Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1986, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1986, Side 8
52 DV. LAUGARDAGUR 8. MARS1986. MARS heftið er komið NÚNA Tímaritfyriralla 1 3 HEFT|_45.ÁR -MARS 1986-VERÐ KR. 160 < ............................. 2 LUMSKUR Líkaminn, gjöf guðs .... * STUKÐOMUK ___________ Marilyn: Töfrar hennar ^ LEGGSTÁKONUR Helstu trúarbrögð heims: ^ ■Di_ 77 Hindúisminn ............ 1 Hugsun íorðum .......... ^ Á tali við forsetann 3 Með haturskveðju frá Russlandi . _ _ . Úr heimi læknavísindanna . 4 Marilyn. ................................ 57 TÖFRARHENNAR í^mo:FlóridaíuÍiu ..... 60 deyjaaldrei «^JttiforsnM„............«, BlS 12 Vina-þáttur ........ HVM) LE©IRSAMAN3£ARL OG KONU? Bls. 93 g. , Lúmskur sjúkdómur ^ HEIMSOKNI leggstákonur ......—^ 84 HEIMSKIALLARANN Heimsókn í heimskjallarann ...... 8 Í-i 00 Hvað leiðir saman karl og konu. 93 Bls. 00 et* Kirk Douglas og synir. Til vinstri við hann Joel og Michael og til hægri Eric og Peter. eir munu fáir sem þekkja ekki nafn Kirks Douglas, kvik- myndaleikarans bandaríska, og margir þekkja einnig nafn sonar hans, Michaels Douglas, enda hefur hann hlotið alþjóðlega frægð á síðustu árum. Færri vita hins vegar að Dou- glasfeðgarnir eru fimm, og telst ættin nú ein sú áhrifaríkasta í Hollywood og hefur af sumum verið líkt við Kennedyættina, þótt starfssviðin séu ólík. Þeir sem það segja halda því fram að Douglas- og Kennedybræðumir hafi farið mjög svipað að; þeir hafi kosið að móta líf sitt í samræmi við vilja feðra sinna. Skrifaði sonunum bréf eftir bréf Kirk Douglas, sem er tvíkvæntur, lék um langt skeið í allt að þremur kvikmyndum á ári. Hann fór því víða, innan lands og utan, og í við- tali, sem nýlega var tekið við hann, synina og báðar eiginkonurnar, kemur fram að í lok vinnudags settist hann oft niður og skrifaði sonum sínum bréf. Þar hvatti hann þá til að standa sig betur í skóla, til að hætta að rífast, til þess að temja sér hógværð og til þess að leggja hart að sér í lífinu. Oft minnti hann þá á hve heppinn hann hefði sjálfur verið um ævina. „Gleymdu því ekki,“ sagði hann í einu þessara bréfa, „að ég var heppinn. Ég var fátækur í æsku og gat aðeins farið eina leið: Upp á við.“ „Þeir vissu að mér var annt um þá,“.segir Kirk, sem hafði orðið að þola það að faðir hans sneri við honum bakinu þegar hann var fjórt- án ára. Hann var því ákveðinn í því að bregðast ekki sonum sínum. Faðirinn skransali Faðir Kirks, Herschel Danielo- vitch, var skransali í New Yorkj-og einn daginn yfirgaf hann börnin sín sjö. „Hann var öðrum mönnum meiri að burðum,“ segir Kirk, en bætir svo við að meira hafi farið fyrir vöðvun- um en vitinu. Kirk varð því að heyja harða lífsbaráttu á unglingsárunum, og enn er hann að berjast fyrir sig og sína. Um sjálfan sig segir hann að hann sé í rauninni alltaf sami pilturinn, sem gekk um götur New York, því að hann trúi því aldrei að hann hafi orðið heimsþekktur kvik- myndaleikari. Reynsla hans hjálpaði sonunum Þótt synimir fjórir, Joel og Mich- hhael, frá íyrra hjónabandi, og Eric og Peter, frá því síðara, hafi ekki allir haft sama tækifærið til þess að vera með föður sínum í æsku og á unglingsárunum þá eru þeir nú allir í Hollywood, þar sem þeir starfa við kvikmyndagerð, og öllum er það sammerkt að þeim vegnar vel í starfi. Þeir þekkja sögu föður síns, sem varð að þræla til þess að sjá fyrir móður sinni, uns honum tókst loks að komast í St. Lawrenceháskólann, þar sem hann varð brátt bekkjarfor- maður. Þaðan komst hann svo í American Academy of Dramatic Arts, þar sem hann kynntist fyrra konuefninu sínu, Díönu Dill, og skömmu síðar breytti hann nafni sínu í Kirk Douglas. Með Díönu átti hann svo Michael og Joel. Eftir skilnaðinn bjó hún á Austurströnd- inni með sonunum fjórum, en þeir héldu þó alltaf sambandi við föður- inn og heimsóttu hann reglulega í Hollywood. Michael er nú heimsþekktur leik- ari, og má nefna myndir eins og Ro- mancing the Stone og Jewel of thc Nile. Joel er framleiðandi og hefur átt þátt í gerð flestra mynda bróður síns. Peter, sem er af seinna hjónabandi eins og Eric, er bæði framleiðandi og handritahöfundur, og Eric er leik- ari, og lék meðal annars í The Flam- ingo Kid. Móðir þeirra er Anne, og sér hún um heimilishaldið í húsinu við North Rexford Drive, þar sem þau Kirk eiga meðal annars mörg málverk eftir heimsþekkta lista- menn. Átti lika erfitt á yngri árum Anne Douglas hét fyrrum Anne Buydens. Hún var fædd í Belgíu en flúði til Parísar í heimsstyrjöldinni síðari. Þar munaði minnstu að Gest- apo handtæki hana og sendi í fanga- búðir því að hún var grunuð um að senda bandamönnum leynilegar upplýsingar. Hún kunni hins vegar þýsku og gat blekkt nasistana. Anne kynntist Kirk við gerð mynd- arinnar Act of Love, en líf hennar í Hollywood hefur þó ekki alltaf verið dans á rósum því að þar fékk hún krabbamein, sem hún sigraðist þó á, og nú er hún við góða heilsu, þótt á sjötugsaldri sé, rétt eins og maður hennar sem er að nálgast sjötugt. Stundar líkamsrækt daglega Kirk þykir af mörgum mjög ung- legur miðað við aldur, en leyndar- dómurinn er líkamsrækt um langt árabil. Hann fer á fætur snemma á hverjum morgni og lyftir lóðum og þjálfar sig í ýmsum tækjum. Hann

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.