Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1985, Side 44
44
DV. FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER1985.
Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós
Albert prins, ríkisarfi Mónakó, er slyngur á seglbretti.
Albert prins nýtur
sín í sumri og sól
Albert prins af Mónakó er alla- Mónakó á frönsku Rívierunni.
jafna ekki eins mikið í fréttum og Albert siglir gjaman á snekkju
systur hans, faðir og móðir meðan sinni, Offshore Monaco, um Mið-
hún lifði. jarðarhafið og skreppur þá gjarnan
Engu að síður veita margir Albert til baðstaða fína fólksins í grennd-
athygli. Hann er tuttugu og sjö ára inni, til dæmis St. Tropez.
gamall og þykir ákaflega hugguleg- Prinsinn er sagður ekki vera við
ur maður. Hann er talsvert upp á eina fjölina felldur í kvennamálun-
kvenhöndina og sagt er að aðalá- um en síðustu fréttir herma að Ger-
hugamál hans sé að njóta sumars aldine nokkur Danon eigi hug hans
og sólar, enda hæg heimatökin í oghjarta.
kvenhöndina. Hér er hann í kossaflensi með Geraldine nokkurri
Danon.
Albert er enn að kyssa Geraldine og vellauðugir vinir hans njóta lifs-
ins hver um annnan þveran.
Fyrirsætan Renée í slag-
togi með Duran Duran
Það varð uppi fótur og fit í Árósum
þegar ein þekktasta dóttir bæjarins
kom þangað í heimsókn. Það var
engin önnur en Renée Simonsen sem
vann fyrirsætusamkeppnina Face of
the 80’s um árið og varð eins hæst-
laimaða fyrirsæta heims.
Nýjustu fréttir af henni eru þær
að hún leikur lesbíu i kvikmynd sem
tekin var á Ítalíu í sumar. Ástamálin
standa í blóma því hún er farin að
búa með John Taylor í Duran Dur-
an. Þar hitti skrattinn ömmu sína
sagði einhver því að Renée er
draumadís margra drengja og John
sannkallað kyntákn.
Renée býr nú með John Taylor í
Duran Duran.
Eina vandamálið: Renée reykir
einn og hálfan pakka á dag.
Helsta áhyggjuefni hennar er að
hún reykir of mikið að eigin sögn,
30 sígarettur á dag, en hún segist
aðeins smakka það um helgar - og
drekkur þá helst- Cuba libra - romm
og kók.
Svíakonungur bregð-
ur sér á diskótek
Karl Gústaf, konungur Svía, brá
sér á dögunum út á lífið þegar hann
var í heimsókn í kóngsins Kaupin-
höfn. Karl Gústafvarí einkaerindum
i Danmörku, drottningarlaus, en
skemmti sér hið besta.
Konungur brá sér svo við tólfta
mann á veitingahúsið Hans kóng.
Var þess getið að málsverðurinn
hefði verið konunglegur, marinerað-
ur lax, fasanhani, ís og Chateau
Renault, hvítt Bordeaux vín frá 1983
og svo Chassagne Montraset ’82 -
ungt Búrgundarvín - á eftir.
Að málsverði loknum brugðu kon-
ungur og fylgdarlið sér á diskótek.
Varð Annabells fyrir valinu. Kon-
ungur dvaldi á diskótekinu í tvo og
hálfan tíma. Luku starfsmenn lofs-
orði á kurteisa framkomu hans.
m-----------------►
Karl Gústaf brá sér á diskótekið
Annabells í Kaupmannahöfn
þegar hann dvaldi þar á dögun-
um.
Paul
McCartney
farinn
að betla
Það tók enginn eftir gamla mannin-
um á hjólinu. Þegar hann steig af
reiðhjólinu og fór að betla við járn-
brautarstöðina þóttist ’enginn taka
eftir honum. Hann fékk ckki krónu.
Enda þurfti hann ekki á því að
halda. Hér var á ferð forríkur maður
og vel þekktur, enginn annar en
Paul McCartney. Hann brá á þennan
leik á dögunum í Lundúnaborg.
McCartney var nefnilega að gera
myndband til að fylgja úr hlaði ný-
justu.smáskífu sinni: Spies like us.
McCartney segir að hann hafi
verið svo blankur fyrst þegar hann
kom til Lundúna, óþekktur strákur
frá Liverpool, að hann hafi orðið að
betla sér til matar.
Það er kannski ljúfsár eftirsjá sem
olli því að McCartney tók nýjustu
plötu sína upp í Abbey Road Studios.
Þar tóku Bítlarnir upp fyrstu plötur
sínar og nefndu raunar eina eftir
stúdíóinu.