Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1985, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1985, Qupperneq 28
FR ÉTTASKOTIÐ Hafir þú ábendingu ' efia vitneskju um frétt — hringdu þá i síma 68-78-58. Fyrir hvert fráttaskot, sem birtist eða er notað i OV, greið- ast 1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið i hverri viku, Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1985. Mikil snjó- flóða- hætta á Seyðis- firði - — annað snjóflóð féllfgær Annað snjóflóð féll úr Bjólfi í Seyðisfirði um miðjan dag í gær. Engin slys urðu á mönnum né skemmdust mánnvirki en Fjarðar- heiðarvegur lokaðist um stundarsak- ir vegna snjóflóðsins. Snjóflóðið féll í Mýrarbrekku, sem er alllangt frá þeim stað er fyrra snjóflóðið féll á fimmtudag. Lokaði snjóflóðið veginum til Egilsstaða og - komst langferðabíll á leið til Egils- staða ekki leiðar sinnar. Þurfti að kalla til blásara til að opna veginn að nýju. Að sögn lögreglu er snjóflóðahætta mikil um þessar mundir á Seyðisfírði, þar sem mikið hefur skafið upp í Bjólf við norðausturhorn fjallsins. Hefur öll umferð verið bönnuð um það svæði. KÞ — sjáeinnigbls.2 BillyGrahamí MHogáAkureyrí Bandaríski prédikarinn Billy Gra- ham verður í beinni sjónvarpsút- sendingu, sem sést í Menntaskólan- um við Hamrahlíð og Sunnuhlíð á Akureyri, milli klukkan 15 og 17 í dag. Þetta er liður í Explo ‘85, fjög- urra daga ráðstefnu, sem haldin er á sama tíma í um eitt hundrað borgum um allan heim. - KMU. LOKI ■m Þá er það FT næst — Framsóknar-Tími! Símamynd Reuters Særðir farþegar kúra niðri við gólf í brottfararsalnum í flughöfninni á Rómarflugvelli á meðan bardaginn stendur yfir. Fjórtán létu lifið og 75 særðust en samtímis var önnur hryðjuverkaárás gerð á flugveilinum i Vínarborg þar sem tveir voru drepnir og þrjátíu særðir. - Sjá nánar frétt á blaðsiðu 2. NT hættir um áramót—öllum sagt upp: Framsóknmeö nýtt fíokksblað ? í gær var öllu starfsfólki á dag- blaðinu NT, 80 manns alls, sagt upp störfum frá og með áramótum. Þá var ákveðið á framkvæmdastjórn- arfundi Framsóknarflokksins að ganga til viðræðna við framsókn- arfélögin í Reykjavík um stofnun nýs útgáfufélags með útgáfu nýs dagblaðs i huga. Útgáfufélag NT verður lagt níður um áramótin og útgáfu blaðsins hætt. Stefnt er að því að gefa út nýtt dagblað á rústum NT. Og Framsóknarflokk- urinnn hefur yfirtekið allar skuldir NT. „Skuldirnar eru komnar á herðar flokksins. Það er ekki ljóst hversu háar þessar skuldir eru. Það á eftir að gera upp eigur NT og útistand- andi skuldir þess. En það er nálægt sanni að þær séu eítthvað um 80 milljónir," sagði Steingrímur Her- mannsson, formaður Framsóknar- flokksins. í viðtali við DV. „Það verður margra ára starf fyrir flokk- inn að koma sér út úr þcssum skuldum en hann hefur lent í öðru eins áður.“ Um helgina hefjast síðan viðræð- ur flokksins og framsóknarfélag- anna í Reykjavík. Líklegt er að nafn blaðsins verði aftur Tíminn. Þá þykir ljóst að seglin verði dreg- in saman í útgáfunni. Það mun hafa í för með sér að segja þarf upp starfsfólki. Engin ákvörðun hefur verið tekin um það. Allir starfs- mennirnir hafa 3 til 1 mánaða uppsagnarfrest. í gær yfirtóku einnig framsókn- arfélögin eignarhlut Framsóknar- flokksins í Blaðaprenti, en hann var 40 prósent. NT eða Tímanum hefur því enn einu sinni verið bjargað fyrir horn. En er þá allt tal um sameiningu Þjóðviljans, Al- þýðublaðsins og (NT) Tímans úr sögunni? „Nei, það er ekki úr sögunni. Það mál er enn til meðferðar en tekur iangan tíma,“ sagði Steingrímur. - APH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.