Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1985, Side 21
t
DV. LAUGARDAGUR 28. DESEMBER1985.
21
LYGIOG MISSKILNINGUR
Á MISSKILNING OFAN
Trúlega er gamla Iðnó við Tjörn-
ina það hús í Reykjavík sem hvað
mest hefur verið hlegið í - hæst og
oftast. Og enn mun hann bresta á
með hlátrasköllum í gamla salnum
í kvöld, þann 28. desember þegar
LR frumsýnir nýjasta hláturtaug-
akitlara sinn, „Sex í sama rúmi“
eftir þá félaga Ray Cooney og John
Chapman.
Jón Sigurbjörnsson er leikstjóri.
Karl Guðmundsson þýddi. Það
þótti í frásögur færandi eftir eina
af síðustu æfmgunum að þeir Jón
og Karl sátu í salnum skellihlæj-
andi.
„Já,“ sagði Jón, „maður er enn
að hlæja að þessu. Þetta er einhver
magnaðasta flækja sem ég hef
komist í tæri við.“
Karl er áreiðanlega sá íslenskra
þýðenda sem hvað hnyttilegast
kemst að orði - og Jón sá íslenskra
leikstjóra sem hvað best kann að
„hantera“ farsa svo allir brandarar
hitti beint í mark. Þeir kalla hann
líka farsa-sérfræðinginn, sumir í
Iðnó. Jón segist svo sem ekki
kunna því neitt illa en aftekur þó
að hann sé einhver sérfræðingur í
försum.
„En ég hef í mörgum tilvikum
verið heppinn með verkefni. Og
mér fmnst þetta skemmtilegt.
Annars fengist ég heldur ekki við
það. - Nei, mér hefur ekki enn
dottið í hug að skipta um starf.
Ætli maður kunni margt annað en
þetta - að fást við leikhús. Það
væri ekki nema ég gerðist bílstjóri
aftur, eða sneri mér alfarið að
hestamennskunni, færi að ala upp
hesta til að selja - í stórum stíl.
Það verður að vera í stómm stíl
ef eitthvað á að hafast upp úr því.“
MISSKILNINGUR
- Farsar, Jón - ekki hestar; við
ætluðum að tala um farsa og skelli-
hlátur ekki hrossahlátur.
„Alveg rétt. En líf manns er í
samhengi, ekki í mörgum hólfum.
Ég hef ómælda ánægju af hestum.
Og ómælda ánægju af leikhúsinu."
Hann brosir - nei, hlær og skrifar-
anum finnst að hann þurfi ekki að
spyrja að því hvort Jón Sigur-
björnsson sé ánægður með lífið.
Það er a.m.k. engu líkara en að svo
sé.
- Farsi, Jón - hvað er það eigin-
lega? Einhver samsetningur sem
byggir á misskilningi?
„Það er algengt, jú, þannig var
Flóin samansett, Fló á skinni.
Hvaðeina rekst á annars horn og
enginn botnar neitt í neinu. En
auðvitað er misjafnt hvernig farsar
eru uppbyggðir."
- Kannski hægt að leika suma
sem tragedíu?
„Drama í staðinn? Nú veit ég
ekki - en það er áreiðanlega von-
laust með þennan farsa sem við
erum nú að fara að frumsýna, „Sex
í sama rúmi“. Þetta leikrit er sú
mesta flækja, mesta flækjuleikrit
sem ég hef fengist við. En kannski
yrði sýningin bara enn fyndnari ef
við reyndum að leika verkið sem
drama.
Nei, veistu þú mátt ekki kalla
mig farsasérfræðing. Ég er það
ekki. Ég vil ekki gefa mig út fyrir
það. .
En dæmalaust er oft gaman að
þeim sumum."
AÐ VILLA Á SÉR HEIMILDIR
„Farsar eru vitanlega ekki með
einhverju einu sniði. í þeim sumum
gengur allt út á ærsl og læti á
sviðinu. Fólk er dettandi um sviðs-
munina eða hellandi 'úr koppum
hvað yfir annað. Og svo eru aðrir,
eins og t.d. „Sex í sama rúmi“, sem
byggja á lygi og misskilningi.
Menn koma sér í einhverjar að-
stæður sem þeir þurfa síðan að
losna úr - fólkið er búið að flækja
Jón Sigurbjörnsson - „þetta leikrit er sú mesta flækja sem ég hef fengist við“.
málin þannig að það er sjálft hætt
að botna í tilverunni.
Menn eru stöðugt að villa á sér
heimildir, stöðugt að leika ein-
hverjar aðrar persónur en þeir
sjálfir eru. - En svo leysist allt
einhvern veginn að lokum. Og
þannig á það líka að vera. En þetta
er áreiðanlega með flóknari leikrit-
um sem ég hef fengist við. Þarna
er ansi margt af sama toga og í Fló
á skinni. Þetta gefur henni ekkert
eftir.“
ÞAKIÐ EKKIFOKIÐ ENN
Stundum hafa þær fregnir borist
af leiksýningum í Iðnó að áhorf-
endur hafi hlegið svo dátt að þakið
hafi lyfst af húsinu. Það hefur nú
væntanlega verið eitthvað orðum
aukið - þetta með þakið. En óneit-
anlega hefur maður stundum haft
það á tilfinningunni að húsið gæti
þá og þegar gliðnað sundur og
veggirnir fallið til jarðar þegar
hvað mest hefur gengið á. Kannski
er það þess vegna að nýja Borgar-
leikhúsið er úr rammgerðri stein-
steypu - engin hætta á að hlátras-
köllin moli hana. Ekki fyrstu 100
árin að minnsta kosti.
„Nýja leikhúsið - maður er svo
sem farinn að bíða eftir því,“ sagði
Jón Sigurbjörnsson. „En annars er
Eftir Gunnar Gunnarsson
Mynd: Gunnar V. Andrésson
HJÓIM LEIKA HJÓINl
Níu leikarar fara með hlutverk í
„Sex í sama rúmi“. Valgerður Dan
og Þorsteinn Gunnarsson leika
önnur hjónin. Hlutverkin ættu að
henta þeim vel, því þau gera ekki
annað í lífinu en að leika hjón.
Kjartan Ragnarsson og Hanna
María Karlsdóttir leika hin hjónin.
Kjartan Bjargmundsson leikur
fjöllyndan innanhússarkitekt og
Margrét Ólafsdóttir er siðavandur
barnabókahöfundur. Lilja Þóris-
dóttir leikur vinnustúlku og Sig-
urður Karlsson og Rósa Þórsdóttir
leika fólk sem til er í framhjáhald.
Jón Þórisson gerði sviðsmynd.
Daníel Williamsson lýsir.
Valgerður Dan og Þorsteinn
Gunnarsson í hlutverkum sín-
maður búinn að vera svo lengi í
Iðnó að maður er eiginlega orðinn
klístraður við veggina hér.
Sýningin á Land míns föður sýndi
að það var mikil nauðsyn á að fá
nýtt hús. Það er ekki pláss hér fyrir
leikarana - og á mörkum allrar
sanngirni að vinna þetta hérna.“
„YFIRMÁTA OG OFURHEITT“
Nei. Þeir sem hafa fylgst með
Iðnó-leikurum að tjaldabaki í Land
míns föður geta tekið undir það að
slíkar vinnuaðstæður eru ósann-
gjarnar - og áreiðanlega heimsmet.
Mannskapurinn er á þönum ofanúr
rjáfri niður fyrir sjávarmál, út á
götu og á hendingskasti allt í
kringum áhorfendur. Áhorfendur?
Þeir skemmta sér.
En það er heldur engin sanngirni
að kalla Jón Sigurbjörnsson fars-
asérfræðing. Hann hefur sett upp
margar sýningar af öðru tagi. Við
munum eftir Rommí.
„Rommí var vissulega enginn
farsi,“ segir Jón. „Það var alvarlegt
leikrit, nánast tragedía, en með
þessu kómíska ívafi.
Skjaldhamrar og Þið munið hann
Jörund - hvort tveggja eftir Jónas
Ámason - eru nú eiginlega mínar
uppáhaldssýningar, eða þau verk-
efni sem ég hafði mesta ánægju af
að fást við. En ég get nefnt fleiri
Skáld-Rósa eftir Birgi Sigurðsson
var líka skemmtileg að vinna við -
en af öðru tagi.“
Jón brosir, hlær ekki. „Manstu
eftir „Yfirmáta og ofurheitt'1? -
Það var amerískur gamanleikur
sem ég setti upp. Þrir leikarar. Allir
upp á sitt besta. Mikið fannst mér
það skemmtileg sýning. En áhorf-
endum fannst það ekki. Þeir komu
að minnsta kosti ekki. Það voru
örfáar sýningar. Ég var ákaflega
skúffaður. En ég hugsa með mikilli
ánægju til þessara sýninga sem þó
voru.“