Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1985, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1985, Side 9
rstein úr því að þið ratið um mýr- rnar í svo villugjörnu veðri. Þú emur inn, góðurinn minn, og tekur r þér hrollinn með því að drekka las af púnsi með kapelláninum." „Ég vil ekki stansa. Ég er einungis ð sækja póstinn" og hann sagði enni síðan hvað þeim bændum fór milli. „Þar hef ég, því er miður, engin rræði,“ sagði húsfreyja. Hún sótti óstinn, eitt sendibréf og póstkort frá 'esturheimi. Stóra rúgköku með ykkri sneið af kálfskjötskæfu rétti ún telpunni - og fimm krónur að jöf. „Eg fer þá eins og ég kom,“ mælti óndi og kvaddi. Hann reikaði út /rir túngarð og leiddi telpuna, en iam þar staðar hugsi. „Hvert ertu að fara, pabbi?“ spurði elpan kvíðin. „Nú hef ég tekið ákvörðun," ansaði ann brátt. Næsta nótt er drauma- ótt, mikil draumanótt. Ég bið raumakonu mína að leiðbeina mér, var ég fái úrlausn i þessum vand- æðum. Vonandi fæ ég svar. Heim kal halda.“ Hundurinn hlustaði einnig með thygli á orð húsbónda síns og hann :mn á undan feðginunum heim íýrarnar. Þegar feðginin komu heim undir lað mættu þau konunni með stóran íoðlaup er hún bar á bakinu. Bóndi afði kviðið fyrir því að segja frá að ,ann hefði farið erindisleysu. En ;onan var glöggskyggn. Hann þurfti kkert að segja. Þaðkom sér. „Þarna væri nú hægt að fá sér í oðið,“ sagði konan og benti út á únið. Þar var því nær fuglager, ský f rjúpu nýsest, en fyrir var sendl- ngahópur er flúið hafði úr flæðar- lálinu sökum ísingar, einnig fáeinar lýrisnípur og tvö keldusvín, svo pök að mátt hefði taka þau með löndunum. „Byssan er til taks í bæjardyraloft- nu, en mér finnst blátt áfram morð ð drepa þessa fugla á aðfangadag," nsaði bóndi. „Heldurðu að ég viti það ekki, etta eru vinir okkar,“ mælti konan g hvolfdi úr moðlaupnum stóra efst kálgarðinn og á hlaðvarpann. Það ar jólagjöf fuglanna. Brátt komu eir í kálgarðinn, hlupu um og tíndu sig og kvak þeirra barst alla leið inn í baðstofuna, var sumar í vetrin- um - í smáum stíl að vísu. „Ég hef aldrei geð í mér til þess að skjóta aðra fugla en grágæsir á haustin, enda eru þær þá svo margar og þaulsætnar að þær skemma engjar okkar úti við Fljótið," bætti bóndi við. Konan kinkaði kolli, „slíkum meinárum er ekki unnt 'að hlífa. Enda eru þær nokkurt búsílag." Dagurinn leið við gegningar hjá bónda en jólaannir hjá húsfreyju. Hálfri stundu áður en heilagt var orðið hafði húsfreyja lokið jólaund- irbúningnum, meðal annars látið kerti og nýja sauðskinnsskó í rúm hvers heimamanns. Hana tók að lengja eftir manni sínum frá gegn- ingunum. Hún fór því með ljósker út í túnjaðarinn, en hitti hann þar á heimleið. - Allt í einu tók hundurinn að geyja, en þau sáu enga mannaferð. Þau hlustuðu. Þau heyrðu konurödd i fjarska kalla hástöfum; „Hjálp, hjálp. Er nokkur þar?“ Hjónir. runnu á hljóðið, hittu loks fyrir einsetukonu úr næstu sveit. Ók hún sleða með tveim töðuköplum á og var komin í ógöngur milli dýja. Kvaðst hún hafa verið að villast í tvær stundir, oftast um hálan sandinn. Hún faðmaði að sér hús- freyjuna, sem hún var einmitt að heimsækja. Svo var sem létt væri af henni steini. „Þetta er mesta ísing sem ég man eftir, jörðin er öll orðin eitt gler. Ég var farin að ætla að ég yrði að hírast í nótt í gamla strandaða skipinu á kampinum innan um sjódraugana. Það hefði orðið löng nótt og hætt við að ég hefði ekki reynst glímin,“ - og sjötuga einsetukonan hló létt- um, skærum hlátri og kyssti vinkonu sina fimmta kossinum. Þau héldu fram hjá dýjunum og fyrir krapann áleiðis að bænum. „Þú ert hugumstór,“ mælti hús- freyja. „Ég frétti að kýrin ykkar væri alveg hætt að éta, datt i hug hvort það væri ekki af leir í töðunni. Sjálf fargaði ég kúnni minni í haust, börn mín buðust til að senda mér mjólk. Og nú kem ég með heyfyrningu mína, sílgræna töðu, sem mig langar að biðja ykkur að þiggja. Dauðans matur má beljan vera ef hún tekur ekki í þetta hey.“ „Hvað hafið þið annars reynt til aðlæknakúna?" „Glóðarbakstur. í þrjá sólarhringa höfum við vart linnt á glóðarbakstri en ekkertdugir," ansaði bóndi. Ég kem lika með andamefjulýsi, sem reyna má að gefa kúnni inn til þess að hreinsa úr henni benvítis leirinn - orsök mæði og ýmissa annarra kvilla í búpeningi hér, að ég held. En vera má að binda verði járn á kúna, fara með hana að fjall- inu og teyma verði hana upp og niður bratta brekku. Ef til vill er loftleysi og myrkri fjóssins einu um að kenna.“ „Segirðu nokkuð í fréttum?“ spurði bóndi. „Ekkert, nema á fjörunni ykkar fann ég rekið stórt siglutré. Ég skal biðja bróður minn, hreppstjórann hérna í sveitinni, að dæma það ekki vogrek, virða það innan við þrjátíu krónur. Takist það skuluð þið fletta trénu, fá ykkur timbur úr því á baðstofugólfið og fleira." „Kristur fæddist í asnastalli,“ mælti bóndi. Þegar í hlaðið kom leiddi húsfreyja gestinn með kurteisi í baðstofu. En bóndi lét hestinn inn og gekk vel frá heyinu. Hann gaf síðan kúnni síl- græna tóðuna. Hún tuggði af henni fáein strá í fyrstu. En innan skamms virtist einn bitinn gera annan sætan, hún át vel gjöfina. Batinn var að koma. Eftir nokkra daga hlaut hún að komast aftur í nyt af smáratöð- unni. Það logaði á fjórtán línu hengi- lampa i baðstofunni, innviðir hennar voru ófúnir og héldu úti kulda og súg. Angan lagði af næfrum af fjöru, er húsfreyja brenndi í glóðarkeri og hafði geymt til jólanna. Nógu vist- legt var inni svona á sína vísu. Einsetukonan gladdist af því að eina blómið í hjáleigunni, rósenger- anía, breiddi enn úr grænum blöðun- um - hún kvað þar vera athvarf fyrir blómálfa og sá þá hoppa og skoppa af kátínu eftir grænum blöðunum, enda var hún skyggn. Jólakvöldverður var saltkjötssúpa með gulrófum, - Því næst las bóndi lesturinn. Börn- in hlustuðu með athygli á jólaguð- spjallið; síðan fengu þau að kveikja á kertum sínum og röðuðu þeim á lítið borð lagt basaltgleri úr fiallinu. Bóndi las bréfið frá Vesturheimi. Það var frá bróður hans er komst svo vel áfram. Seint um kvöldið bar húsfrevja enn fram veitingar og fékk hrós bónda og gestsins. Ljós logaði í baðstofu og víðar alla jólanóttina svo sem venja var á Suðurlandi. Ljós mórði einnig á ljós- keri í fjósinu. En inn um baðstofugluggann var sem heyrðist í veikri strengjahljóm- sveit það var kvak smáfuglanna sem enn tíndu barr úr moðinu. - Einar Guðmundsson. Gangandi dúkkur talandi dúkkur Hjá okkur fáið þið vönduðu ítölsku dúkkurnar frá SEBINO í ótrúlegu úrvali. Litlar dúkkur, stórar dúkkur, dúkkur, sem ganga, dúkkur sem gráta og dúkkur sem meira að segja tala islensku! Póstsendum um land allt. Góð aðkeyrsia, næg bílastæði. TOmSTUnDflHUSID Laugavegi 164-Reykjavík - S: 21901

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.