Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1985, Qupperneq 23
DV. LAUGARDAGUR14. DESEMBER1985.
75
Bílar
Bílar
Bílar
Bílar
Bíll ársins 1986 Ford Scorpio. Séð að framan koma línurnar frá Ford Sierra vél í ljós. Gluggaflötur er
mikill og útsýni gott. Fyrirrennarinn Granada var frekar stór og klunnalegur, en sporðdrekinn er mjög
straumlínulagaður.
Bill ár sins 1986
Lancia Y-10 og Mercedes Benz 200E komust næst hinu nýja flaggskipi frá Ford
í bílaheiminum er ávallt beðið með nokkurri eftirvæntingu eftir því
hvaða bíll fær útnefningu sem bíll ársins i Evrópu. Fyrir nokkrum
dögum komu úrslit i vali þessa árs. 56 blaðamenn, sem skrifa um bíla
í hinum ýmsu löndum Evrópu, felldu þann dóm að í efsta sæti kom
Ford Scorpio með alls 337 stig. Næst komu Lancia Y-10 með 291 stig
og í þriðja sæti kom síðan Mercedes Benz 200E með 273 stig.
Lancia Y-10, litli frændi Fiat Uno lenti í öðru sæti á undan nýja Benzan-
um.
Ford Scorpio er líkt og Renault 25 s'ambland af fólksbíl og stationbíl. Stór afturhlerinn sanieinar þessa
kosti vel í fimm dyra útgáfunni, nokkuð sem er velþekkt i minni bílum.
tillit til straumlínulagsins á Sierra
við hönnun þessa bíls.
Bremsulæsivörn staðalbúnað-
ur
Það sem helst er talið hafa verið
sporðdrekanum til framdráttar er að
þetta er fyrsti bíllinn sem búinn er
svonefndri bremsulæsivörn (ABS-
Anti-Blocade-System) sem staðal-
búnaði, sem er bylting út af fyrir sig.
ABS er búnaður sem tryggir að
hjól bílsins læsast ekki þótt harka-
lega sé stigið á hemlana. Það þýðir
að bílar skríða ekki til við slíkar
aðstæður og það er hægt að gera hið
ómögulega - nefnilega hemla og
stýra samtímis.
Að sjálfsögðu hafa aðrir eiginleik-
ar, svo sem aksturseiginleikar og
þægindi, verið þungir á metunum.
Einnig efstur í Danmörku
ogNoregi
Jafnframt W - '-~.u+ birt
í vali á bíl ársins í Evrópu var til-
kynnt um hverjir hefðu orðið efstir
í öðrum löndum. í Noregi varð sporð-
drekinn einnig í efsta sæti og í
Danmörku sömuleiðis. Þar fékk
Scorpio 133 stig af 200 mögulegum.
í öðru sæti kom hin nýja Mazda 323
með 108 stig og þónokkru neðar kom
MG Montego í þriðja sæti með 55
stig, rétt á undan Toyota Starlet 1300
sem fékk 54 gtig. Þar á eftir komu
þessir: Súperfimman frá Renault (45),
Alfa 75 (44), Subaru Leone 1,8 (19),
Toyota MR-2 (17), Seat Ibiza (13),
Saab 9000 (5), Seat Malaga (3) og
Mercedes Benz W124 (0).
Slæm útkoma Saab og Benz hjá
frændum okkar Dönum er talin
liggja í að ekki höfðu allir þeirra 20
blaðamanna sem þátt tóku í valinu
reynsluekið þessum bílum og þeir
mættu heldur ekki til leiks hjá Köre-
teknisk Institut þegar lokavalið fór
fram.
í Danmörku vnm ^afhont
heiðursverðlaun. Audi 100/200 fékk
sérstaka viðurkenningu fyrir heilg-
alvaniseringu á yfirbyggingu venju-
legs bíls, nokkuð sem tryggir enn
frekari vörn gegn ryði. Annað sæti
í heiðurslaunaflokki fékk Fiat/ Lan-
cia fyrir FIRE 1000 vélina sem knýr
m.a. Lancia Y-10 og Fiat Uno 45. Þar
var bent á velheppnaða tæknihönn-
un og gæði sem meðal annars byggð-
ist á notkun vélmenna sem aftur
leiddi til lægra verðs.
í annað sinn
Þetta er í annað sinn sem Ford fær
í sinn hlut bíl ársins í Evrópu. Það
var árið 1981 sem Ford Escört var
valinn bíll ársins.
Síðustu fimm ár hefur titillinn fall-
ið í skaut eftirtalinna: 1981: Ford
Escort. 1982: Renault 9. 1983: Audi
100. 1984: Fiat Uno. 1985: Opel Kad- ►
ett.
TR
Val á bíl ársins hefur undan-
farin ár verið nokkuð umdeilt og
sitt sýnst hverjum um það hvern-
ig til hefur tekist. Ekki skal lagð-
ur á það dómur hér en eins og oft
hefur verið bent á þá ráða mjög
mismunandi sjónarmið því hvaða
bílar hljóta náð fyrir aúgum við-
Jfomandi blaðamanna.
1 ár til dæmis má nefna að það
voru stig ítölsku blaðamannanna
sem lyftu Lancia Y-10 upp i annað
sætið. Hvort hér var fyrst og
fremst þjóðernissjónarmið sem
réð ferðinni skal ekki getum leitt
að hér en benda má á að mjög
mismunandi mat er lagt á bíla í
Suður-Evrópu annars vegar og í
norður- og miðhluta álfunnar
hins vegar. í Mið- og Norður-
Evrópu vilja menn fremur bíla
með gott innanrými og að breidd
og lengd sé hæfileg ásamt góðum
búnaði. Þeir í suðrinu vilja frekar
bíla sem komast hratt áfram og
smjúga vel i umferðinni, nokkuð
sem allir þeir sem ekið hafa t.d.
á Ítalíu vita mætavel.
Stax spáð velgengni
Þegar Ford Scorpio kom fyrst á
markað var bílnum spáð velgengni.
Margir blaðamannanna, sem þá fjöl-
luðu um bílinn, notuðu stóru lýsing-
arorðin og áttu vart orð til að lýsa
þessum arftaka Ford Granada. Það
er annars fátt líkt með þessum tveim-
ur bílum. Arfur Scorpio er m.a. vél-
arnar, auk afturhjóladrifsins, nú
þegar flestir bílar eru annars með
framhjóladrifi. 1 útliti erbíllinn alveg
nýr þótt greinilega hafi verið tekið