Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1985, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1985, Page 14
66 DV. LAUGARDAGUR14. DESEMBER1985. Líí hlébarðans Fyrir nokkru er komin út í Bret- landi bókin The Leopard’s Tale (Sag- an af hlébarðanum), eftir Jonathan Scott. Nokkru seinna gekkst svo ljósmyndafyrirtækið Kodak fyrir sérstakri sýningu á myndum úr bókinni í breska náttúrugripasafn- inu. Stendur sýningin fram í febrúar. Fram til þessa hefur reynst nær ómögulegt að taka nærmyndir af hlébörðum. Þeir eru með fælnustu dýrum jarðarinnar og eru einkum á ferli um nætur. Fegurð þeirra er mikil eins og kunnugt er meðal annars af því hve margir hafa viljað skarta feldum þeirra, en nú eru við- horf manna að breytast og æ fleiri vilja nú frekar sjá þá í náttúrunni en deyða þá til að geta eignast loð- feld. Jafnframt hafa tekjur þeirra ríkja, þar sem hlébarðarnir lifa og eru vernöaðir, farið vaxandi því að ferðamenn færa þeim meira í aðra hönd en feldirnir. Á Masai Maraverndarsvæðinu í Kenýa Sagan, sem Scott segir, gerist á Masai Maraverndarsvæðinu í Kenýa í Afríku. Það er eina verndarsvæðið þar í landi þar sem ferðamenn mega „aka út af veginum“, til þess að leita að dýrum. Hæpið er þó að Scott hefði nokkru sinni tekist að skrifa bókina og taka þær einstæðu myndir, sem í henni eru, hefði hann ekki notið aðstoðar Jósefs Rotich, viturs og vingjarnlegs leiðsögumanns af Kip- sigisættbálknum, en hann er sagður vita meira um Maraverndarsvæðið en nokkur annar. Herra hlébarði Jósef veit svo mikið um háttu hlé- barða að hann gengur undir nafninu Bwana Chui sem þýðir herra hlé- barði. Hann gerði Scott grein fyrir því í upphafi að hann yrði að sýna mikla þolinmæði, ef honum ætti að takast að ná nærmyndum af hlébörð- um og kynna sér hætti þeirra. Um hríð varð Scott ekki mikið ágengt en svo gerðist það morgun einn í júlí 1978 að þeir hófu leit að hlébarða sem sést hafði á ferð nærri Hlébarðagili með tvo unga þá fyrr um morguninn. Leitin þann dag og næstu daga varð árangurslaus en nokkrum dögum síðar er komið var kvöld sá Scott óvenjulega hreyfingu við tré. Hlébarðaynja með unga sina Nokkrum augnablikum síðar kom hann svo auga á hlébarðaynju og rétt hjá henni var hálfétin bráð. Tveir ungar voru við hana. Allt næsta ár sá Scott dýrin en þau reyndust vera ákaflega fælin og nær ómögulegt virtist vera að segja fyrir umferðir þeirra. Hlébarðar eru ólíkir ljónum að því leyti að þeir eru ekki félagslyndir. Er ungarnir voru orðnir hálfs annars árs gamlir sögðu þeir skilið við móður sína. Annar þeirra var kven- dýr og það var með því sem Scott fylgdist lengi. Hann gaf því nafnið Chui en það þýðir hlébarði á svahili. Dýrunum fjölgar eftir veiðibann Chui var af fyrstu kynslóð þeirra dýra sem komust á legg eftir að lýst var yfir veiðibanni í Kenýa árið 1977 en þá var jafnframt sett bann við sölu afurða af villidýrum. Árin á undan hafði mikið verið drepið af villtum dýrum og þá höfðu veiðiþjó- far haft sig mikið í frammi. Þykir víst að Chui hefði ekki fengið að lifa hefði bannið ekki verið komið til heldur orðið hluti af loðkápu. Eng- inn efast þó um það í dag að Chui og aðrir hlébarðar, sem fengið hafa að lifa vegna bannsins, hafa fært Kenýa meiri tekjur en feldir þeirra hefðu nokkru sinni getað gert því að núna koma um 75.000 ferðamenn til Mara á ári hverju til að skoða hlébarða og önnur villt dýr og taka myndir. Chui eignast unga Átta ár eru nú síðan Scott fluttist til Kenýa endá er bókin afrakstur margra ferða og mikillar skoðunar. Um jólaleytið 1980 fékk hann af því fregnir að hlébarðaynja hefði sést með tvo litla unga við Hlébarðagil. Það var Jósef sem færði honum frétt- irnar. Skömmu síðar kom í ljós að það var Chui sem var þar á ferð með afkvæmi sín. Hálfu ári síðar fórst annar þeirra, en hinn sást síðast í fylgd með Chui 1982. 1983, ár hlébarðanna 1983 varð ár hlébarðanna fyrir Scott. Þá barst honum sú fregn til Englands, þar sem hann lá veikur, eftir að hafa orðið fyrir brjósklosi, að tvær hlébarðaynjur hefðu fætt unga hennar, sem voru þá orðnir átta mánaða, við Bufflakletta skammt frá Hlébarðagili. Hin, sem hann fann svo skömmu síðar, reynd- Hér sjáum við ungana tvo æfa sig í að klifra í tré. Chui fór oft burt á nóttunni til að veiða. Hér sjáum við ungana bíða eftir móður sinni, er hún kemur til þeirra að morgni dags.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.