Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1985, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1985, Qupperneq 10
10 DV. LAUGARDAGUR 28. DESEMBER1985. ___ ■ ■ Hvað segja stjörnurnar um árið 1986 hjá þér? Vonandi allt það besta, hugsa víst flestir. Stjörnuspekingur- inn Patric Walker hefur lagt niður fyrir sér stjörnukort fyrir næsta ár fyrir hvert stjörnumerki og birtum við hér útdrátt úr spá hans fyrir árið 1986. Þetta eru eðlilega aðeins grófar línur sem hann getur dregið upp af árinu en svona sýnist honum þetta verða í stórum dráttum. Gjörið þið svo vek Vatnsberinn, 21. janúar - 19. febrúar: Árið ætti að byrja vel hjá vatns- berunum, þ.e.a.s. ef þeir vilja það sjálfir, stjörnumar eru þeim að minnsta kosti hagstæðar. J febrúar koma að öllum líkindum upp pen- ingavandræði og munu vatnsberar efast um að dæmið gangi upp í þetta sinn. Marsmánuður ber með sér frekari íjárhagsvandræði en þú kemst yfir það og þá getur þú gefið sköpunar- gleði og hugmyndaflugi þinu lausan tauminn. Einhver vandræði í tilfinn- ingalífinu koma upp á i maímánuði og þú þarft að gefa þér góðan tíma til að vinna úr þeim. Einhver veginn virðist þú stöðugt lenda-upp á kant við fólk þetta árið. Kannski liggur svarið í vanhæfni þinni til að aðlaga þig breyttum aðstæðum því þó stjör- numerkið teljist til loftmerkjanna þá eru vatnsberar oft ósveigjanlegir og þrjóskir. Ef þú bætir ekki ráð þitt og reynir að sýna ofurlítinn sveigjan- leika, sérstaklega í vinnunni, gæt- irðu lent í klípu. Með haustinu endurtaka sig vand- ræðin í tilfinningalífinu, jafnvel gætu margir vatnsberar lent í skiln- aði eða sambúðarslitum. I október fara málin loks að ganga betur og síðasti dagur þess mánaðar verður sérstaklega hagstæður þeim vatns- berum sem eru á leið upp metorða- stigann. í nóvember verður loks kominn tími vatnsberans, hvort sem er í einkalífinu eða í vinnunni, og engin takmörk virðast vera fyrir því hversu vel hlutirnir geta gengið. Síðasti mánuður næsta árs reynir mjög á þolrif vatnsberanna og nú er um að gera að sýna sínar bestu hlið- ar. Að ári ættir þú, vatnsberi góður, að ígrunda vel framtíðaráætlanir þínar. Fiskarnir, 20. febrúar - 20. giars: Fiskunum líkar vel við breytingar, sérstaklega ef þeir stjórna þeim sjálf- ir. Samt verður þú að sætta þig við breytingar í upphafi ársins sem þú getur engu ráðið um. Yfirmenn þínir munu fylgjast vel með þér og koma þér á óvart með ýmsum hætti. Það er ekki bará i starfinu sem ýmislegt, óvænt gerist, það sama má segja um tilfinningalífið. Janúar verður tími breytinga en í febrúar færðu tíma til að átta þig á hlutunum. Síðan kemur að því að þú verður að stand^ við gefindoforð og það veldur þér vand- ræðum. Við því er ekkert annað að gera en að koma hreint fram og segja sannleikann, enda mundi þér líða illa annars. Maímánuður verður líkiega erfiður hjá fólki í fiskamerkinu því þá virð- ast ráðgerðir þess ei ætla að standast en látið ekki bugast og standið fast á ykkar. Fyrri hluti júní er tilvalinn tími til að hefja ný kynni og jafnvel skipta um starf. Það er vitað að þú hefur háleit markmið og ert tilbúinn til að leggja hart að þér. En þú verður að fara varlega til að fæla ekki frá þér þína nánustu, bæði heima og að heiman, því þú munt þurfa á stuðn- ingi þeirra að halda vegna mikilla breytinga sem eiga sér stað í ágúst. Nokkur vandræði fylgja í kjölfarið og þú efast jafnvel um réttmæti þess- ara breytinga. Það er óþarfi því í lok ársins muntu standa með pálmann í höndunum og hafa náð því sem þú ætlaðir þér. í desember verða svo breytingar sem byggjast eingöngu á þinni eigin ákvörðun, bæði tilfinningalega og í starfi. Þar mun þér standa til boða öryggi til frambúðar eða áhætta og veldu hið síðara. Heillastjörnurnar hafa sjaldan verið þér eins hagstæð- ar - hvers vegna þá að vera með áhyggjur? Hrúturinn, 21. mars-20. apríl: Mikilvægar breytingar gætu átt sér stað hjá hrútnum strax í upphafi ársins en samt ber að varast keppi- nauta. Besta ráðið er að beita öllum þeim töfrum sem þú hefur yfir að ráða og þá mun allt ganga vel. Ef þú ert dæmigerður hrútur setur þú sennilega framabraut í starfi framar persónulegum samböndum og þú munt koma til með að Jenda í vandræðum vegna þess í febrúar. Málin þróast að líkindum á annan hátt en þú liefðir kosið. Það mun taka þig nokkurn tíma að átta þig á hlutunum. Ef þú hefur hugrekki þá bjóðast þér tækifæri til að byrja nýtt líf og vinna aftur traust þeirra sem þú annt. Þetta eru erfiðir tímar fýrir þig tilfinningalega en þú mátt samt eklri láta kröfur ástvina þinna hindra þig í framtíðaráætlunum. Samt verð- ur þú að viðurkenna að þú ert ekki eins frír og frjáls og þú þóttist vera. Þú hefur unnið mikið en það eru ekki bara peningar, sem þínir nán- ustu sækjast eftir, heldur þú sjálfur og því verður þú að gefa eitthvað af sjálfum þér og draga úr vinnunni, a.m.k. í smátíma. Stöðuhækkunin kemur. Með tímanum nærðu aftur góðu sambandi við fjölskylduna og getur nú í rólegheitum lagt niður fyrir þér framtíðina. Þú hefur smám saman gert þér ljóst að ástæða erfið- leikanna varst þú. Það verður samt ekki fyrr en seinni hluta ársins sem þú gerir þér grein fyrir að lausnin er að segja algjörlega skilið við for- tíðina. Mikilvægast fyrir hrútinn á þessu tímabili er að stofna til nýrra per- sónulegra kynna og þiggja góð ráð hjá nánum vinum. I lok ársins bjóð- ast þér ýmis tækifæri og ný ævintýri blasa við en fyrst þarftu að sýna fram á að þú sért maður sem stendur sig í stykkinu. Nautið, 21. apríl - 21. maí: Þó hlutirnir ættu að ganga vel hjá fólki í nautsmerkinu í byrjun ársins þá virðist sem þú hafir ekki skipulagt tíma þinn nógu vel og þú lendir í vandræðum þess vegna. Ástvinir þínir hafa orðið út undan og þú hefur ekki sýnt þeim þá umhyggju og alúð sem þeim ber. Enginn getur verið gjöfulli, elsku- legri og ástríkari en fólk í nauts- merkinu og vinátta er því afar mikil- væg. En það- ótrúlega gerist að þú munt efast um hvort þú hefur eytt tíma þínum í einhverja sem voru þess ekki verðugir. Einbeittu þér að því sem þú ert að gera og eyddu ekki orku þinni í óþarfaáhyggjur. Þegar þér finnst rétti tíminn skaltu byrja á nýjum verkefnum og ekki reyna að fara leynt með fyrirætlanir þínar. Þú verður að gefa þér tíma til að kynnast tilfinningum annarra og taka tillit til þeirra. Það munu fáir skilja að þú þurfir að breyta svo mörgu og kannski munu þeir aldrei skilja það, þannig að stundum finnst þér þú vera kannski eitthvað skrítinn. Láttu það samt ekki á þig fá og haltu ótrauður áfram. Þú verður í þannig aðstöðu að það þarf ekki mikið til að eyði- leggja það sem þú hefur lagt grunn- inn að með ærinni fyrirhöfn. Júlí verður þinn mánuður og þá muntu sjá afrakstur erfiðisins en strax í ágúst lendirðu í aðstæðum sem eru varasamar og þú verður að fara sér- staklega varlega til að hrekja ekki frá þér persónur sem þér þykir mjög væntum. I september verður þú að leggja hart að þér og vinna vel. 1 tilfinn- ingalífinu kemur ýmislegt þér á óvart ef þú gefur þínum nánustu tækifæri til að tjá sig. Það sem eftir lifir ársins ganga málin heima fyrir betur en fyrr og þá verða það kröf- urnar í vinnunni sem valda þér áhyggjum. Fólk virðist halda að það geti stjórnað þér en þú verður að sýna því að svo er ekki og það muntu gera. Tvíburar, 22. mai-21. júní: Persónuleg vandamál virðast hrjá tvíbura í byrjun ársins. Þú skalt ekki taka neinar stórar ákvarðanir án þess að ráðgast við hinn aðilann, annars áttu á hættu að eyðileggja hamingju ykkar beggja. Þú munt efast um að þið séuð að gera rétt. Tvíburar þurfa frelsi bæði í orði og verki og þér finnst þú vera heftur á einhvem hátt. Sambandið mun breytast og þér finnst þú vera ein- mana en sá eða sú sem hefur yfirgefið þig mun sjá eftir því. Þú gerir nýjar áætlanir og framkvæmir breytingar sem munu skila árangri bæði heima fyrir og í vinnunni. Þar með færðu þá virðingu sem þú átt skilið. I maí færðu upp í hendurnar óvænt tækifæri sem leiðir til þess að þú stofnar til nýrra kynna sem munu verða til góðs fyrir þig. Júní verður erfiður hjá tvíburum. Það er sama hvað þú gerir, allt mistekst. Ef þú ert dæmigerður tvíburi þá áttu þér þínar lífsreglur og nú verður þú að standa við orð þín og læra af reynsl- unni og reyna að vera umburðar- lyndari í samskiptum við fólk. Fjárhagsáhyggjur verða verulegar í júlí og þú munt líklega þurfa að leita þér aðstoðar. Seinni hluti sum- ars og haustið verða tímar breytinga og óvæntir hlutir gerast í vinnunni sem hafa áhrif á tekjur þínar. Enn- fremur eiga sér stað atburðir sem hafa mikil áhrif á tilfínningalíf þitt. Þú gerir þér loks grein fyrir hvers vegna þú hefur svo sjaldan þorað að sýna tilfinningar þínar. Það er ljóst að mikilvægar breyt- ingar á framabraut tvíbura munu eiga sér stað árið 1986 en þú verður samt að bíða eftir frumkvæði ann- arra í þeim málum. í desember verð- urðu loks að gera upp hug þinn hvað varðar persónulegt samþand en þú virðist reiðubúinn að endurskoða afstöðu þína. Þú munt a.m.k. notfæra þér aðstæðurnar og ekki gera neitt sem þú munt sjá eftir er fram líða stundir. 0 Krabbinn, 22. júni - 23. júli: Afstaða stjarnanna í byrjun árs hjá fólki í krabbanum bendir til þess að nú séu að hefjast nýir tímar hjá þeim. Eins og kröbbum er gjarnt reynir þú alltaf að vera hagsýnn og varfær- inn í öllu sem þú tekur þér fyrir hendur. En hlutir hafa gerst sem verða til þess að augu þín opnast og þér verður ljóst að nú er komið að þér að taka af skarið. Ættingjar og vinir munu svo sannarlega ekki láta standa á stuðningi við það sem þú tekur þér fyrir hendur. Nóg verður af vinnu þetta árið. Því miður getur þú lítið gert að þvi þegar upp kemur vandamál heima fyrir en þú verður að reyna að vera þolin- móður og sýna umburðarlyndi gagn- vart þínum nánustu allt þetta ár. Þú ert gefinn fyrir breytingar en gerðu samt ekkert án þess að ráðfæra þig við þitt heimafólk. Þegar og ef þú færð stuðning þess skaltu breyta til en ekki fyrr. Farðu varlega að fólki og hafðu það með í ráðum og þá losnar þú kannski við þá kröfu sem þér finnst svo oft hvíla á þér, þ.e. að þú eigir að skipuleggja og vera leiðtoginn i hópnum. Þú þarft að taka til hendinni heima fyrir, sem og hvað varðar frama þinn í starfi. Þú hefur hlustað of mikið á gagnrýnisraddir það sem af er árinu og í september verður kominn tími til að þú takir þig á og snúir þér virkilega að því sem þú ert að gera sjálfur. Seinni hluta ársins muntu samt enn á ný standa frammi fyrir því að allir halda að hlutirnir séu svo ein- faldir og vel skipulagðir hjá þér. Það er ekki rétt því vandamál í fjölskyld- unni skjóta enn upp kollinum. Þú munt helst vilja komast í burtu frá öllu. Kannski það verði best fyrir þig og þína að þú takir þér smáfrí í lok ársins til að þú getir gert upp hug þinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.