Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1985, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1985, Síða 4
4 DV. LAUGARDAGUR 28. DESEMBER198E Sigtúnshópurinn: „Vitum ekki enn hvað á að gera” — segir Bjöm Ólaf sson „Okkurerenr hulið hvaðverður raunverulega gert.. Við vitum líka að fólk bíður eftir því að fá að vita hvað á að gera. Það hefur verið talað um að það eigi að skuldbreyta lánum og lengja lán. Þetta eru atriði sem við höfum lagt áherslu á. Við vitum til dæmis ekki hvort það eigi að samræma greiðslubyrði og greiðslu- getu þeirra sem eru í vanda. Við höfum lagt áherslu á að öllum skammtímalánum verði safnað sam- an í einn banka og greiðslubyrði samræmd að greiðslugetu hvers og eins. Ef það verður ekki gert safnast alltaf að nýju upp vanskilaskuldir. Ég vona að þær 200 milljónir sem eiga að fara í ’endurkaup á lánum af bönkunum geri eitthvert gagn. Hins vegar söknum við enn þeirra 700 milljóna sem á að afla á næsta ári með sérstakri fjáröflun, sagði Björn Ólafsson, einn af forsvars- mönnum Sigtúnshópsins svokallaða, í viðtali við DV. Um breytingar sem gerðar hafa verið á skattafrádætti vaxta á skammtímalánum sagði Björn að þær myndu ekki velta stóru hlassi. „Okkar hugmyndir hafa verið mun rótttækari. Við viljum að skattafrá- dráttur verði mun meiri hjá þeim sem eru að festa sér húsnæði og að vextir verði niðurgreiddir. Það sem verður að gera er að leið- rétta það misgengi sem hefur orðið milli lánskjara og launa. Annað hvort verður að lækka vextina eða hækkalaunin,“sagðiBjörn. - APH Stúdentar og af mæli „Það útskrifuðust fimmtíu og átta stúdentar hjá okkur að þessu sinni,“ sagði Kristín Arnalds, konrektor Fjölbrautaskólans í Breiðholti, í samtali viðDV. Af þessum 58 nýstúdentum voru 8 úr öldungadeildinni. Auk stúden- tanna útskrifaðist stór hópur nem- enda með verslunarpróf og nokkrir luku sveinsprófi á tréiðna- og raf- iðnabrautum, svo og sjúkraliða- braut. Af nýstúdentum í öldungadeild hlaut Hrefna Einarsdóttir hæstu einkunn en Hörður Andrésson og Albert Imsland hæstu einkunnir stúdenta í dagskólanum. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti hef- ur starfað í tíu ár. Skólameistari skólans er Guðmundur Sveinsson. Á tíu ára afmæli Fjölbrautaskólans í Breiðholti útskrifuðust 58 nýstúdentar við hátíðlega athöfn í Bústaðakirkju 2o. des. sl. Þú hringir — við birtum og auglýsingin verður færð á kortið. Nú er hægt að hringja inn smáauglýsingar og ganga frá öllu í sama símtali. Hámark kortaúttektar í sima er kr. 2.050,- Hafið tilbúið: Nafn — heimilisfang — síma — nafnnúmer — kortnúmer og gildistíma og að sjálfsögðu texta auglýsingarinnar. Snjótittlingar. Fuglatalningar- dagurá morgun Á morgun, sunnudaginn 29. des- ember 1985, verður haldinn síðasti náttúrufræðidagur ársins, sá 8. á þessu ári. Ahugahópur um bygg- ingu náttúrufræðisafns hefur staðið að þessum kynningardögum þar sem teknir eru fyrir ýmsir þættir úr ríki náttúrunnar, svo og dæmi um starfsemi væntanlegs safns. Til dæmis má telja sýningar, fræðsluferðir og, eins og nú, sam- starf áhugamanna og vísinda- manna við rannsóknir. Tilgangur- inn með náttúrufræðidögunum er að veja athygli ráðamanna og almennings á nauðsyn þess að byggt verði alhliða, nútímalegt náttúrufræðisafns þar sem aðstaða er til sýninga á ýmsu því sem við kemur náttúrunni, svo og til ýmissa rannsókna. Að þessu sinni ber náttúru- fræðidaginn upp á sama dag og fuglaáhugamenn halda árlegan talningardag. Fuglatalningardag- ar eru haldnir ár hvert, oftast milli jóla og nýárs. Hefur svo verið síð- astliðin 33 ár, eða frá árinu 1952. Þetta er eini dagurinn sem segja má að sé almennt útkall meðal fuglaskoðara á öllu landinu í einu. Alls taka 5CM30 áhugamenn þátt í þessum talningum. Hvers vegna fuglatalningar? Tilgangur þess að telja fugla að vetrarlagi er einkum þríþættur: 1) Að kanna hvaða fuglategundir lifa í landinu um hávetur. 2) Að kanna hversu algengar hinar ýmsu tegundir eru. 3) Að fylgjast með ástandi fugla- stofna, hvort fuglum fækki, fjölgi eða hvort stofnar standi í stað. Fuglatalningar af þessu tagi gefa þverskurð af því fuglalífi sem hér er á þessum árstíma. Sá misskihr- ingur hefur komið upp meðal þeirra sem þekkja ekki nægilega til að taldir séu allir fuglar í landinu. Slíkt er vitaskuld ógjörn- ingur, enda athugendur sárafáir, landið stórt og hver talningarmað- ur kemst aðeins yfir takmarkað svæði. telja hinn valda dag, en birtu- tíminn er ekki nema 5-6 klukku- stundir á þessum árstíma. Talning hefst f dagrenningu og talið óslitið fram í myrkur. Veður ræður að sjálfsögðu miklu um hvernig til tekst og oft er kalsasamt við þessa iðju. Stundum verður að telja á öðrum degi en þeim sem hafði verið ákveðinn vegna veðurs. Á þessum tíma komast menn yfir um 3-8 kma svæði. Hvað á að gera á fnáttúrufræðidaginn? Á náttúrufræðidaginn 29. des- ember er öllum sem vilja boðin þátttaka í fuglatalningu. í stað þess að leita langt yfir skammt skulu þátttakendur taka upp kíkinn og skoða fuglana í næsta nágrenni sínu. Þátttakendur skulu hafa eft- irfarandi hluti við höndina: kíki, fuglabók (besta bókin sem til er á íslensku til að greina fugla er Fuglar fslands og Evrópu, öðru nafni Fuglabók AB), vasabók (eða blað)ogblýant. Þátttakendur skoða ákveðið áfmarkað svæði í nágrenni síns heima, t.d. garðinn við húsið, næsta nágrenni sveitabýlis, ströndina neðan við húsið. Á þessu svæði er leitað að öllum fuglum og reynt að finna hvað þeir heita. Rita skal í bókina allar fuglategundir sem sjást og hve margir eru af hverri tegund. Ef fuglahópur er svo stór að ekki er hægt að telja fuglana má giska á hve margir þeir eru. í stað þess að telja allan tímann meðan birta endist (eins og margir fuglaskoðarar gera) skal aðeins talið tvisvar sinnum meðan bjart er, kl. 12 ogkl. 15. Þeir sem taka þátt í talningunni skulu rita athuganir sínar skipu- lega á blað á þennan hátt: FUGLA- TALNING 29.12.1985 og síðan 1) Lýsa svæðinu sem var athugað, hvar það sé og hve stórt. 2) Gera lista yfir allar fuglateg- undir sem sjást og hve margir fuglar (ef þeir eru taldir). 3) Rita nafn sitt og heimilisfang. Blaðið er síðan sent til Náttúru- Hvernig fara talningar fram? fræðistofnunar íslands, póst- Talningar fara þannig fram: Val- hólf 5320,125 Reykjavík. Þeirsem inn er hentugur dagur en talið er senda inn athuganir sínar munu fá sama daginn um land allt. Tekið sent yfirlit yfir fuglatalninguna er mið af því hvenær flestir at- þegar allar skýrslur hafa borist og hugendur eiga frí frá sínum dag- búið er að taka upplýsingarnar legu störfum. Talningarsvæðin eru saman. ákveðin fyrirfram. Birtan tak- Áhugahópur um byggingu markar hversu lengi er hægt að náttúrufræðisafns.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.