Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1985, Side 8
60
DV. LAUGARDAGUR14. DESEMBBR1985.
CPC 464
Afburðatölva
Tölvukaupendur fá alltaf meira og meira fyrir peningana sína.
í þeirri þróun er AMSTRAD tvímælalaust toppurinn:
64K tölva, litaskjár og innbyggt segulband.
Frábær hönnun, afl og hraði, skinandi litir,
gott hljóð og spennandi möguleikar
Tæknilegar upplýsingar:
• BAUD hraði á segulbandinu
1000 og 2000.
• Tengi fyrir disk drif, centronics
prentari.
• Stýripinnar, sterio, viðbótar
RAM og ROM.
• Með diskdrifum fylgir CP/M.
• Stýrikerfi og Dr. Logo forritun-
armálið.
• Úrval af forritum.
• Örtölva Z80A 4MHZ.
• 64 K RAM þar af 43 K fyrir
notendur 32 K ROM.
• 640 x 200 teiknipunktar.
• 27 litir.
• 20, 40; 80 stafir í línu.
• Innbyggt segulband.
• Innbyggðir hátalarar.
• Fullkomið lyklaborð með sór-
stökum númeralyklum.
• 12 forritanlegir lyklar.
Verð aðeins 21.980 kr. stgr.l
Söluumboð útí á landi:
Bókabúð Keflavlkur
Kaupfélag Hafnarfjarðar
Músík & myndir, Vestmannaeyjum
Bókaskemman Akranesi
Seria sf fsaflröi
KEA-hljómdeild Akureyri
Bókaverslun Þórarins Húsavík
Fjölritun s.f., Egilsstöðum
Söluumboð í Reykjavík:
Bókabúö
Laugaveg 118 v/Hlemm, s: 29311, 621122
TÖLVULAND H/F
STURTUKLEFAR
jólatílboð
Bjóðum Koralle sturtuklefa
með einstökum kjörum:
EKKERT ÚT OG REST Á 6 MÁN.
GETUM ANNAST UPPSETNINGU
& VATNSVIRKINNAf
ÁRMÚLA 21 REYKJAVÍK
SÍMAR: 686455, 685966, 686491
*i.»i i
íhjáleigunni
Þetta var á Suðurlandi á síðari
hluta 19. aldar. Aðfangadagur jóla
rann upp með logni og stillu. Snjóföl
var á jörðu. Það suddaði öðru hverju
úr köldu loftinu. Svo langt sem
augað eygði var landið þakið ísing-
arhjúp. Fossreykirnir urðu að ísnál-
um, sem ýmist féllu á árbakkana eða
ílögruðu langar leiðir í loftinu og
stungu vegfarendur í framan, svo að
þeir vissu ekki hvaðan á sig stóð
veðrið. Fjármenn stóðu yfir fé á stöð-
um þar sem þeir höfðu beitt ár eftir
ár, en nú hættu þeir að kannast við
steina, kletta og hús í þessari ís-
storku. Það var kynlega hljóðbært.
Kliður heyrðist úr klökugu togi fjár-
ins ef það hreyfði sig. Sumar kind-
anna voru orðnar með ísbrynjum.
Það stirndi á héluð horn, féð varð
annarlegt. Öðru hverju hlupu fjár-
mennirnir inn v hópana, hóuðu og
börðu niður stöfum sínum til þess
að vita hvort féð gufaði ekki upp -
væri huldufólkshjarðir eða svipir
hjarða er flætt hefði í sjó.
Um dagmál lagði miðaldra maður
af stað í hálkunni með tíu ára gam-
alli dóttur sinni á leið til stórbýlis
eins. Það var enn hvergi nærri farar-
sýn. En ratvís mórauður rakki trítl-
aði á undan feðginunum og honum
hafði verið sagt hvert ferðinni var
heitið. Brátt stansaði bóndi og tók
upp mannbrodda úr vasa sínum og
batt þá á sig. Hann leiddi síðan telp-
una.
Bóndi gekk hægt, var talsvert halt-
ur, og svo hafði hann verið síðustu
tvö árin. Það bar við í eftirleit í
öndverðum október að hann var að
síga í þverhníptan hamar eftir lambi
er var í svelti í grastó; kaðallinn
skarst sundur á hvassri nibbu og
hann hrapaði nokkra faðma; enn
hafði hann ekki náð sér eftir þá
byltu. Hann bjó á hjáleigu hálfrar
stundar gang frá sjó. Heyskapur
hans losaði 250 kapla. En hann var
beykir og fyrir þá iðn hraut honum
oft skildingur.
„Pabbi, ertólg á stráunum?" spurði
telpan, er þau gengu flóðgarð einn.
„Nei, þetta er ísing, væna mín.'1
„Pabbi, af hverju rauk svo á öllum
bæjum í gær?“
„Það var bakstursreykur og eldun-
arreykur, væna mín. Nú baka kon-
urnar og elda fyrir jólin.“
„En það rauk ekki meira hjá okkur
en vant var,“ mælti telpan.
„Nei, ónei. En það mun rjúka hjá
okkur upp úr hádegi í dag. Mamma
mun baka stafla af rúgkökum og
annan stafla af lummum. Þá var
okkur færð smjörskaka í gærkvöldi
af næsta bæ, svo að við þurfum ekki
að borða þurrt á jólunum. Og okkur
verður gefin mjólk í dag til þess að
hafa í jólagrautinn á morgun.“
„Fáum við þá rúsínugraut eins og
venja er til alls staðar annars staðar
einu sinni á ári?“
„Nei, góða mín. En mamma er svo
fornbýl að hún á krækiber. Þau tútna
fallega út við hitann og gera vín-
bragð - þjóðleg fæða.“
Eftir hálfa stund fara þau fram hjá
dreifðum fjárhóp af stórbýlinu. Fjár-
maðurinn var að kveða rímur uppi á
hæsta hólnum. Hann hrökk í kút er
hann þóttist sjá hvítabjörn nálgast,
en náði sér er Kann sá að þetta var
einungis hundur - og bóndi og lítil
dóttir hans i hámóti á eftir. Síðan
hélt hann áfram að kveða.
Þau sjá skammt burtu tugi hrossa
af stórbýlinu er líta ekki við jörð og
heyra stórbóndann siga hrossunum
í puntinn og kalla:
„Hvað eruð þið að krafsa í tjörnina
og leggja kollhúfur, skammirnar
ykkar? Það ætti við ykkur að verða
að nykrum, skilja mig eftir hestlaus-
an. Hvernig ertu orðinn á litinn,
Rauður - ertu orðinn að nykri, fjár-
inn þinn? Það er þó enn krafstursjörð
utan tjarnarinnar."
Feðginin gengu til stórbóndans og
heilsuðu hæversklega. Hann tók
kveðju þeirra fálega.
„Ertu ekki með réttu ráði að vera
í bæjasnatti í blindþoku?“ sagði
hann.
„Ferðalag mitt stafar af illri nauð-
syn. Eina kýrin mín, snemmbæra, er
með doða eða eitthvert annað slen
og lítur ekki við leirugri töðunni.
Þú veist að Fljótið flæddi yfír mest-
allt tún mitt í vor í vatnavöxtunum
miklu og löngu. Og nú langar mig
til þess að biðja þig að lána mér kapal
af sílgrænni töðu,“ stundi hjáleigu-
bóndi upp.
„Hvers vegna fórstu ekki skemmri
bæjarleið að fala töðukapal?" spurði
stórbóndinn byrstur.
„Það er vegna þess að á hinum
sjóbæjunum eru þeir litlu betur
staddir, þeir urðu líka fyrir skakkaf-
alli af völdum Fljótsins,“ ansaði
bóndi og horfði i gaupnir sér.
Stórbóndinn ræskti sig, tók tap-
pann úr silfurtóbaksbauk sínum,
hristi hann og stútaði sig síðan.
„Ég setti svo djarft á í haust, maður
minn, að ég er ekki búinn að bíta
úr nálinni með það. Þar varð mér
ljóta skyssan á. Ég get ekkert strá
misst, skilurðu?"
„Gætirðu látið mig fá kapal af síl-
grænni töðu þá borga ég hann með
tveim köplum af nýhirtri töðu síðar
meir,“ sagði bóndi daufur í bragði.
„Já, þó það nú væri, það er yfirleitt
venjan - og er ekki ofrausn. En þú
hefur fengið svar mitt. - Viltu ekki
í nefið?“
Hjáleigubóndi afþakkaði.
„Landpósturinn kom í gærkvöldi,
ég held að það sé eitthvað af bréfum
eða jólabréfspjöldum til ykkar þarna
á sjóbæjunum.“
Feðginin kvöddu af skyndingu og
héldu sem leið lá á bréfhirðingar-
stöðina - hundurinn var sífellt á
undan þeim. Þegar í hlað kom var
þar vinnumaður að spýta skinn af
jólaánni á skemmuþil. Gluggi við-
hafnarstofunnar var opnaður,
gluggatjöldunum svipt frá, og það
glytti i prýddan svartvið er stóð á
gólfi og út lagði angan af púnsi.
Heldri gestur var staddur á bænum.
Bóndi kvaddi dyra.
Húsfreyja kom út og heilsaði vin-
gjarnlesa. . Þið hljótið að hafa leið-
a
k
ú
g
a
li
á
ú
P
\
I'
1
g
1
f
r
t
!h
! r
d
i h
■ r
í s
a
r
n
,1-
I r
1
: 1
I 1
! s
i t
! 'c
i
| r
r
i g
i
c
í
! v
!t
I í