Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1985, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1985, Side 5
DV. LAUGARDAGUR 28. ÐESEMBER1985. 5 Menning Menning Menning Menning Hvítt og svart? Sjónvarpiö sýnir: Bleikar slaufur. Höfundur: Sfeinunn Sigurðardóftir. Leikstjóri: Sigurður Pálsson. Tónlist: Hjálmar H. Ragnarsson. Mynd: Einar Páll Einarsson, Gylfi Vilberg Árnason, Friörik Friðriksson. Helstu leikendur: Edda Björgvinsdóttir, Eggert Þorleifsson, Guðlaug Maria Bjarnadóttir, Harald G. Haraldsson. Stjórn upptöku: Elín Þóra Friðtinnsdóttir. Sjónvarpið frumsýndi á annan jóladag nýtt íslenskt leikrit eftir Steinunni Sigurðardóttur. Við þekkjum stíl Steinunnar úr sögum hennar en hér eru pensilför- in enn skýrari, myndin dregin upp í ennþá ákveðnari litum, líkt og sjónvarpsúrvinnslan magni and- stæður og áherslur. Steinunn sýnir okkur hér mynd úr íslenskum samtíma, fjöl- skyldudrama, sem á ytra borði sýnist svart-hvítt, virðist annars vegar sýna okkur algóða einstakl- inga en hins vegar ólánsfólk sem allt gengur á afturfótunum fyrir uns yfir lýkur á hinn hörmulegasta hátt. En þegar betur er að gáð blasa við skírskotanir og maf gt býr undir einfaldri sögu. í leikritinu segir frá tvennum hjónum og fjölskyldum þeirra. Hjá þeim Helga og Margréti gengur allt í hag. Þau hlaða niður börnum þrátt fyrir þröngan efnahag og auðvitað kemur stóri vinningurinn eins og af himnum sendur þeim til hjálpar þegar ljóst er að næsta viðbót við fjölskylduna verður tvöfaldur skammtur. „Við erum alltaf svo heppin,“ segir Margrét. En öðru máli gegnir hjá nágrönn- unum. Þar gengur allt á afturfót- urtum og þau Erla og Guðmundur virðast í engu kunna fótum sínum forráð. Þegar við bætist heilsuleysi er ekki von að vel fari. Björtu hjónin verða tákn hins góða í mönnunum. „Leyfðu börn- unum að koma til mín,“ segir Margrét við Erlu og orðalag Bibl- íunnar fellur áreynslulaust inn í samtal þeirra. Mikið er lagt upp úr að sýna trú þeirra hjóna sem ekki er aðeins í orði heldur miklu fremuríverki. Leiklist AUÐUR EYDAL Höfundur stendur álengdar, oft eins og með bros út í annað, og reynir hvorki að vekja samúð með ólánsfólkinu né aðdáun á góðvild hinna. En ýkt myndin verður oft til þess að yfirmáta gæska góðu hjónanna vekur bros og hallæris- gangur þeirra misheppnuðu sömu- leiðis. Allt snýst í höndum ólánsfólks- ins. Peningagjöf nágranna þeirra verður þeim til ógæfu og tortíming- ar. Guðmundur getur ekki einu sinni drepið konu'sína skammlaust og hjálpfýsi og góðvild mætir hann með illyrðum og fólsku. Eggert Þorleifsson og Guðlaug María Bjarnadóttir leika þau Helga og Margi-éti snilldarlega, svo sem vera ber um svo guð- hræddar og góðar manneskjur sem aldrei hækka róm og skipta ekki skapi hvað sem á dynur. Harald G. Haralds leikur Guðmund hinn bakveika. Svartskeggjaður og svip- þungur hefur hann hefðbundið útlit hins illa. Edda Björgvinsdóttir leikur Erlu, konu hans, og nær þar góðum tökum. Kannski er Erla í útfærslu sjónvarpsins þrátt fyrir allt manneskjulegust þeirra fjög- urra með öllum sínum göllum og vanköntum sem ekki eru fáir. Eins og fyrr segir magnar sjón- varpsútfærslan myndina og yfir þann hluta sem snýr að „góðu" hjónunum er hdllt svo dísætri syk- urbráð að fullkomleiki þeirra vek- ur stundum bros, til dæmis þegar Margrét fyrirgefur manni sínum smáhliðarspor með Erlu. „Helgi minn, þetta var alls ekki þér að kenna. Ég segi nú bara: Aumingja þú að lenda í þessu.“ Aðeins tvisvar sinnum bregður fyrir blæbrigðum á annars einlitum persónum. Annars vegar skiptir hinn annars dagfarsprúði Helgi skapi þegar systir hans stingur upp á því að þau gefi börnin. Hins vegar bregður fyrir mannlegum tilfinn- ingum hjá Guðmundi þegar hann brotnar saman og grætur eftir að hafa hrækt framan í Helga á sjúkrahúsinu. „Það er ekki einu sinni friður í helvíti fyrir góðverk- umþínum." Tæknivinna, myndataka, lýsing, hljóðupptaka og klippingar voru ágætar, án galla, en líka án stórtíð- inda. Tónlist Hjálmars H. Ragnarsson- ar féll vel að efninu. Einsöngur og kórsöngur undirstrikuðu efnið einkum lagið Guð vill að ég sé honum sólskinsbarn sem var notað til áherslu á tveimur stöðum og undirstrikaði söguna. Ekki veit ég hvort öllum hefur þótt við hæfi að sýna þetta leikrit á jólum en víst er að mannlífið verður aldrei til öðruvísi en í öllum litbrigðum þó að sjaldan sé svo afdráttarlaust málað í svörtu og hvítu sem hér var gert í Bleikum slaufum. AE Bandalag háskólamanna: Reisirþjónustu- íbúðir fyrir aldraða félaga Akveðið hefur verið að hefjast handa um byggingu 60 þjónustu- íbúða fyrir aldraða félagsmenn innan BHM. Þær verða byggðar á vegum Byggingasamvinnufélags BHM og öldungaráðs samtakanna. Þetta ásamt mörgu öðru kom fram á aðal- fundi BHM sem haldinn var 22. nóv. sl. Félagsmenn í Bandalági háskóla- manna eru 5700 talsins í 27 aðildarfé- lögum. Á þingi bandalagsins á síð- asta ári gengu sex ný f'élög í BHM. Eitt félag, Verkfræðingafélag ís- lands, hefur sagt sig úr bandalaginu á þessu ári. Nýmæli.í starfinu er leiga á íbúð fyrir félagsmenn í miðborg Kaup- mannahafnar. 1 athugun er nú að leigja íbúðir i fleiri erlendum borgum. Fyrir at- beina orlofsnefndar hafa félagsmenn átt kost á orlofsferðum með veruleg- um afslætti. Þá má geta þess að ríkisstarfsmenn innan bandalagsins eiga 16 orlofshús að. Brekku í Biskupstungum. .4 þessu ári var bvggð þar reisuleg þjónustumiðstöð með aðstöðu til ráðstefnuhalds. Blaðaútgáfa er mikilvægur þáttux- í starfsemi BHM en blað félags- manna kom út fimm sinnum á árinu. Fleira af starfserm b„núalagsins var tíundað á aðalfundinum. m.a. greint frá ráðstefnuhaldi. lögfræði- þjónustu. könnun á atvinnumálum félagsmanna og kjaramálum. Formaður BHM er Gunnar G. Schram alþingismaður og varafor- maður Ragnheiður Torfadóttir menntaskólakennari.EP ÞG Lærið ensku í Englandi Fjölbreytt áætlun kemur út í dag um enskunám í Englandi, verslunarskóla og námskeið í sérhæfðri ensku. Ársskólar, en einnig sumarnámskeið. Ensku- nám fyrir fólk á öllum aldri - frá 8 ára aldri og upp úr. Skólarnir eru flestir í Bournemouth á suðurströnd Englands, en einnig í London.'Kennslutímar á viku frá 20-40 tímar. Gisting á einkaheimilum, sérherbergi með baði, wc. Fæði innifalið. Kynnið ykkur skólana, fáið bæklinga og skoðið videospólur. Enska er hagnýtt, alþjóðlegt tungumál, sem notað er í flestum viðskiptum manna í milli. Við höfum nú 1 2 ára reynslu í að senda nemendur í slika skóla með góðum árangri. Intensive English Courses Kynningardagur á Hótel Esju, 2. hæð, laugardaginn 4. jan. Þangað er boðið öllum sem vilja kynnast námi i English International skólanum i Bournemouth. Dagurinn hefst með kennslustundum fyrir hádegi kl. 09.00 og aftur eftir hádegi kl. 14.00. Skólastjórinn, yfirkennarinn og einn af aðalkennurum skólans mæta og annast sýnikennslu. Tilkynna þarf þátttöku og afhendum við próf (test) til þátttakenda sem þeir eiga að svara. Afhenda þarf svör i síðasta lagi kvöldið 3. jan. til skrifstofunnareða í gestamóttökuna Hótel Esju. Um kvöldið er öllurn nemendum, ungum sem gömlum. ásamt gestum þeirra sem verið hafa í enskuskólunum okkar, boðið á diskó sem einn af nemendum skólans stjórnar. Nýir nemendur velkomnir. Hittumst öll á Hótel Esju kl. 20.00. Heilsum nýja árinu. Allar nánari upplýsingar veittar í skrifstofu okkar. | English International RWOOD College of Further Education Business, Management, Secretarial Courses Feröaskntstola KJARTANS WEF æBBb helgasonar Gnoóavog 44 - 104 Reykjavik - Simi9l-68 62 55 I Símnefni: Istravei - Telex: 2265 Istrav-ls Courses in Bournemouth, England /TW fW( ISH !N t'NGL AND

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.