Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1985, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1985, Page 27
DV. LAUGARDAGUR14. DESEMBER1985. 79 Paul Newman lentur í áflogum í Somebody Up There Likes Me. b'ls,ySifh er 1903’ "Znn Qer°' ekK'en. septe'llD ' sem Lnn gerð ® k,aft, r Francois Truffaut sagði eitt sinn um James Dean „að að- dráttarafl hans hefði verið slíkt að honum hefði haldist uppi að fremja föður- og móðurmorð á tjaldinu á hverju kvöldi og snob- barar jafnt sem allur þorri, áhorfenda hefði lagt blessun sína yfir framferðið". Truffaut var ekki einn um að heillast af þessum mjóslegna pilti. Gerðir hafa verið tugir eftirlíkinga af kvikmyndunum sem Dean lék í og leikarar hafa reynt að stæla þessa kæruleysislegu fram- komu sem þó var full af kvöl. Áhrif Jamés Dean urðu ekki aðeins til þess að búnar yrðu til ómerkilegar endurgerðir af mynd- um hans heldur hafa margir stór- merkir kvikmyndagerðarmenn þegið ýmislegt frá Dean og gert úr því góða hluti. Kvennagullið mjóa Þó Dean væri ef til vill ekki mikill fyrir mann að sjá var hann eitthvert mesta kvennagull allra tíma. Fjölmargar konur voru ást- fangnar af honum vegna þess að þær þekktu hann vel og enn fleiri af því að þær þekktu hann aðeins af tjaldinu og vissu að þessi ást var vonlaus, alveg jafnófullnægð og þrár hetjunnar sjálfrar, James Dean, í kvikmyndunum. Ef til vill v.pVío°dog ^ata '5a,nxxmhoutaCo- atvs. Warren Beatty. Dean hefði líka alveg eins getað verið á leið í for- setastólinn. Nokkrum árum eftir að Dean dó, nánar tiltekið 1961, var gerð kvikmynd með heitinu Splendor in the Grass með fyrr- um mótleikara Dean, Natalie Wood, í öðru aðalhlutverkinu en Warren Beatty i hinu. Ungmennin búa við innra óöryggi og heimska foreldra og Wood og Beatty eru bæði frábær i hlutverkum sínum. Undir það síðasta í Hollywood var Dean réyndar orðinn hundóánægð- ur og talaði um að fá að leikstýrá og hver veit nema svo hefði farið hefði honum enst aldur eins og Mickey Rourke leikur pilt. sem vill lifa hratt og deyja ungur í Rumble Fish. keppinaút. Dean var aldrei sýndur í hlutverki grófs ofbeldisseggs, hann var einn þeirra amerísku leikara sem hafa átt þátt í að gera morð að heiilandi og dramatískum viðburði í augum kvikmyndahús- gesta. Margir telja að í bandarískum kvikmyndum sé erfitt að finna töff týpu sem ekki hefur þegið eitthvað frá James Dean. -lack Nicholson og Warren Béatty eru taldir skóla- bókardæmi um ieikara sem hafa tekið goðið sér til fyrirmyndar. Paul Newman var hins vegar sá leikari sem var beinlínis ætlað að taka við af Dean. Þegar bílslysið batt enda á ævi Deans var búið að undirrita samninga um að hann léki í kvikmyndinni Somebody Up There I.ikes Me. Aðalhetjan í myndinni er hnefaleikakappi í millivigt og segja éérfræðingar að í rauninni hafi farið tnun betur á því að Newman fengi hlutverkið því Dean hafði engan veginn burð- ina sem til þurfti. Ilann heföi þurft að fita sig meira en Robert De Niro fyrir Raging Bull. Missnjallir arftakar Newman stóð sig méð ágætum en sama verður ekki sagt um Elvis Presley sem var mikili aðdáandi Dean og hafði lært sitthvað af honum. Elvis vildi ólmur gerast leikari og hafði í huga að fara með áðalhlutverkið í kvikmyrid úra ævi James Dean. Það er s.amt heldur ólíklegt að slíkt framtak hefði vakið verulega aðdáun meðai fylg- ismanna hins fallna goðs ef marka má t.d. kvikmyndina Wild in the Country en í henni leikur Elvis dæmigerða James Dean týpu. Robert De Niro sem leigubílstjór- inn í Taxi Driver. Warren Beatty faðmar Natalie Wood í Splendor in the Grass. Sjarmi og meðaumkun Dean horfði biðjandi augum á áhorfendur sem samstundis fengu sting í hjartað. Einn af arftökum hans gaf sér aldrei tíma til að biðja um samúð heldur barðist áfram einangraður, slitinn úr tengslum við áhorfandann og var þar með talinn að minnsta kosti hálfbrjál- aður. Leigubílstjórinn Travis Bickle, í meðförum Roberts De Niro í Taxi Driver, er hetja og uppreisnarseggur en hann hefur ekki sjarmann né fær meðaumkun- ina sem Dean átti svo auðvelt með að kalla fram. Víða má fmna anda James Dean svífa yfir vötnunum og gildir hér enn sem fyrr að menn fmna ef þeir leita. í The American Friend eftir Wim Wenders er hlutverk Dennis Hopper mjög á sömu nótum og ætla mætti að Dean hefði fylgt. í Hrollvekjunni The Shining er Jack Nicholson rithöfundur sem ekki nær settu marki og þar með fer allt úr böndunum, líkt og hjá ófullnægðum persónum James Dean. Utangarðsmenn Nicholsons í One Flew Over The Cuckoo’s Nest og Easy Rider tala til áhorf- andans í sama dúr, hlutföllin í þeim eru kolröng fyrir þjóðfélagið sem þeir fæddust inn í. Nýjasta dæmið um'endurfæðingu James Dean er ef til vill Rumble Fish sem einmitt gerist á sjötta áratugnum. Mótor- hjólatöffarinn í meðförum Mickey Rourke er greinilega yfirvegaðri en Dean, en örugglega náskyldur í andanum. Rumbel Fish er yngst þeirra mynda sem hér hafa verið nefndar og örugglega mætti taka enn nýrri dæmi því James Dean lifir. - Samantekt SKJ. voru kyntöfrar leikarans ekki síst fólgnir í þegjandalegu vonleysi og konur heilluðust áf þessum við- kvæma og um leið hárða pilti. Hópur bandariskra leikkvenna hefur á sér yfirhragö sem ef til vill er andsvar við hátterni James Dean, þær eru harðar í horn að taka en eins og opin kvika undir niðri. Það ætti að duga að nefna Natalie Wood, sem var mótleikari Dean í Rebel Without a Cause, Tuesday Weld og nú síöast Debra Winger og Rosanna Arqueté;.; „Skálum fyrir James Dean. lengi lifi sá dauði,“ hrópar Karen BJack í hlutverki Joanne í Come Back to the 5 & Dime, Jimmy Dean, Jimmy Dean. Og auöviraö lifir James Dean góðu lífi rúmumþrjá- tíu árum eftir að hann fórst a hrað- brautinni til Salinas í Kalifprníu. Filmur og ekki síst arftakar hatts á hvíta tjaldinu sjá til þess. Morðið fegrað James Dean var ögn fyrr á ferð- inni en rokktónlistin og varð þar með fyrsta tákn þess að unglingar gætu notið athygli og sjálfsta öis Dean, unglingurinn, var þunga- miðjan í kvikmyndunum sem hanri lék í. í East of Eden birtist hann í öllu sínu veldi, mótþróafullur og órótt innanbrjósts og lét sig ekki muna um og varð ekki mikið fyrir að hrekja á braut bróður sinn og

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.