Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1985, Qupperneq 48

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1985, Qupperneq 48
 FR ÉTTASKOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt — hringdu þá i sima 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað i DV, greið- ast 1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið i hverri viku, Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Frjálst, óháð dagblað FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 1985. Landsfundur BJ: Andófshóp- ' urinnmun ekki mæta Andófshópurinn innan Bandalags jafnaðarmanna eða meðlimir í Félagi jafnaðarmanna ætla flestir hverjir ekki að mæta á landsfund Banda- lagsins sem verður haldinn nú um helgina. Þá ætlar Valgerður Bjarna- dóttir, fyrrverandi varaformaður landsnefndar, ekki að mæta á fund- inn. Líklegt er að Kristófer Már Kristinsson, fyrrverandi formaður landsnefndar Bandalags jafnaðar- manna, muni ekki heldur láta sjá sig á þessum landsfundi. Viðmælendur DV sögðust því ekki búast við því að þessi fundur yrði tíðindamikill. Vegna fjarveru and- ófshópsins verður ekki gerður upp sá ágreiningur sem staðið hefur yfir undanfarið meðal félaga í Bandalagi jafnaðarmanna. Framtíð flokksins verður því ekki ráðin á þessum fundi. , Menn úr hópi Félags jafnaðar- manna eru ekki sáttir við boðun þessa fundar. Þeir benda á að einn af þingmönnum flokksins hafi sagt ^ að á þessum fundi ætti að ræða endanlega hver hin rétta stefna flokksins er. Þetta sé ekki í anda Bandalagsins sem stofnað var með það fyrir augum að þar gæti fólk með mismunandi skoðanir sameinast undireinni „regnhlíf'. - APH Skaftá tæmd íAntwerpen Ákveðið hefur verið að tæma Skaftá, skip íslenska skipafélagsins, sem kyrrsett hefur verið í rúma viku í Antwerpen. Farmur skipsins verður fluttur með pramma til Rotterdam þar sem eitt af skipum Eimskips tekur hann heim. Þessi ákvörðun var tekin þegar ljóst var að ekki tækist að losa skipið á næstu dögum. Eins og mál standa nú er óvíst hvenær tekst að losa skipið úr farbanni, sem tilkomið er vegna skuldakrafna á hendur Haf- skip. - APH LOKI >» Nú standa sælkerar á öndinni. Fimmtíu milljónir vantaríbyggingu Listasafns íslands þrátt fyrirarfínn frá Sigurliða Kristjánssyni kaupmanni: Arfurinn horfinn í fjármagnskostnaö „Ef það ætti að flytja inn núna þyrftum við 50 milljónir til að ljúka við bygginguna," sagði Guðmund- ur G. Þórarinsson, formaður bygg- ingamefndar Listasafns íslands, í samtali við DV. Byggingunni átti að vera lokið á hundrað ára afinæli safnsins á næsta ári. Talið er von- laust að það takist. Þegar safninu tæmdist arfurinn frá Sigurliða heitnum Kristjáns- syni kaupmanni árið 1980 var talið að þeir peningar dygðu til að ljúka byggingunni. Það voru eignir að verðmæti 12-13 milljónir sem saf- nið fékk í sinn hlut. Nú er það fé allt horfið í fjármagnskostnað að stórum hluta. Samkvæmt heimildum blaðsins hafði féð, sem Listasafnið fékk úr arfi Sigurliða þegar árið 1983, rým- að um allt að helmingi vegna vafa- samrar erlendrar lántöku af hálfu fjármálaráðuneytisins. Sú saga hófst þegar listasafiiinu vom lánaðar 2 milljónir úr ríkis- sjóði um áramótin 1981/82. Þá var enn ekki búið að gera dánarbú Sigurliða upp. Síðan var ákveðið að greiða þessa skuld með 4 milljón kr. dollaraláni sem tekið var án vitundar safn- stjómar. Afganginn var notaður til framkvæmda eftir að greiddar höfðu verið um 400.000 í stimpil- gjöld til ríkisins. Vegna óhagstæðrar gengisþró- unar var þetta lán orðið að 16- 18 milljónum í árslok 1983. Þá var arfurinn metinn á 34 milljónir. Að sögn Guðmundar G. Þórarins- sonar er safiiið nú laust úr erlend- um fjárskuldbindingum fyrir meira en ári en arfurinn frá Sigurliða einnig uppurinn frá sama tíma. - GK alvarlegar afleiðingar, segir forstjóri Hollustu- vemdar ríkisins, Þórhallur Salmonella f innst í aliöndum — Geturhaft Halldórsson „Erfitt er að tilgreina nákvæmlega hver orsökin er fyrir þessari salmon- ellusýkinginu í Vilmundarstaða- öndunum. Hún gæti uppmnalega verið frá fóðri eða frárennsli. Aðal- hættan er sú að sýkillinn berist í annan mat sem ekki er soðinn, t.d. salöt. Það getur haft alvarlegar af- leiðingar, sérstaklega í stómm mötu- neytum eða veitingahúsum," sagði Þórhallur Halldórsson, forstjóri Hollustuverndar ríkisins við DV í morgun. Salmonellusýking hefur fundist í aliöndum frá Vilmundarstöðum. Hefur sala á þeim frá búinu verið stöðvuð og fyrirmæli gefin um inn- köllun vörunnar. Þrátt fyrir þessa aðgerð er ljóst að endur þessar geta víða verið til staðar á heimilum, í mötuneytum, veitingahúsum og víð- ar. Þeim sem eiga í fórum sínum slíkar endur er bent á að skila þeim til þess aðila sem seldi vöruna. „ Salmonellusýking hefur valdið 2 alvarlegustu matareitrunum sem upp hafa komið hér á landi. 1954 veiktust um 120 manns og 1962 um 250 manns. Afleiðingar veikinnar koma m.a. fram í hita og niðurgangi. Vegna ferða okkar til útlanda hefur hættan aukist á því að sýkillinn sé í frárennsli," sagði Þórhallur. Ekkert hefur fundist athugavert við aliendur frá öðrum búum né heldur gæsum á markaðinum. - -KB Lögreglan við hús Grænmetisverslunar landbúnaðarins skömmu eftir ránið í gær. Skrifstofa Félagsmála- stofnunar er á Qórðu hæð. DV-mynd:S. Ræningi á hverfaskrifstofu Félagsmálastofnunar: Reif 114 þúsund krónur af konu og komst undan Lögreglan leitaði í gær að ákveðn- um manni í tengslum við ránið á hverfaskrifstofu Félagsmálastofnun- ar Reykjavíkurborgar á homi Fellsmúla og Síðumúla. Enginn hafði þó verið handtekinn í morgun. Um 114 þúsund krónum var rænt af starfsmanni Félagsmálastofnunar, rúmlega þrítugri konu, sem gegnir gjaldkerastarfi í forföllum gjaldkera, í hádeginu í gær. Konan var að koma inn á skrifstofuna á fjórðu hæð húss- ins eftir að hafa sótt í banka 107 þúsund krónur fýrir Félagsmála- stofnun. I handtösku sinni hafði konan auk þess um sjö þúsund krón- ur af eigin fjármunum, að sögn Sveins Ragnarssonar félagsmála- stjóra. Konan hefur lýst ræningjanum á þá leið að hann hafi hulið andlit sitt með trefli og verið klæddur blágrárri úlpu með hettu. Hann hafi verið meðalmaður á hæð. Ráninu lýsir hún þannig, sam- kvæmt upplýsingum Rannsóknar- lögreglunnar: Þegar hún er að loka glerdyranum að skrifstofunni tekur hún eftir skugga á bak við hurðina. Maður, sem falið hafði sig á bak við hurðina, réðst á konuna. Veitti hún harða mótspymu. Lauk snörpum átökum með því að hún féll í gólfið. Þegar starfsfólk, sem heyrt hafði hróp í könunni, kom freun á gang var maðurinn horfinn á braut með veski konunnar. Konan var ómeidd en var mikið bragðið. - KMU.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.