selst ógætlega en það sem er í rekk-
unum hér bakvið selst lítið,“ sagði
Sigrún Ögmundsdóttir. „Nafn lista-
mennsins virðist skipta miklu máli.
Fólk virðist ekki taka áhættu af að
kaupa verk eftir ungt fólk nema það
trúi að um mjög efnilega listamenn
sé að ræða eða verðið mjög lágt.“
ÓREYND í VERÐLAGNINGU
- Hvernig verðleggið þið listaverk-
in?
„Við reynum að hafa verðið heldur
lægra en almennt gerist ó hliðstæð-
um verkum," sagði Margrét Birgis.
„Verð á grafíkverkum fer eftir upp-
laginu. Einnig reynum við að taka
tillit til hve mikil vinna hefur farið
í verkið. Reyndar höfum við ekki
selt það mikið að við séum reglulega
sjóuð í verðlagningunni.
Okkur virðist að það sem selst fari
helst til gjafa. Fólk gefur listaverk
ef gjöfin á að vera eitthvað veglegri
en venjulega."
„Viðhorfið til sölu ó listaverkum
er að breytast," segir Gunnar. „Fleiri
og fleiri hafa hug á að eignast lista-
verk. Við verðum mest vör við fólk
af okkar kynslóð. Gallinn er að það
ó yfirleitt enga peninga. Ef til vill
fara verk okkar að seljast þegar
okkar kynslóð er orðin rík.“
- GK
•* íf*. ,'artt' vr ******
'iÉiíH