Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1986, Qupperneq 2
46
DV. LAUÖARDAGUR 8. MARS1986.
Nóg að reyna
21 árs gamall atvinnulaus ungling-
ur í London hugsaöi sér að verða sér
úti um skotsilfur með því að fremja
rán. Hann fékk sér pappírsmiða og
prentaði á hann: „Ég er með byssu
og ætla að skjóta ef þú lætur mig
ekki fá peninga.“
Fyrst rétti hann stúlku einni mið-
ann. Hún afgreiddi í lyfjabúð. Og
hélt að hann væri að ætlast til ein-
hvers ósiðlegs af henni. Og neitaði
að líta á miðann.
Þá fór „ræninginn" inn í verslun
eina. En þar var bara afgreiðslumað-
ur sem var nýinnfluttur einhvers
staðar frá Asíu. Og sá hristi bara
höfuðið og stamaði eitthvað um að
hann gæti ekki lesið ensku.
í búð númer þrjú fann gamli kaup-
maðurinn ekki gleraugun og gat þess
vegna ekki séð hvað prentað var á
miðann.
Það kemur ekki fram í fréttaskeyt-
inu hver það var sem hafði samband
við lögguna, en þessi misheppnaði
ræningi var gripinn og dæmdur í
tveggja ára fangelsi, skilorðsbundið.
Enda var hann ekki með neina
alvörubyssu.
Og reyna aft-
ur eins og
ræningi einn í
New York
Hann otaði byssukjafti að miða-
sölumanni í neðanjarðarlestinni í
1 New York. En sölumaðurinn horfði
rólegur í hlaupið, enda sat hann á
bak við skothelt gler.
Ræninginn sleppti þá ormi undir
glqrið. En sölumaðurinn var hvergi
banginn og glotti bara. Þá tók ræn-
inginn til fótanna. í ljós kom að
ormurinn var af snáksætt, en ekki
hættulegur. Dýraverndunarfélagið
tók hann undirsinn verndarvæng.
Kynlíf fyrir
milljónir
Handritið að hinni taumlausu lýs-
ingu Henry Millers á eigin kynlífi
var um daginn selt fyrir 165.000 doll-
ara, eða nærri 6 milljónir króna hjá
Sothebys í New York. Handritið ku
vera helmingi stærra en bókin sem
byggði á því og var gefin út.
Þessir Eng-
lendingar!
Einn af fréttamönnum Breiðsíðu-
nefndarinnar var á ferð í Englandi
um daginn. Þar hitti hann Englend-
ing sem var Englendingur frá toppi
til táar og inn við beinið. Sá góði
maður hafði fyrir átján árum verið
fjóra daga i París. Og hafði þar með
fengið ferðalöngun sinni svalað og
taldi sig vita að heimurinn utan
Englands væri ekki þess virði að
sannur Englendingur liti á hann.
Þegar hann frétti að Breiðsíðu-
nefndarmaðurinn var kominn alla
leið frá Islandi, sagði hann okkur að
hann hefði frétt að Grænlendingar,
Norsarar og svoleiðis fólk væri óþol-
andi sökum skorts á kímnjgáfu. Og
að þegar hann heyrði Finna, Svía
og svona norðurbúa nefnda á nafn,
dytti honum bara í hug rófur í mat-
inn, éða svona grænkál sem tekur
langan tíma að sjóða.
Jæja, sagði okkar maður - það er
bara svona. Og óskaði Tjallanum til
hamingju með veðrið.
Skjaldbök-
urnar kusu
Markos
Á Skjaldbökueyjum sem tilheyra
Filippseyjum eru 588 manneskjur
með atkvæðisrétt.
í nýafstöðnum kosningum á
Filippseyjum, sem allir vita hvernig
fóru (Markos sagður sigurvegari, en
varð eigi að síður að hypja sig úr
forsetastólnum og fara „heim“ til
Bandaríkjanna) var Markos sagður
hafa fengið 1.125 atkvæði.
Þannig að 537 atkvæði hljóta að
hafa komið frá skjaldbökunum. Eða
svo taldi stuðningsmaður Corazon
Aquino.
Kengúrum
fjölgar
_ Kengúrum hefur fjölgað um 35% í
Ástralíu. Og þessi mikla Qölgun varð
öll í fyrra, Eða svo segja áreiðanlegar
heimildir. Nú eru kengúrurnar orðn-
ar 17 milljónir talsins.
Það þýðir að í Ástralíu eru fleiri
kengúrur en manneskjur.
Manneskjunum finnst það ástand
óviðunandi. Og uppi eru fyrirætlanir
um að slátra 2,68 milljónum kengúra.
Er ekki hægt að fá þessi dýr til að
lifa meira á getnaðarvarnatöflum
(eða p-pillum?)
Eða flytja þær til íslands. Hvernig
væri að hafa þessi hopp-dýr í Vest-
mannaeyjum? Eða Breiðafjarðareyj-
um? Eða í Hafnarfjarðarhrauni?
Meira frá
Sothebys
Það er ekki gott að segja hvar
Breiðsíðunefndin væri stödd, ef ekki
væri til hið þekkta uppboðsfyrirtæki,
Sothebys í London og New York.
(Var það ekki þar sem Finnur keypti
geirfuglinn? Og hvar er hann nú?)
Um daginn voru seldar hjá Sot-
hebys í London áður óþekktar mynd-
ir úr fjölskyldusafni hinnar gömlu,
rússnesku, keisaraættar. Verðið var
155 milljónir króna.
Myndirnar höfðu verið teknar á
veiðiferðum zar-fjölskyldunnar og
ýmsum annars konar skemmtiferð-
um.
Ein myndin var af Nikulási öðrum,
zar sitjandi uppi á hesti framan við
herfylki eitt.
Það var stórhertogaynjan Xenia
Alexandrovna, systir Lása, sem límdi
myndirnar inn í albúm á árunum
1904 og 1905.
Hundalíf
f Indónesíu reyna yfirvöld nú að
útrýma þeirri siðvenju þarlands-
manna að matreiða hundakjöt því
ótti ewr um að hundaæði breiðist út
um landið og eigi upptök á hundabú-
görðum eða annars staðar þar sem
hundar eru haldnir og aldir til átu.
I Kanton í Kína aftur á móti, er
annað uppi á teningnum. Þar hafa
yfirvöldin bannað hundahald - en
gefa fólki undanþágu frá því banni
ætli menn að borða sinn elskaða
seppa.
Vaxandi eftir-
spurn eftir
brúðarslöri
Eða svo hefur nefndin heyrt. En
þessi eftirspurn er ekki á íslandi,
heldur i Austur-Þýskalandi. Þar er