Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1986, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1986, Síða 10
54 DV. LAUGARDAGUR 8. MARS1986. Þeim sem kUSð hafafjöll leiðistá hólunum íkring -rætt viðHafliða Hallgrímsson, tónlistarmann og menningarverðlaunahafa DV ,,Ég held að það sé ekki hægt að tala um hvert sé hið eiginlega blómaskeið í ferli listamannsins fyrr en að honum látnum. Merm blómstra á mismunandi skeiðum ævinnar. Sumir eru bráðþroska, aðrir eru lengi að þroskast. Ég fer mér hægt og vona að ég sé í þaim veginn að ná mér á strik en árangurinn fer að verulegu leyti eftir því hvort maður fær tíma ognæði. “ Svo fórust Hafliða Hallgrímssyni orð er blaðamaður DV hitti hann að máli nýverið. Hafliði kom hingað í síðustu viku, gagngert til að veita menningarverðlaunum DV viðtöku en þau fékk hann fyrir tónverkið Poemi og útsetningar á íslenskum þjóðlögum. Það er skammt stórra högga á milli hjá Hafliða því fyrir nokkrum vikum fékk hann önnur eftirsótt verðlaun - tónlistarverð- laun Norðurlandaráðs. Eins og fram kemur að ofan vildi Hafliði ekki fallast á að þetta tvennt væri sérs- taklega til marks um að tónsmíðar hans væru í sérstökum blóma núna. En eru verðlaunin ekki hvatning? „Verðlaun breyta sáralitlu um af- stöðu mína gagnvart sjálfum mér. Maður veit hvar skórinn kreppir. Of mikil athygli getur virkað truflandi á suma, hvort sem um hól eða gagnrýni er að ræða. Ég viður- kenni að listamaðurinn þarf að hlúa að tengslum sínum við almenning og sætta sig við viðtöl, kynningar og auglýsingar en engu að síður legg ég áherslu á að það er ekki hans hlutverk að auglýsa sjálfan sig. Mér dettur í hug sagan af kínverska málaranum sem málaði landslag og hús á landslagið og svo hurð á húsið, fór svo inn og lokaði á eftir sér! Eftir stóð svo listaverkið... “ Kominn þriðjung leiðarinnar heim - Þú ert búsettur á Skotlandi, hver voru tildrög þess að þú settist þar að? „Ég var búinn að vera búsettur 13 ár í Lundúnum. Ég var búinn að standa nokkuð lengi í baráttu við útlendingaeftirlitið. Þetta voru menningarleg viðskipti en þeir kröfðust þess um síðir að annaðhvort fengi ég mér fullt starf eða hypjaði mig úr landi. Nú, kunningi minn bauð mér að koma til Skotlands og gerast fyrsti sellóleikari í Skosku kammersveitinni. Ég þáði þetta með þökkum og flutti til Edinborgar. Ég hafði veri að hugleiða að flytja heim en hugsaði með mér að Edinborg væri skref í áttina, ég væri kominn þriðjung leiðarinnar. Um leið og ég var búinn að koma mínum málum á hreint við útlendingaeftirlitið 1983 sagði ég starfi mínu lausu í kammer- sveitinni til að einbeita mér að tón- smíðum, síðustu tónleikarnir voru um jólaleytið. Það var stund sem ég hafði lengi beðið eftir er ég gekk inn í vinnuherbergið mitt á nýju ári og vissi að ég gæti farið að vinna í friði - með fá bindandi verkefni framund- an. Það má líkja þessu við að gera stórátak og taka almennilega til hjá Tónskáld mega ekki lokast inni í fílabeinsturni Ég á nokkuð stóra fjölskyldu - konu og þrjá stráka, og varð þess vegna að fást við annað en tónsmíðar til að framfleyta okkur. Ég álít líka að tónskáld megi ekki lokast inni í fílabeinsturni og einangrast frá umhverfinu. Ég stofnaði tríó - sem heitir í höfuðið á hollenska málaran- um Mondrian - og það hefur blómstr- að. Það verður talsvert að gera hjá því á næstu vikum og mánuðum, bæði hljómleikaferðir og plötuupp- tökur eru bókaðar fram í tímann. Litlar snjókúlur verða oft fljótt að snjóboltum! Nú, ég spila líka oft með nýrri grúppu, New Music of Scot- land, kem líka fram annað slagið í sjónvarpi og útvarpi og svo koma stundum boð frá Lundúnum um hljómleikaferðir. Ég reyni núorðið að taka bara slíkum tilboðumi ef ég kemst til landa sem ég þekki ekki. Ég fer til dæmis á næstunni til Suð- ur-Ameríku með lítilli kammersveit sem nokkrir kunningjar skipa.“ - Er tónlistarlífið fjörugt í Edin- borg? „Edinborg er ákaflega alþjóðleg þegar Festivalið stendur yfir. Yfir veturinn er líka ágætt tónlistarlíf og þá er magnið ekki aðalatriðið heldur gæðin.“ Kraftur sem togar í mann Hafliði Hallgrímsson hefur verið búsettur erlendis í rúma tvo áratugi eða frá 1964. Honum er raunar mein- illa við að tala um það. Hann segir að sér líði stundum eins og liðhlaupa þegar árin séu talin. Enda hefur hann allan þennan tíma verið á leið- inni heim. Þriðjungur ferðarinnar er að baki en ekki er víst að haldið verði yfir Atlantshafið alveg á næst- unni. „Ég finn það alveg á mér í hvaða átt ísland er í íbúðinni minni í Edin- borg. Það er þessi segull.... þessi kraftur sem togar í mann heim. Ef ég get líkt mér við útvörð íslenskrar tónlistar sem er í beinu andlegu sambandi við Island." Sannleikurinn séður í fjarska Þrátt fyrir langa fjarveru fylgist Hafliði vel með hræringum íslensks tónlistarlífs. Bæði notar hann tæki- færið og hlýðir á tónlist þegar hann kemur heim og lætur senda sér það markverðasta sem skrifað er í íslensk blöð. Hann segist gjarnan vilja að- stoða íslenska tónlistarmenn við að koma sér á framfæri í Edinborg en enn sem komið er hafi það ekki verið stórt í sniðum. „Ég held að verið sé að leggja grunn að langvarandi tónlistarlífi á Viðtal: Arni Snævarr Ljósmyndun: Gunnar V. Andrésson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.