Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1985, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1985, Blaðsíða 11
DV. LAUGARDAGUR 28. DESEMBER1985. RNURNAR1986? þér finnst þú hafa fórnað miklu. Það mun taka sinn tíma að komast yfir þessa erfiðleika sem mun há þér nokkuð i starfi. Reyndu að halda þig við efnið og sýna þínum nánustu skilning því það eru fleiri en þú sem hafa átt erfiða tíma. í júní tekst þú á við nýtt verkefni sem þér virðist vera þér ofviða fjár- hagslega. Þetta verður vissulega erfitt en horgar sig samt. Keppinaut- ar gera hvað þeir geta til að standa í vegi fyrir þér en þú munt hafa betur. Þessi barátta hefur sin áhrif á þig og þú þarfnast hvíldar. Þess vegna verður þú ekki undir það búinn að takast á við vandamál heima fyrir og kannski verða þau þér ofviða. Þú virðist alls ekki þola það að tilfinningalif þitt sé flókið og þú virðist eiga erfitt með að gera þér grein fyrir að ákvörðunum um slik mál verður ekki frestað. Þrátt fyrir þetta gengur þér allt i haginn á framabrautinni og þú klifrar upp stigann á ótrúlegum hraða. Það verður til þess að þú lendir í leiðin- legum aðstæðum á vinnustað en fólk mun sjá að sér og þú nærð aftur góðu sambandi við félaga þína. í lok ársins ferðu enn og aftur að efast um persónulegt samband og hvort hlutirnir geti nokkurn tíma orðið eins og fyrr. Það er ekki hægt en erfiðum kafla er lokið og nú er rétti tíminn til að gera upp sakirnar við þá sem þér finnast hafa komið illa fram við þig. Þú verður að fara varlega heilsu þinnar vegna og munt þurfa að taka á öllu sem þú átt til vegna breytinga á vinnustað. Þær munu geta haft ófyrirsjáanleg áhrif á framtíð þína. Vertu því á varðbergi vegna þess að fólk, sem þú treystir, mun sýna á sér áður óþekktar hliðar. Kjarkur er eitt af einkennum sporðdrekans og ekki mun veita af í þeim vandræðum sem þeir eiga á hættu að standa frammi fyrir í byrjun sumars. Þú gætir þurft að standa frammi fyrir þvi að segja algjörlega skilið við fyrri félaga og vini og byrja upp á nýtt. Reyndu sjálfur að standa fyrir breytingum .og taktu frumkvæðið. Hægt og ró- lega skaltu endurskipuleggja líf þitt. Þér mun takast að vinna þannig úr vandamálum að þú hljótir engan skaða af. Seinni hluti ársins einkennist af alls kvns deilum og árekstrum við vini og vandamenn. Þú mátt alls ekki láta það hafa of mikil áhrif á þig þó á stundum virðist allt vera í upplausn því það kemur að því að fólk mun koma hreint fram og þá kemur í ljós að sökin var ekki öll þín megin. •• Ljónið, 24. júlí - 23. ágúst: Næsta ár verður ár margra óvæntra atburða hjá fólki í ljónsmerkinu sem leiðir til þess að ýmsar leyndar væntingar munu rætast. Töluverðar breytingar snemma á árinu eru lík- legar hjá þér en einkennandi er efmn sem kemur upp hjá þér bæði hvað varðar starfið og einkalífið. Þér finnst þú vera að kikna undan þeirri ábyrgð sem þú hefur tekist á hendur og hugsar um breytingar. Þú skalt samt ekki reyna að komast hjá að standa undir ábyrgðinni enda muntu fá góðan stuðning hjá þeim sem þú leitar til með vandamál þín. í maí er þér hollast að vinna sem 1 mest þú mátt. Þú hefur ekki gert þér rétta mynd af ástvinum þínum og fjölskyldu og þú þarft að setjast niður og skoða hug þinn til þeirra og þá áttarðu þig á mistökum þínum. Júlí verður eftirminnilegur fyrir ljónin því þá kemstu að því að sá/sú sem þér þykir vænst um hefur ekki sagt allan sannleikann. En ljónið hefur ekki heldur verið hreinskilið. Það. veltir þess vegna fyrir sér hvort engum þyki virkilega vænt um það lengur. Þú kemur til með að þurfa að taka erfiða ákvörðun varðandi framtíðina í starfi þínu með haustinu og ennfremur hvað varðar einkalífið. Ákvörðunin leiðir til þess að þér mun finnast þú frjálsari en áður og ert því ánægður. Fjármálin virðast samt ekki ganga nógu vel en þú færð tækifæri til að bjarga málunum á síðustu stundu. Síðustu þrjá mánuði ársins verður þú að leggja hart að þér til að sann- færa þá sem þú umgengst um að áætlanir þínar komi til með að stand- ast. Þú leggur hart að þér til að koma á breytingum heima fyrir sem þú óskaðir eftir en samt máttu ekki gleyma því að ættingjar og vinir gera sínar eigin áætlanir, sama hvað þú segir. Þegar þú hefur lagt spilin á borðið er bara að sjá hvernig hinir spila úr sínum. Meyjan, 24. ágúst - 23. sept- ember: Árið ætti að byrja vel hjá meyjunni, bæði í vinnu og í tilfinningalífinu. Óvæntar en ánægjulegar uppákomur lífga upp á tilveruna. Notfærðu þér hugmyndaflug þitt og þá ættirðu að geta nýtt þér aðstæður eins og þú óskar helst. Þegar kemur fram í mars gerast hins vegar atburðir heima fyrir sem geta breytt miklu, eftir það munu hlutirnir ganga þér í hag. Þú gefur sköpunargleði þinni lausan tauminn og færð verðskuldað hrós á vinnustað. Með vorinu fer samt að halla und- an fæti og þú átt í erfiðleikum með að hafa stjórn á skapi þínu. Þér finnst þú vera misskilinn sem er í raun rótt að vissu leyti. Þú ert nauð- beygður til að gera breytingar sem þú ætlaðir alls ekki að gera en hafðu ekki áhyggjur, þær munu nýtast þér vel þegar fram líða stundir. Þú held- ur að náinn vinur hafi svikið þig og ætlar svo sannarlega að láta hann gjalda þess. Þú ættir kannski að líta í eigin barm áður en þú dæmir hann ofhart. í júlí verður,svo sannarlega kom- inn tími til að gera upp reikninga og hafa samband við gamla vini. Áfram verða samt vandamál og þér finnst þú vera út undan, eins og eitt- hvað sé að gerast sem þú megir ekki vita um. Málin skýrast bæði heima fyrir og á vinnustað með tímanum en þú ert samt ekki laus við áhyggjur af undirferli eða svikum vina þinna. Þú skalt ekki láta slíkar áhyggjur taka of mikinn tíma og hugsa heldur um þinar eigin áætlanir og kanna hvað þú getur gert sjálfur til að bæta ástandið. Þér mun bjóðast tækifæri til að taka þátt í áhættusömu verkefni síðla árs og því skaltu taka þó að fjárhagsstaða þín hafi kannski ekki verið sem best undanfarið. Samt verðurðu að fara varlega og gæta tungu þinnar. Þó árið virðist hafa verið heldur dapurlegt hjá þér, þegar þú lítur til baka í desember að ári, þá muntu sjá að ákvarðanir þínar hafa skilað tilætluðum árangri, bæði hvað varðar frama þinn í starfi sem og í einkalífínu. Vogin, 24. september - 23. okt- . óber: Fólk í vogarmerkinu ætti ekki að takast á við ný verkefni né gefa stór loforð í upphafi nýs árs, a.m.k. ekki í janúar, það má bíða þar til í febrúar því þá virðast stjörnurnar mun hag- stæðari. Þú munt þurfa að endurskoða persónulegt samband og gera upp hug þinn hvort rétt sé að halda áfram á sömu forsendum. Ef þú telur svo vera þarftu að sætta þig við nýjar reglur og skilyrði. Þú munt samt verða fyrir sárum vonbrigðum því nauðsyn og í júlí ættirðu virkilega að láta verða af því. Kannski væri rétt að breyta algjörlega um um- hverfi en farðu samt varlega. Geymdu áhyggjur vegna persónulegs sambands þar til seinna. Þú kynnist persónu sem ruglar þig í ríminu. Seinni hluta ársins ættirðu að fara varlega í vinnunni og reyna að halda friðinn. Hlutirnir virðast ekki ganga sem best og þú þarft að leggja þig allan fram ef þú ætlar að ná settu markmiði. í lok ársins skaltu ekki eyða of miklum tíma í að fara yfir það sem liðið er. Kannski skipulagn- ingin hafi ekki tekist sem best hjá þér og þá þýðir ekkert að iðrast heldur verðurðu að takast á við vandamálin sem við blasa. Steingeitin, 22. desember - 20. janúar: Árið byrjar ekki sem best hjá stein- geitum. persónuleg vandamál eru yfirvofandi og það er ekki auðvelt að horfast í augu við það. Þér finnst eins og enginn vilji hlusta á áhyggjur þínar og láti sér fátt urn fmnast. Láttu samt ekki bugast. þetta líður hjá. Þú munt loks öðlast stvrk til að gera eitthvað-í málinu og þegar þú hefur gert það mun þér líða betur. Þú þarft að vísu að taka erfiðar ákvarðanir sem geta breytt einkalíf- inu en spurningin er hvort þú átt einhvern valkost. í starfinu gengur þér betur og þér bjóðast góð tækifæri til að bæta hag þinn og sýna frarn á hvers þú ert megnugur. Með vorinu koma betri tímar i einkalífinu og þá verður þú að sýna að þú getir gleymt því sem liðið er ef þú ætlar ekki að eyðileggja sam- bandið. Þú munt einnig öðlast styrk til að sýna að þú sért þess verðugur að eftir þér sé tekið í starfi þínu. I september og það sem eftir er árinu hefur þú loks náð þér eftir vandræðin fyrr á árinu og þinn tími mun koma þar sem þú færð laun erfiðis þíns. Samt gerirðu þau mistök að hafna tilboði sem þínir nánustu vildu að þú tækir og það hefur áhrif á samband þitt við fjölskylduna. Þú skalt samt halda þínu striki í vinn- unni og ný tækifæri virðast vera á næstu grösum. Stytt og þýtt, -SJ. Sporðdrekinn, 24. október - 22. nóvember: Sporðdrekar ættu að byrja árið á því að gera áætlanir fram í tímann. Undanfarið hafa sporðdrekar átt í alls kyns útistöðum við fjölskyldu sína. En hafið þið gert ykkur grein fyrir ástæðunum? Nú er heldur betur þörf á að sýna þolinmæði og skilning heima fyrir. Ef þér tekst það mun ástandið batna. í febrúar færðu tækifæri til að sýna hvað i þér býr og bæta fjárhagsstöðu þína. En þú verður að hlusta eftir þinni innri rödd og vera óhræddur við að fara eftir henni. Það virðast ýmsar breytingar vera í vændum hjá sporðdrekum en erfitt er að segja fyrir hvaða afleiðingar þær munu hafa. Samt áttu að geta veriðbjartsýnn. Bogmaðurinn, 23. nóvember - 21. desember: Það er kominn tími til að þú gefir þér tíma til að hugsa um dagleg vandamál og gerir fjárhagsáætlanir. Enginn gerir það fyrir þig og á þessu ættir þú að byrja árið 1986. í upphafi ársins muntu kynnast fólki sem á eftir að reynast þér vel en láttu skoðanir annarra ekki hafa of mikil áhrifáþig. Breytingar í einkalífinu munu eiga sér stað með vorinu en þér finnst þú þurfa frelsi til að gera það sem þú vilt sjálfur. Aðrir skilja kannski ekki þessa þörf og þess vegna gætirðu lent í vandræðum. Peningar verða vand- mál hjá þér, eins og svo oft áður, en þú ert víst orðinn vanur því. 1 maí ættirðu aó geta bætt stöðuna en þú verður að fara varlega og gæta þess að eyða ekki um of. Endurskipulagning á lífi þinu er

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.