Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1985, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1985, Page 2
54 DV. LAUGARDAGUR14. DESEMBER1985. 90 sekúndna morðið Jan Linders heitir rit.höfundur einn sem býr í bænum Ángelholm á Skáni í Svíþjóð. Linders skrifar einvörð-- ungu glæpasögur. Og þar að auki er hann fulltrúi ákæruvaldsins, al- mennur ákærandi, eins og það heitir í Svíþjóð - og þykir sérlega farsæll klórfenol. Mauritz Morðmann í þorpinu Kýreyða minntist þessarar aðferðar þegar hann ætlaði að svipta frænku sína, hana Malínu Gullfjalls, lífi. Hann var erfingi hennar enda þau hæði ættuð frá Þrælagrind. Hann bauð kerlingunni, afsakið frænkunni, upp á te með heimabak- aðri sandköku. Kökuna bakaði Mauritz sjálfur og studdist við upp- skrift sem hann sjálfur hafði fundið upp. Hann notaði kökumix sem hann keypti hjá kaupmanninum í Ký- reyðu. En í stað þess að nota nokkra desílítra af vatni setti hann klórfenol i staðinn. Og stakk svo forminu í ofninn. Á meðan hann beið eftir frænk- unni og kakan bakaðist skemmti hann sér við að hugsa um allar þær dásemdir sem myndu koma í hans hlut ef hann bara stillti sig um að bragða á kökunni sinni sjálfur. Honum fannst þetta yndisleg tilfinn- ing, raunar hápunktur lífs síns, því að Mauritz Morðmann hafði verið blankur letingi alla ævi og það var óréttlátt að kerlingin Gullfjalls skyldi stöðugt vera að vinna hæsta vinning bæði i fótboltagetraununum og í happdrættinu. En nú virtist sem hamingjuhjólið væri farið að rúlla í aðra átt - og þó! I heitum ofninum ummyndaðist klórfenolið í díoxínur, mesta eitur sem mannkynið þekkir. Og um leið og Mauritz Morðmann opnaði ofn- inn og góndi á bakkelsið - dó hann. Jólá Hawaii I síðustu viku kom kæliskip með 170 þúsund jólatré til Honolulu. Breiðsíðunefndin sendir öllum Hawaibúum sínar bestu jóla- og nýjársóskir. Nefndin. sem slíkur. Nú er það að tímarit í Svíþjóð efndi til samkeppni um glæpasögur. Þessar smásögur áttu að vera með því sniði að hægt væri að lesa þær upp á aðalfundi sænska glæpasagnasam- bandsins(sem kalla má „Reyfaravin- ina“ á íslensku) og mátti upplestur- inn ekki taka lengri tíma en 90 sek- úndur. Og auðvitað var það Jan okkar Linders sem sigraði með yfirburðum í samkeppni tímaritsins. I tilefni af því að Jan Linders er sérstakur vinur Breiðsíðunnar og hugsanlegt að hann fái þegar tímar líða aukaaðild að Breiðsíðunefnd- inni - þá birtum við hér hina frægu 90 sekúndna glæpasögu hans. Sagan heitir: Kakan illa Munið þið eftir sjúkrahúsmorð- ingjanum í Malmey? Hann var ungur maður sem leit svo á að hann leysti sjúklingana frá kvölum sínum með því að myrða þá. Hann notaði eitraðan þvottalög, Strípalingar Jimmy engist á gólfinu, andlit hans afmyndað af kvölum, keðja fest um háls hans. Yfir honum sténdur ljós- hærður unglinguv klæddur nær- skornum buxum úr leðri og sveiflar svipu. „Láttann fá það!“ æpir skræk kona í áhorfendahópnum. Svona strípal- ingasýning karla, kallað „Trylltir strákar - „sexkljúsíft" fyrir konur“, er það sem talað er um í Frankfurt þessa dagana. Þjálfari piltanna heitir Monika. Hún segist hafa hitt á „gat i mark- aðnum“ - tryllt eftirspurn sé eftir berum strákum sem slást. í sumum löndum hafa strákar reyndar haft strípalingasýningar lengi - en þær hafa ekki verið al- gengar í Þýskalandi fyrr en nú. Og íþróttin á með öllu eftir að festa ræturáíslandi. 35 konur sátu um miðjan dag og horfðu á Jimmy og félaga hans slást. Við undirleik trylltrar diskó- tónlist- ar - þegar útsendari Breiðsíðunefnd- arinnar heimsótti „Monte Carlo danshöllina“ i Frankfurt. Dræm aðsókn var aðeins þennan dag, þvi áður en fór að frjósa í Þýskalandi sátu stundum 400 konur og horfðu á strákana. Þær höfðu flestar sagt eiginmönnum sínum að þær þyrftu í hárgreiðslu. Monika sagði að hún vildi endilega geta sýnt konum eitthvað skemmti- legt. „En það verður að hafa fagur- fræðilegt gildi. Mér er illa við klám.“ Hún sagðist hafa auglýst eftir liprum strákum í dagblaði. 27 manns svör- uðu auglýsingunni. Hún réð fimm til sín. „Ég var ekki að leita að ljós- hærðum hálfguðum heldur piltum sem gætu hreyft sig án fyrirhafnar og í takt við músík.“ Á sýningunni, sem útsendari Breiðsíðunefndarinnar var á, hófst sýningin með því að fimm strákar, klæddir eins og þjónar, þ.e. í dökk föt og hvítar skyrtur, streymdu fram á svið. Konurnar í salnum, flestar á milli tvítugs og þrítugs, skríktu óstyrkar. En svo þegar piltarnir sneru sér við og í ljós kom að rassinn var úr buxunum brutust fagnaðar- lætin út. Svo sýndu strákarnir margt snið- ugt á sviðinu. Teygðu sig hálfberir í leikfimistellingum. Síðasta atriðið Þrettán nóttum fyrir j ól Smásaga eftir Gunnar Sigursteinsson Desembernótt. Nýtt tungl. Jóla- tungl. Stjörnubjartur himinn. Ég skýst í stjörnuskoðunarferð út fyrir bæinn. Upp á fjöll. Pólstjarnan. Reikistjarnan Mars. Karlsvagninn. Hvað? Ein stjarnan þýtur hratt yfir himininn. Er það halastjarnan Halley? Nei. Stjörnuhrap? Nei. Gervitungl? Nei. Hvað er að ger- ast? Hún stefnir á mig. Ég leita skjóls. Mikið ljós nálgast. Snjórinn bráðnar. Ljósið dofnar. Hvað sé ég? Fljúgandi furðuhlut? Geimskip? Dyr opnast. Stigi fellur niður. Svartur köttur stekkur út. Tröll- kall fikrar sig niður stigann. Tröll- kona. Og einn, tveir. þrír, fjórir, fimm, sex, sjö, átta, níu, tíu, ellefu, tólf, þrettán piltar. Öll eru þau í gömlum, íslenskum fötum. „Við' verðum að halda fund,“ skrækir tröllkonan. „Leppalúði! Þú verður fundarstjóri." Er mig að dreyma? Ég klíp mig í handlegginn. Grýla, Lcppalúði og jólasveinarnir. Dett- ur mér þá í hug þessi þula úr þjóð- sögunum: Giýla reið fyrir ofan garð, hafði hala fimmtán, en á hverjum hala hundrað belgi en í hverjum belg börn tuttugu. „Fundur er settur,“ segir Leppa- lúði. „Jólin 1985 eru í nánd og okkar hlutverk er grallarapunga- háttor. Kertasníkir! Þú sníkir öll kerti í bæjum og sveitum." Grýla stelur orðinu af Leppalúða. „Hver borðar bjúgu á jólunum? Bjúgna- krækir! Þú gistir í Sláturfélagi Suðurlands. Skyrgámur. . . “, Skyrgámur stelur orðinu af Grýlu. „Hver borðar skyr á jólunum? Ég gisti í Mjólkursamsölunni í Reykjavík." Leppalúði stappar í jörðina. „Ég vil biðja fundarmenn að stilla sig. Faldafeykir! Þú feykir földum. Gáttaþefur...“ Gáttaþefur grípur fram í fyrir Leppalúða. „Eg vil gæjast á glugga þessi jól, herra fundarstjóri." Nú er hnakkrifist. Fjölskyldan fer í bál og loga. Og kemst í mát. Stúfur miðlar þá málum. Gáttaþef- ur og Gluggagægir hafa verka- skipti. Askasleikir verður Pottas- leikir og Pottasleikir Askasleikir. Þvörusleikir verður Pottasleikir og Pottasleikir Askasleikir. Þvörus- leikir hótar að segja af sér völdum í fjölskyldunni, verði hann ekki Giljagaur. „Sá vægir sem vitið hefur meira.- Og þá ræður sá sem verr vill,“ segir Giljagaur og fer í embættisföt Þvörusleikis. Stekkj- arstaur og Ketkrókur sitja áfram að sínum stólum. Ákveðið er að hver jólasveinn komi af fjöllum ofan, hver sína nótt, til að hrekkja börnin. Leppa- lúði stappar í jörðina. „Fundi er slitið.“ Stekkjastaur þýtur fyrstur jólasveina af stað til mannabyggða til að taka til við iðn sína. Tröllin tvö og jólasveinarnir tólf sem eftir eru leggjast til svefns umhverfis geimskipið. Þau bíða síns tíma. Svarti kötturinn stekkur inn í geimskipið. Ég mæni aftur upp i himininn. Venus, morgunstjarnan. Merkúr- íus. Innan skamms mun birta á ný. Óvæntur vættur fyllir upp í geim- skipsdyrnar. „Fjórtán jólasvein- ar,“ hrópa ég upp yfir mig. „Ég er Leiðindaskjóða, barnið mitt.“ Hún horfir löngunaraugum á mig. „Komið til mín, börnin mín,“ æpir hún skrækróma. „Nú fer ég að sjóðatiljóla." Ég hleyp sem fætur toga í hvarf. Burt úr barnafælugreninu. Dagur rís á leið minni heim til manna- byggða og ég nfja upp tröllasögur Jóns Árnasonar. Og þegar ég hef falið mig undir dúnmjúkri sæng minni kemur mér í hug vísa sem ættuð er úr Grímsey: Karlinn undir klöppunum, klórar hann sér með löppunum; baular undir bökkunum og ber sig eftir krökkunum á kvöldin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.