Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1986, Side 5
DV. LAUGARDAGUR 8. MARS1986.
49
lt yfir í slandi
Michel Tournier,
(Ljósm. GVA)
skrifa? Fimmtón ár unnuð þér að
fyrstu bókinni?
„Jú, en ég var að gera það sem var
ómögulegt. 1 raun og veru er öll
sköpun ómöguleg. Það sem er mögu-
legt er ekki sköpun heldur fram-
leiðsla. Þegar einhver teiknar bifreið
er hún orðin möguleg þegar hún er
komin á blað og þá tekur framleiðsl-
an við. Þegar ég skrifa skáldsögu. á
hinn bóginn. helst sköpun og fram-
leiðsla í hendur. Um leið og orðin
eru komin á blað hefur bæði sköpun
og framleiðsla átt sér stað. Um dag-
inn var sagt við mig að Marcel Pro-
ust hefði ekki getað skrifað verk sín
ef hann hefði verið uppi í dag. Eg
svaraði því til að það hafi aldrei vei'ið
mögulegt. l’roust kom hinu ómögu-
lega i framkvæmd. Athugum tónlist-
ina og þátt Beethovens. Fyrir hans
daga voru Havdn. Hándel og Mozart.
Þetta var eina tónlistin sem til var
og hún var nátengd fornu valdakerfi
konungs og aðals. Franska byltingin
ryður þessu úr vegi og svo siglir
Napóleon í kjölfarið. Einhver hefði
getað sagt: tónlistin er búin að vera.
Og Beethoven hefði svarað því til:
já. þetta er ómögulegt en ég ætla nú
samt að gera það. Hann blandaði
Mozart saman við Haydn og Hándel.
frönsku bvltinguna og heri Napó-
leons og út kom Hetjusinfónían.
Þegar ég ákvað að halda út á rit-
höfundarbrautina með það í huga að
dulbúa héimspekina talaði ég ekki
um það við nokkurn mann. Ef ég
hefði sagt einhverjum frá því hefði
sá sami umsvifalaust sannfært mig
um að þetta væri ekki hægt."
Nóbelsverðlaun
- Við víkjum nú talinu að nóbels-
verðlaununum. Tournier hefur verið
orðaður við þau og ýmsum fannst
hann eiga þau fremur skilið en landi
hans. Claude Simon. sem fékk þau i
fvrra.
..Nei. ég á ekki mikla möguleika á
því að fá Nóbelinn - ég er alltof
þekktur! Ég held að ýmsir samlandar
mínir ættu þau frekar skilið. Henri
Michaux hefði átt að fá þau. Mér
finnst að Marguerite Yourcenar
hefði átt að fá þau fremur en Simon:
hún er besti rithöfundur Frakka nú.
Meðal yngri höfunda eru Le Clézio
og Patrick Modiano góðir."
- Tournier fylgist ákaflega vel með
frönskum samtímabókmenntum í
starfi sínu í Goncourtnefndinni en
hún ákveður hver hljóti hverju sinni
þessi eftirsóttu verðlaun. Hann les
um hundrað nýjar skáldsögur á ári.
Þegar tómstundir gefast sinnir
Tournier mest ljósmvndun.
..Ég þurfti að svara því um daginn
hjá Tryggingunum hversu margar
stundir ég vnni á viku og hversu
margar tómstundir ég hefði. Ég
margfaldaði vikudagana með 24, því
rithöfundur er alltaf að vinna, alltaf
að safna efni, alltaf að hugsa um
sköpunarverk sín.
Ljósmvndunin hefur fært mér
rnikla ánægju. Ég kann ekkert að
gera með höndunum. ég get ekki
teiknað og ekki málað. Ég vissi
ekkert hvað ég átti að gera við putt-
ana á mér en nú tek ég myndir, fram-
kalla og stækka. Og ég er ekki síður
ánægður með að hafa lært að meta
marga stórkostlegustu ljósmyndara
heims.
Ég olli hneykslun í fyrrasumar
þegar ég var í útvarpsviðtali ásamt
fulltrúa ijósmyndafyrirtækis í
tengslum við alþjóða ljósmyndasýn-
inguna í Arles. Hann kvartaði sáran
yfir því að það væri kreppa og æ
færri keyptu sér myndavélar. Ég
fagnaði því fyrir mitt leyti að það
yrðu þá færri fávitar sem tækju
myndir í gríð og ergi án þess að vita
ueitt um ljósmyndun! “
iidin» . i.
■ -r . A.