Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1985, Qupperneq 3
55
DV. LAUGARDAGUR14. DESEMBER1985.
var dramatískt. Þá birtust þeir allir
fimm á sviðinu og við eggjandi músik
og dempuð ljós afklæddu þeir sig
hægt og rólega, hnepptu hverjum
hnappi sérlega vandvirknislega.
Sumar af konunum voru farnar
þegar síðasta plaggið fauk.
Lúxemborg-
arvín
I Lúxembúrg, því ríki Evrópu sem
við íslendingar höfum bundist
traustum viðskiptaböndum - er, eins
og allt of fáir vita, framleitt úrvals-
gott vín. Eftir að menn fóru að
blanda frostlegi í vín í Austurríki og
Sviss hefur athygli vínkaupmanna
beinst að Lúxemhúrg. Ekki í sam-
bandi vió frostlög - heldur tærleika
vínanna. Lúxembúrgsk hvítvín,
ræktuð og þróuð í hæðunum við
Mosel, eru sérlega góð. Og stefna nú
i auknum mæli inn á heimsmarkað-
inn.
Lúxembúrgarar framleiða aðeins
hvítvín - og framleiða 15 milljónir
lítra við hverja uppskeru. Hvítvín
þeirra er í senn þurrt og mjúkt og
tært. Flest lúxembúrgarvín eru
merkt/með „marque nationale" sem
á að vera trygging fyrir gæðum.
Breiðsíðunefndin mælir með víni
sem heitir Auxerrois. Það fæst
stundum á Islandi.
Óhætt að
gagnrýna
Nú er orðið óhætt fyrir þá sem
lægra standa í virðingarstiga so-
véska kommúnistaflokksins að
gagnrýna yfirmenn sína, eða þá sem
ofar standa í stigagarminum.
A síðasta fundi í pólitbyró, sem er
aðalstjórnarnefnd ríkisins þar sem
sitja 12 heilagir menn, var almenn-
ingur hvattur til að „vera gagnrýnni
í garð yfirmanna sinna og hætta að
gorta af árangri og að svindla á
útkomu," og var víst átt við reikn-
ingslega niðurstöðu rikisfyrirtækja
sem bókhaldsblækurnar hafa verið
að falsa til að hafa sjeffana góða.
Eða þannig.
Postularnir 12 i politbyró sögðu að
gagnrýni neðan frá væri sérlega
þýðingarmikil.
Og þá byrja víst sumir þar eystra
að brýna sína kuta og gagga hátt
um skítmennsku yfirmanna. Eða það
óttast Breiðsíðunefndin.
Bönnum allt
Það hefur löngum verið klifað á
því að málið okkar sé það dýrmæt-
asta sem við eigum, sumir segja um
það bil helmingi dýrmætara en
Kröfluvirkjun og togaraútgerð á
Skeiðarársandi, og þess vegna kom
það svo sem ekkert á óvart þegar
boðað var til ráðstefnu um íslenskt
mál í Þjóðleikhúsinu við Hverfis-
götu fyrir nokkru enda er búið að
samþykkja það á Alþingi að íslen-
skan sé elsta mál í heimi og jafn-
framt það merkilegasta.
Þessu til sönnunar er bent á Is-
lendingasögurnar sem voru skrif-
aðar á íslensku eins og menn geta
komist að raun um ef þeir nenna
vestur í Arnagarð.
En það eru fleiri tungumál töluð
í heiminum í dag en íslenska og
vegna þess hvað þau eru mörg
finnst mér oft gott að hafa sex ára
tungumálasérfræðing á heimilinu
sem segir manni að fulltrúi Sri
Lanka í alheimsfegurðarsam-
keppninni tali srilönsku og sá frá
Filabeinsströndinni fílabeinsku.
Hins vegar kann þessi sérfræð-
ingur ekki bankamál sem farið er
að ryðja sér til rúms á hinum ís-
lenska málamárkaði og virðist það
sumum ráðherrum tamara en
móðurmálið á stundum, að minnsta
kosti tilkynnti ráðherra á dögun-
um að hann ætlaði að tala við
bankana um lengingu skammtíma-
lána og hefði ég gjarnan viljað
hlusta á það samtal, sérstaklega
svar bankans þótt ég búist ekki við
að ég hefði skilið neitt því að ég
er svo illa að mér að ég veit ekki
einu sinni hvað of háir raunvextir
eru.
Boð og bönn
Ég hef lengi verið talsmaður þess
að láta banna alla skapaða hluti
J og ef ég hef ekki lagt það til áður
legg ég það til nú að öll bókaútgáfa
verði bönnuð á lslandi, nema
kannski útgáfa Símaskrárinnar og
þó fmnst mér sjálfsagt að banna
fólki að lesa hana sér til dægra-
styttingar.
Og þegar finnskar, sænskar, fran-
skar og amerískar klámmyndir eru
sýndar í sjónvarpinu finnst mér
sjálfsagt að banna börnum að lesa
textann en binda fyrir augun á
þeim að öðrum kosti og lýsa síðan
í stuttu máli því sem fram fer á
skjánum svo að blessuð börnin fari
ekki alveg á mis við menninguna
og sætti sig betur við að vera með
bundið fyrir augun flesta daga
ársins.
Einnig hefur mér dottið í hug
hvort ekki ætti einfaldlega að
banna fólki að læra að lesa og
leggja þess í stað meiri áherslu á
stærðfræði og boðorðin níu.
Þetta kæmi að vísu ekki í veg
fyrir að fólk hugsaði dónalega og
blístraði dónaleg lög og ó meðan
skepnuhald er ekki bannað í sveit-
um kæmust trúlega einhverjir að
því á unga aldri hvernig lömb verða
til en það er ekki víst að þeir tengi
fengitímann þeirri dónalegu athöfn
BENEDIKT AXELSSON
þegar börnin okkar vcrða til og þá
er tilganginum náð.
Fræðslustarfsemi
Sem dæmi um það hvað börn nú
til dags eru hrikalega vel upplýst
um upphaf lífsins get ég sagt ykkur
frá samtali tveggja stráka, annar
hafði verið í sveit og vissi allt um
þessi mál, hinn hafði hvorki verið
í sveit né lesið bókina um þig og
mig þar sem hann er ólæs.
. Samtalið fór fram í byrjun des-
ember þegar ég var nýkominn
heim, búinn. að klæða mig úr úlp-
unni. borða kvöldmatinn og ætlaði
að fara að hlusta á fréttirnir af
tapi einhvers banka.
Sá sem hafði verið í sveit hóf
umræðuna.
„Veistu það," sagði hann. „að
hænurnar í sveitinni-éta orma og
flugur og maðka og þegar þær eru
búnar að háma í sig helling af
möðkum og flugum verpa þær
eggjum og svo liggja þær á eggjun-
um í marga mánuði og þá verða
eggin að kjúkiingum sem við borð-
um á sunudögum og jólunum.
„Þú ert að skrökva," sagði sá sem
ekki hafði verið í sveit.
„Nei. nei. þetta er alveg satt.
bóndinn sagði mér þetta hér um
bil og hann skrökvar aldrei," sagði
sveitavargurinn.
„En hvernig verðum við þá til?“
spurði sá sem ekki hafði vit á
hænsnarækt.
„Alveg eins og kjúklingarnir og
eggin," svaraði sveitamaðurinn að
bragði og lét engan bilbug á sér
fínna.
,.En ef mamma þín borðar lamba-
k'öt." sagði sá fáfróði um sveitalíf-
ið. „af hverju ert þú þá ekki kjöt-
bolludós?"
„Eigum við ekki bara að koma í
feluleik?" spurði upphafsmaður
umræðunnar og var tillagan sam-
þykkt samhljóða.
Kveðja
Ben. Ax.
__________VIIMSÆLASTI HERRAFATIMADUR I EVRÓPU. ___
______________ÓTRÚLEGA HAGSTÆTT VERÐ.
iTivlkG í ÖLLUM BESTU HERRAFATAVERSLUNUM Á LAIMDINU.
GÆÐIN í ÖNDVEGI
IkCS SKYRTUR
v__/
GÆÐIN í ÖNDVEGI
Ika buxur
GÆÐIN í ÖNDVEGI