Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1985, Blaðsíða 18
DV. LAUGARDAGUR14. DESEMBER1985.
' 70
Að telja krærnar í Köben virðist
óvinnandi verk. Ég hef heyrt um
nokkra Islendinga sem tóku sér fyrir
hendur að reyna. Þeir ætluðu að fara
á hvérja einustu krá í miðbænum og
gá hvar bjórinn væri bestur, Könn-
unarleiðangurinn hófst í St. Péturs-
stræti sem er varla lengra en Hafnar-
stræti í Rcykjavík. Þegar þeir félag-
arnir höfðu farið það á enda og feng-
ið sér einn á hverjum stað voru þeir
uppgefnir ot'ðnir og gáfust upp við
fyrirtækið.
Síðan eru mörg.ár og ekki vitað til
að krám haf; fækkað, frekar fjölgað,
í millitíðinni.
Auðvitað drekka margir sér til
skaða. Alkóhólistar eru fleiri í Dan-
mörku en nokkru öðru Norðurland-
anna. Fáir Danir vilja ennþá viður-
kenna að of mikil áfengisneysla sé
sjúkdómur, að sumt fólk sé þannig
samansett að fyrir það sé eitt glas
af áfengi of mikið, heilt úthaf ekki
nóg.
B Og þó. Einn öldurhúsarúnturinn í
miðbænum er kallaður Dauðarútan.
Það var blaðamaður á Politiken sem
fann upp þetta nafn fyrir fáum árum
og þegar spurt er hvað það þýði er
svarið: „Þeir sem fara hann of oft
enda með því að drekka sig í hel.“
Hér er ekki stressið
Ferðalagið eftir Dauðarútunni
stendur langt fram á nótt svo að
hyggilegt er að fá sér góða máltíð á
einhverjum matstað í grenndinni
áður en lagt er í hann. Svo er farið
á fyrstu krána og er það venjulega
Café Rex í Pílustræti, líka kallað
Hos fru Lind. Þeir hörðustu líta
kannske inn á Bobi-Bar í Klarebod-
erneá undan.
Þessir staðir eiga það sameiginlegt
að þeir eru litlir og notalegir. Erfitt
að spá í aldur þeirra því tískubylgjur
hafa ekki breytt innréttingunum.
Hér eru menn ekki stressaðir. Eins
og tíminn sé ekki til og sannist gamla
Café Victor; þar situr unga, ríka
ogfallegafólkið.
Myndir: Nanna Búchert.
Á Skarfinum hafa menn lengi
rætt saman á færeysku og ís-
lensku.
orðtakið: „Það eru ekki nema skó-
smiðir og skraddarar sem líta á
klukkuna.“ Líklega eru þessir staðir
aðallega ætlaðir þeim sem vilja taka
það j iega smástund milli vinnudags
og fj öiskyldumá 1 tíðar. Ég held að
Tove L'itlevsen kalli það einhvers
staðar öndundarop í hafísbreiðunni
af daglegum skyldum.
Þeir sætu og smörtu
Að biðja um kaffi á ekta danskri
krá er aíveg út í hött. Þjónninn rekur
upp stór augu og kemur síðan með
-^taðið hitakönnugutl. En staðirnir,
sem við förum á næst, Dan Turell
og/eða Café Victor, eru í nýja
franska tískustílnum og þar er boðið
upp á kaffi, bæði eins og við erum
vönust og svo alls konar tilbrigði
með heitri mjólk og guð veit hverju.
Oft fylgir staup af sterku. Menn fá
sér franskt koníak eða ítalska
gröppu, jafnvel grískt metaxa.
Á stöðum eins og Dan Turell og
Victor þykir Álaborgarákavíti hálf-
gerð sveitadurgaslefa, og mér er sem
ég sæi gestina þurfa að drekka íslen-
skan svartadauða. Þeir mundu æla
samstundis. Allt á að vera frá Suður-
Evrópu, líka innréttingin. Löng bar-
borð og mikið af krómi og speglum.
Victor er fínni en Dan Turell og
þangað koma menn ekki til að
gleyma heldur til að gleymast ekki.
Þeir sætu og smörtu, sem eiga aura,
koma til að láta horfa á sig, lista-
menn til að minna á tilveru sína og
þeir gáfuðú til að láta hlusta á sig.
Hér er ekki grenjandi diskó eða
djúkbox til að drekkja samræðunum.
Hér þarf ekki að hjálpa fólki til
breiða yfir að það veit ekkert hvað
það á að segja.
Menningunni er ekki gleymt og
stundum fengin skáld til að lesa úr
verkum sínum síðdegis á sunnudög-
um. Og hægt að kaupa sniðug smá-
kver með þjóðsögum frá ýmsum
löndum, þar á meðal íslandi, og
senda vinum sínum sem póstkort og
auglýsingu fyrir glaða stund á Vic-
tor.
Æðisgengnir tilburðir hefjast
Það er komið fram yfir miðnætti
og skikkanlegir staðir fara að loka.
En þeir sem eru að göltrast á Dauð-
arútunni eru nú komnir í góðan ham.
Næst liggur.leiðin á Andy’s Bar við
Gothersgötu eða Brönnum við
Kóngsins nýjatorg þar sem opið er
til klukkan fimm að morgni.
Andy’s bar er reyndar að detta úr
tísku. Menn líta þar við af tryggð,
til að rifja upp gömul glappaskot,
áður en þeir fremja ný. Fyrir utan
Brönnum eru stundum biðraðir um
þetta leyti sólarhrings, en þær eru
afar fáséðar hér í borg.
Nú líður væntanlega að því að
menn fari að verða ölóðir. „Villtur
tími“ (Vild tid) heitir skáldsaga sem
var að koma út. Höfundurinn, Krist-
en Björnkjær, hefur verið nokkuð
tíður gestur á Dauðarútunni. Hann
sendi frá sér Ijóðasafnið „Kæreste-
sorg“ fyrir nokkrum árum og seldist