Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1985, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1985, Síða 12
64 DV. LAUGARDAGUR14. DESEMBER1985. Jólaleikiv ogjólaföndur Beðið eftirjólum með helgavblaði D V Það getur verið gaman að bíða eftir jólunum. Sérstaklega ef maður hefur eitthvað skemmti- legt fyrir stafni. Tínið nú til litina ykkar, skæri, lím og pappír og fylgið síðan leiðbeiningunum sem fylgja hér á eftir. Ef ykkur vantar hjálp þá kallið þið bara á pabba, mömmu eða einhvern fullorðinn eða hringið bara til DV. Við erum líka að bíða eftir jólunum. 1. SKRÝTINN JÓLASVEINN Þetta er leikur fyrir tvo eða fleiri. Náið ykkur í pappír og brjótið hann saman eins og sýnt er á myndinni. Svo er að teikna byrjun á jólasveini, brjóta saman og svo teiknar næsti sinn hluta án þess að vita hvað hinn gerði. Þegar upp er staðið eigið þið örugglega skrýtnasta jólasvein í heimi. 2. EGGJABAKKAHAUSAR Klippið skálamar neðan af eggjabökkum og gerið síðan eins og sýnt er á myndinni. Það er enginn vandi að búa til jóla- sveinahúfuna og nefið á köttinn getið þið gert úr leir. 3. JÓLAPOKI Setjið stóran bolla ofan á papp- ír og strikið hring umhverfis hann. Reyndar tvo hringi og skemmtilegast er að hafa þá sinn í hvorum litnum. Brjótið síðan hringina saman og límið eins og sýnt er á myndinni. Hankann má svo búa til úr pappírsræmu. 4. JÓLASVEINAANDLIT Skerið gat á pappír og teiknið síðan jólasvein á. Gatið kemur þar sem höfuð jólasveinsins á að vera. Sá sem kíkir í gegnum gatið verður þá eins og jólasveinn í framan. 5. JÓLAGJAFALEIKUR Einn sest á gólfið með bundið fyrir augun. í höndunum hefur hann upprúllað blað og fyrir framan hann er raðað fulit af jólagjöfum. Hinir eiga svo að reyna að ná jólagjöfunum á meðan sá sem er með bundið fyrir augun slær með blaðinu í allar áttir. Sá. sem verður fyrir höggi sest þá niður með bundið fyrir augun og heldur leiknum áfram. 6. JÓLAFUGL Strikið blað eins og sýnt er á myndinni; 5x6 ferninga. Teiknið síðan fuglinn og klippið rifu í miðjuna. Þar stingið þið pappír í gegn og þá eru komnir vængir. Munið að brjóta pappírinn. Sté- lið er siðan klippt eins og sést og fuglinn hengdur upp á vegg eða í glugga. Hann fer einnig vel ájólatré. 7. HAUSAVEIÐAR Teiknið jólasveinahausa á þykkan pappa og brjótið eins og sýnt er á myndinni. Skrifið svo mismunandi tölur á hausana og svo snýst leikurinn um hver „veiðir“ flesta hausana í 10 köst- um. Ágætt er að nota teygju við „veiðarnar“. 8. GRÍSAKORT Grísakortið er gert eins og sýnt er á myndinni. Munið eftir grísa- halanum vegna þess að honum á að stinga í gegnum rifuna sem klippt er í munninn. Svo er hægt að skrifa jólakveðjur á bakhlið- ina, loka kortinu og senda vinum og félögum. Munið bara að svona kort verður að setja í umslag ef pósturinn á að bera það út.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.