Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1985, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1985, Side 6
58 DV. LAUGARDAGUR14. DESEMBER1985. ÚTBOÐ Bæjarsjóður Selfoss óskar eftir tilboðum í innrétt- ingar á hóteli í félagsheimili Selfoss, útboðsverk 23. Um er að ræða smíði og uppsetningu milliveggja og hurða og smíði og uppsetningu innréttinga í hótelherbergi og móttöku. Útboðsgögn verða af- hent á tæknideild Selfossbæjar, Eyrarvegi 8, Sel- fossi, og Verkfræðistofu Gunnars Torfasonar, Ár- múla 26, Reykjavík, gegn 5000 kr. skilatryggingu. Tilboðum skal skilað á tæknideild Selfossbæjar fyrir kl. 11.00 föstudaginn 3. janúar 1986 en þá verða þau opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Forstöðumaður tæknideildar Selfossbæjar. Lóð og hústil sölu Kauptilboð óskast í eftirtaldar eignir: Skútuvogur 7, Reykjavík, grunnbygging að iðnaðar- húsnæði, þ.e. sökklar og steypt plata að hluta, 43 002. Stærð lóðar er 11.1 55 m2. Kópavogsbraut 9, Kópavogi, einlyft steinhús með risi og bílskúr. Brunabótamat kr. 3.407.000. Stærð húss 285 m3. Til sýnis föstudaginn 13. des. og laugardaginn 14. des. kl. 13-1 5.00. Tilboðseyðublöð liggja frammi í ofangreindri hús- eign og á skrifstofu vorri í Borgartúni 7, Reykjavík. Tilboð verða opnuð kl. 11.00 föstudaginn 20. des- ember 1 985 í Borgartúni 7, Reykjavík. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2C06 CPC6128 Tæknilegar upplysingar: 128K RAM 48K ROM innbyggt Basic. Z80A örtölva 4 MHZ. CP/M plus stýrikerfi. Dr. Logo forritunarmál. 20, 40, 80 stafir í línu. 27 litir. 640 x 200 teiknipunktar á skjá. Litaskjár eða grænn skjár Innbyggt 3" diskadrif (360 K á disk). Innbyggður hátalari (sterio með aukahátaiara). Fullkomið lykaborð með sér- stökum númerslyklum. 12 forritanlegir lyklar. Innbyggt tengi fyrir prentara og segulband. Afburðatölva Tölvukaupendur fá alltaf meira og meira fyrir peningana sína. í þeirri þróun er AMSTRAD tvímælalaust toppurinn: 128 K tölva, skjár og innbyggð diskettustöð. Frábær hönnun, afl og hraði, skínandi litir, gott hljóð og spennandi möguleikar. CPC-6128 m/grænum skjá Yerð aðeins 23.830 kr. staðqr.! CPC-6128 m/litaskjá Verðaðeins 32.980 kr. staðgr. Söluumboð úti ó landi: Bókabúð Keflavlkur Kaupfélag Hafnarfjaröar Músik & myndir, Vestmannaeyjum Bókaskemman Akranesi Seria sf ísaflröi KEA-hljómdeild Akureyri Bókaverslun Þórarins Húsavik Fjölritun 8.f., Egilsstöðum Söluumboð i Reykjavík: rkf\ Bókabúð Tölvudeildir: Laugaveg 118 v/Hlemm. s: 29311,621122 TOLVULAND H/F Undir öfugum formerkjum Islendingasögumar markaðssettar Desember og Habbnfirðingar þessa lands komnir ofaní fjöru að bíða eftir jólabókaflóðina. Og bók- menntagagnrýnendurnir, krítík- kerarnir, þessir hámenntuðu fag- urkerar, munda stílvopn sín og hlaða lofi á kunningja og samherja, en veita óverðugum ógóðar ádrep- ur. Þetta er yndislegur timi - þrátt fyrir fásinnið og skammdegið. Það flæðir og uppá fjörur skolar allsendis óvænt islendingasögun- um, sjálfum bókmenntaarfinum í þekkilegu alþýðubroti sem harð- snúinn hópur ungs fólks gefur út í þeirri von að einhver nenni að lesa. Verkið var kynnt í blaðmanna- fundi um daginn og hafði þá einn forsvarsmaður útgáfunnar meira að segja uppi hughreystandi orð um „þjóðlega vakningu sem er framundan og má raunar víða sjá staði“. Jamm. Islandi allt! I framhaldi af þessu gerist sú spurning óneitanlega áleitin hvernig best megi „markaðssetja“ (flott orð, ekki satt - samt ekki að finna í Blöndalsorðabók) Islend- ingasögurnar, það er matreiða þær á nútímavísu og selja hinum læsa almúga á frjálshyggjuvísu, því markaðurinn hefur víst alltaf á réttu að standa. Það var svosem ekki hátt risið á íslenskri menningu hér íyrir nokkrum árum þegar þartilgerðir félagsfræðingar lögðu upp með töflur sínar og skapalón til að mæla hvað tórði eftir af menning- ararfinum í hjörtum landsmanna. Unnendum menningarinnar varð satt að segja ekki um sel þegar þeir sáu niðurstöðurnar og fannst sem að til lítils væri að halda uppi almenningsfræðslu í landinu með svo rýrum árangri. Aðeins þrettán prósent aðspurðra vissu hvenær Alþingi við Öxará ákvað að kasta átrúnaði á stokka og steina og trúa í staðinn á Jesúm Krist. Margir stóðu á því fastari fótunum að Jón Sigurðsson hefði með kænsku bjargað handritunum - eða „skjöl- unum“ eins og einhver kallaði það - frá glötun og síðan komið fagn- andi með þau heim. Höfuð Jóns Arasonar rúllaði og skoppaði gegn- um aldirnar - öllum gleymt; hyl- dýpi fóviskunnar gein við, glám- skyggn þjóð framanvið vídeótæki og steríósamstæður, talandi eitt- hvert samsull úr móður- tungunni og engilsaxnesku, þrælamál sumsé. Glötuð öll þau verðmæti sem mölur og ryð fá ekki grandað. Hjá því varð náttúrlega ekki komist á þessari ágætu tækniöld að menn færu að bera sig til við að reyna að bjarga menningararf- inum á kvikmynd, þessum tjáning- armiðli tuttugustu aldarinnar. Og það var kvikmyndað og kvikmund- ar fóru á hausinn og njisstu ibúðir og gerðust landflótta vanskila- menn, en allt kom fyrir ekki, menn- ingararfurinn var ennþá of seigur undir tönn, þótt á kvikmynd væri. Það sá ekki högg á vatni, nema hvað þjóðarvitundin tileinkaði sér þá grillu að Gísla saga Súrssonar eða „Útlaginn" væri eitt af æsku- verkum Indriða G. Þorsteinssonar og Snorri Sturluson birtist í sjón- vörpum hérlendra, góðlátlegur skólastjóri norðan úr landi, sem sagði á banadægrinu: „Æi, strákar, þetta hlýtur að vera einhver mis- skilningur, eigi skal höggva!“ Þrotlaust erfiðið var víst mestan- part unnið fyrir gýg - „norðrinn“, sem átti að verða eitthvert merk- asta framlag íslendinga til heims- menningarinnar, í senn þjóðlegur og fjölþjóðlegur, var andvana bor- inn inní þessa fláttsömu veröld eða svona hérumbil. Kvikmundar lögðust í drykkjuskap. Það ber allt að sama brunni, það þarf að leita nýrra leiða, róttækra leiða, það þarf að markaðssetja íslendingasögumar. Ungmenna- og þjóðræknisfélagið Grani hélt á dögunum ráðstefnu um þetta þjóðþrifamál í Templara- höllinni við Eiríksgötu. Voru þar saman komnir ýmsir góðir menn og grandvarir og málin rædd af djúpri alvöru og spaklegu viti. Það þarf varla að taka fram að ráð- stefnugestir voru ekki á eitt sáttir um hvað yrði þjóðlegri menningu íslenskri helst til bjargar. Að lokinni fánahyllingu, sviða- kjömmum og ómældu kaaberkaffi tók til máls Burkni Dónaldsson garðyrkjufræðingur og höfundur þeirrar frægu bókar „Leitin að Njáluhöfundi". Var það skoðun Burkna að helst væri liðsinnis að leita í auglýsingaiðnaðinum, sem hvorteðer héldi augum og eyrum landsmanna föngnum. Væri það ekki þjóðráð, sagði Burkni, að freista þess að vekja áhuga fjárafiamanna og stórfyritækja á fornköppum og fornkonum, náttúr- lega í auglýsingaskyni. Það sæi hvert mannsbarn að Hallgerður langbrók væri eins og sköpuð til að auglýsa sjampó og hárvötn og Egiil Skallagrímsson hártoppa, en ekki vissi hann til þess að nokkrum hefði hugkvæmst að gera sér á sama hátt mat úr Drangeyjarsundi Grettis Ásmundssonar. Þar synti Grettir, eins og alþjóð er óðum að gleyma, frá Drangey til lands og aftur útí eyna - og til hvers? Jú til að ná í eld,-eld í kamelsígarettuna sem hann tók uppúr vasanum í flæðarmálinu, kveikti í og sagði. . Hansína Strange leikfimikenn- ara og höfundi bókarinnar „Skrif- aði Njáll Njálu“ þótti heldur lítið leggjast fyrir kappa af stærð Grett- is að vera farinn að reykja kamel og sendi Burkna óblítt augnaráð. Hún vildi hins vegar vekja athygli ráðstefnugesta á þeim ómældu möguleikum sem liggja í hljóm- plötuiðnaðinum. Benti hún á for- dæmi hljómplötuútgáfu á Suður- nesjum sem hefur leikið og sungið sígild ævintýri á borð við Rauð- hettu og Jóa og baunagrasið inná hljómplötur. Svo ósgu fallega! sagði Hansína. Hér yrði auðvitað að sæta lags, dægurlags (almennur hlátur): ef bara væri hægt að fá eitthvert af tónskáldunum okkar ungu, til dæmis hann Gylfa Ægis- son, til að færa Njálssögu í skaut- búning tónlistarinnar og síðan vinsælt skemmtifólk til að túlka fornkappana og fornkonurnar. Hermann Gunnarsson væri næst- um eins og fæddur í hlutverk Gunnars á Hlíðar- enda, svo ósgu geðgóður, Magnús Ólafsson væri ekki ókarlmannlegar vaxinn en Skarphéðinn, Bessi sannkallaður Björn í Mörk en hins vegar gat hún ekki alveg séð Hallbjörn Hjartarsson fyrir sér í hlutverki Njáls... Boði Björnsson sendiboði og höfundur ,,Njálu“ hvatti ráð- stefnugesti til að umgangast sagnaarfinn með varúð og virð- ingu. Hann tók samt undir þá skoðun að tslendingasögurnar í núverandi mynd væru helsti þung- meltar allri alþýðu manna. Hann 'taldi hins vegar vist að það yrði öllum hlutaðeigandi til sóma að færa íslendingasögurnar i búning Aldanna svokallaðra, og vitnaði þar til bókaflokksins vinsæla „Öld- in okkar“ sem til er á hverju ís- lensku menningarheimili og reynd- ar víðar. Það væri tilaðmynda ekki amalegt að lesa á slíkri bók svo- hljóðandi fyrirsögn: „Njáll á Berg- þórshvoli brenndur inni ásamt sonum sínum!“ eða „Gunnar fer hvergi!“ eða... Islenskur almúgi: Þetta þýðir ekki hjá þér. Við nennum ekki að lesa Islendingasögurnar um jólin. Við ætlum að lesa Bagley og McLean. Jæja, hafið þið ekki áhuga á fornköppum. ísl. almúgi: Nei. Við ætlum að láta gera við vídeóið og fara útá leigu og fá okkur góða mynd. Jæja, ég má hvorteðer ekki vera að þessu. Ég þarf að flýta mér á ráðstefnu um varðveislu og eflingu íslenskrar tungu... ísl. almúgi: Ertu farinn? Jamms. Bæ.Bæ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.