Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1985, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1985, Side 9
DV. LAUGARDAGUR 28. DESEMBER1985. 9 Nú áriðer liðið Það var fljótt að líða, þetta ár. Það var eins og það hefði gerst í gær, áramótagleðin i fyrra, skaup- ið, flugeldarnir og fyrirheitin sem við gáfum hvert öðru í byrjun nýs árs. Hvað varð eiginlega um þetta ár sem átti að verða öðrum árum betra og merkilegra? Hvað varð um alla dagana og næturnar, veturinn og sumarið og góðu áformin sem áttu að komast í verk? Hefur okkur virkilega ekkert miðað áfram? Hefur það eitt gerst að við erum einu árinu eldri? Að vísu geta sum okkar státað af barneignum eða nýju húsnæði, bílakaupum eða prófgráðum eða uppgjörum sem lengi voru búin að valda áhyggjum. Allt eru þetta áfangar sem ýmist hafa kostað útlát eða tíma. En hvað svo? Hvað tók við og hvað gerðum við þess í milli? Skilur árið eitthvað eftir í huganum eða hjartanu eða erum við einhvers vísari eða fróðari? Ármótin kalla á slíkar spurning- ar. Vonandi hafa flest okkar þrek til að horfa framan í sjálf okkur og spyrja: Höfum við gengið göt- una til góðs? Þeir eru reyndar til sem ekki þora að líta upp, vita upp á sig skömmina og syndina og draga slóðann af vanrækslusynd- unum á eftir sér; vita sem er að þeir hafa sólundað heilu ári í nán- ast ekki neitt. En flest okkar hafa raunar verið of upptekin af daglega lifinu til að mega .vera að því að velta fyrir okkur hvert við berumst með straumnum í áranna rás. Það gerir brauðstritið og peningarnir og kannski erum við, þessi svokallaði almenningur, aðallega ánægð með það eitt að hafa komist klakklaust yfir áhyggjurnar og axarsköftin og þökkum fyrir að vera lifandi enn. Við sigrum ekki heiminn Það er kannski ekki háleitt markmið eða mikill árangur af öllu puðinu en þá er líka að viðurkenna það sem sumum gengur illa að skilja og enn verr að sætta sig við, að við sigrum ekki heiminn hvort sem er. Það er enginn endanlegur áfangi til, hvorki fullkomin ham- ingja né ævarandi skipbrot. At- burðirnir eru eins og árin - þeir koma og fara, rísa og hníga eins og öldurnar. Jafnvel hátindur frægðar kemur ekki í veg fyrir öldudal gleymskunnar. Framinn er hverfull og reyndar allt annað, nema vitið og þroskinn sem maður er sífellt að fara á mis við. Pening- arnir eyðast, valdið er stopult, gleðin er skammvinn. Meira að segja sorgin stendur ekki af sér tímans tönn - sem betur fer. Það er nefnilega með þennan tíma, sem allir eru að kvarta undan að líði of hratt, að hann hefur þann eiginleika að græða sár og eyða þvi sem einu sinni er sagt og gert. Hann gleypir bæði gott og illt, sorg og gleði og ætlast til að hver og einn lifi hvern einn dag og byrji alltaf upp á nýtt. Svo er það undir okkur sjálfum komið hvort við eyðum tímanum í angist og iðju- leysi eða verjum honum til gagns og gleði. Það er eins með árið og annað tímatal að hamingjuhjólið snýst ekki eftir sólarhringnum eða al- manakinu. Lífið ræðst af því hvað við sjálf viljum gera með það. Einn dagur, eitt litið augnablik, getur verið stærra og gleðilegra heldur en heilt ár og saman vefa þessi litlu atvik órofa heild þegar við stöndum með minningarnar einar eftir og heilsum framtíðinni á gamlárs- kvöld. Þegar allt kemur til alls eru það ekki stóru sigrarnir eða hetjudáð- irnar, happdrættisvinningarnir eða stórubrandahátíðirnar sem ráða ferðinni. Það eru morgnarnir og dagsverkin, litlu hlutir hverdags- ins, viðmótið í strætó, andrúmsloft- ið í kringum okkur daginn út og daginn inn, sem ráða því hvernig okkur líður. Það andrúmsloft bú- um viðsjálftil. Sá sem situr og horfir í gaupnir sér og bíður eftir stóra vinningnum kemur aldrei neinu i verk. Sá sem vorkennir sjálfum sér vegna þess að honum finnst laun heimsins vera vanþakklæti verður aldrei glaður í sinninu. Sá sem ætlast til örlætis af öðrum en gefur aldrei neitt af sjálfum sér verður aldrei lukkunnar pamfíll. Ellert B. Schram skrifar: Hvað ræður för? Nú um áramótin munu stjórn- málaforingjarnir og máttarstólp- arnir skrifa sínar áramótahugleið- ingar og draga saman atburði árs- ins samkvæmt pólitískum og efna- hagslegum skilgreiningum. Allt verða þetta eflaust áferðarfallegar og ábúðarmiklar greinar og heil- mikil lesning. Pólitíkin skiptir auðvitað máli, enda þekkist varla sá Islendingur sem ekki sér ástæðu til að kenna landsstjórninni um ófarir sínar þegar á bjátar. Allir vita betur en þeir sem sitja við stjórnvölinn, hvernig sem á því stendur að þeir skuli aldrei komast til valda sem kunna bestu ráðin. En er þá hin pólitíska mælistika allsráðandi? Af hverju skrifar aldr- ei neinn um allt hitt, þetta mann- eskjulega og hversdagslega sem gerist í leiðinni - um heimilishag- ina, sambúðina, sálarlífið, hvunndagsáhyggjurnar? Af hvérju skrifar aldrei neinn um lifsreynslu sína, gleðistundirnar sem hann upplifði, hláturinn sem lengdi lífið eða sorgina sem hélt fyrir honum vöku, langtum, langtum meir og lengur en öll heimsins stólaskipti, efnahagspólitík eða vöruskipta- jöfnuður? Við tölum um lok kvennaáratug- arins, ár æskunnar, valdabrölt karlanna. En hvers vegna fjölgar hjónaskilnuðum ár frá ári, hvers vegna eykst aðsókn að kvennaat- hvarfi, af hverju þurfa unglmgar að þyrpast í unglingahæli og flýja heimili sín á sama tíma og kven- réttindum vex ásmegin? Sjálfstæði kynjanna og einstakl- inganna vex og allir lofa jafnræðið í hástert. En standa konur að sama skapi betur að vígi í samskiptum sínum við karla og börn á heimili nútímans? Þegar fjölskvldur riðl- ast og hjón skilja, konur leita skjóls undan barsmíðum eigin- manna eða heimili leggjast í rúst vegna óreglu og upplausnar í köl- far hins svokallaða jafnræðis og sjálfstæðis, hver er þá hinn raun- verulegi árangur af heilum áratug kvennréttindabaráttu svo ekki sé talað um allan árangurinn af skólagöngunni og menntuninni sem á að gera alla svo þroskaða og víðsýna? Æskunni var rétt hin örvandi hönd í nafni árs æskunnar og við héldum sýningu á glansmyndinni sem við viljum draga upp af ungl- ingunum og bjartri framtíð þeirra. En hvar er æskan á vegi stödd þegar yfir hana hellast eiturlyf og forboðnir ávextir, ótti við fullorð- insár og þrúgandi kapphlaup til að höndla hamingjuna á undan atóm- stríði og gjöreyðingu? Og blessuð börnin alast upp í þeim hugsunar- hætti auglýsinganna að enginn sé maður með mönnum nema líkam- inn og útlitið sé fullkomið og lúxus- inn óþrjótandi. Og karlpeningurinn, þessi stóri og sterki karlmaður, með fullar hendur fjár og sjálfsöryggið upp- málað, hvar er hann staddur í veröldinni? Má hann vera að því lengur að vera félagi, vinur, jafn- ingi og pabbi upp á gamla móðinn? Sókn eftir vindi Einhvern veginn sýnist manni að við séum óðum að týna hvert öðru í tryllingslegu kapphlaupi, sókn- inni eftir vindinum. Við erum öll að leita að stóra vinningnum, vilj- um gleypa heiminn og imyndum okkur að grasið sé grænna hinum megin við fjallið stóra. Það er ekki Lengur fjarlægðin sem gerir íjöllin blá og mennina mikla heldur glvsið og fánýtið, fölsk fegurð lnns ytra prjáls: auglýsingaskrumið. gervi- þarfirnar. Ekkert minna en allur heimurinn verður að leggjast að fótum okkar. Konan verður að sanna jafnrétti sitt. jafnvel með fórnum. karlmaðurinn verður að sanna styrk sinn. jafnvel með brögðum. unglingurinn verður að sanna tilverurétt sinn. jafnvel með því að leyna vanmætti sínum. Gjafirnar stækka. videoniyndirn- ar verða hryllilegri, fylliríin verða svakalegri. Við verðum að gína yfir öllu því okkur hefur verið kennt að gæfan fari eftir stærðinni og 'magninu en ekki efninu eða innihaldinu. Þetta er ekki uppörvandi mynd af þjóðfélagi nútimans. Þetta er hugguleg áramótakveðja eða hitt þó heldur. En hver segir að þetta þurfi að vera svona? Árið er liðið og kemur aldrei aftur. En það kemur annað ár og nýir dagar og enn er tími til að láta fyrirheitin rætast og rækta sinn eigin garð. Enn og aftur er það undir okkur sjálfum komið. Napóleon ætlaði að leggja undir sig heiminn en dó í útlegð einn og vfirgefinn. Hitler ætlaði að stofna þúsund ára ríki en er skrásettur í mannkynssögunni sem mesti níð- ingur allra tíma. Kommúnisminn átti að vera töfraformúlan gegn misrétti og misindi. Enginn vill kannast við þann elixír lengur. Nýríku burgeisarnir ætluðu að efnast með því að seilast í vasa náungans. Og okrið komst upj). Fegurðin skartaði með gulli og glysi en sálin var ægileg eyðimörk. Alltaf og alls staðar er verið að telja okkur trú um að eilifðarsælan og stórisannleikur sé á næsta leiti, hvort heldur í auði, völdum. fegurð eða frama. En þegar upp er staðið og litið inn í hallir eða hreysi, kot eða konungshallir þá er gullið, sem glóir, fólgið í því einu að hafa vald yfir sjálfum sér. Áramót eru ekki leiðarlok. En þá er timi til að byrja upp á nýtt. - Ellert B Schram

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.