Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1986, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1986, Side 13
DV. LAUGARDAGUR 8. MARS1986. 57 af kvikmyndum. í rauninni voru það kvikmyndir sem gerðu mig að rit- höfundi. ítalskar kvikmyndir. Okkar kvikmyndagerð var í höndum hroka- fullra heimskingja eftir stríðið. Fólk til sveita hafði ekki nóg ofan í sig en í kvikmyndunum voru samyrkju- bændur sýndir halda veislur fyrir þúsundir manna við einhver orku- ver. Svo kom nýja raunsæisstefnan til sögunnar á Italíu. Við sáum myndir eins og Reiðhjólaþjófinn, Róm klukkan ellefu og Opna borg, þar sem lífið var sýnt eins og það var. Þessar myndir höfðu djúptæk áhrif á sálarlíf mitt. En ekki bara mitt, því að ég held að nýja, ítalska raunsæis- stefnan, sem kom fram á tíma hroka- fullu Stalínistanna, hafi í rauninni mótað heila kynslóð; kynslóð sjö- unda áratugarins. Við aðhylltumst öll raunsæisstefnu, líkingakennda raunsæisstefnu." I anda nýju raunsæisstefnunnar Og Évtúsénkó heldur áfram: „Þeg- ar ég gerði Kindergarten hafði ég þessa nýju, ítölsku raunsæisstefnu að leiðarljósi. Ég setti mér það að markmiði að lýsa bernsku minni. Ég vildi segja frá henni eins og hún var. Myndin er því ævisaga mín og afar fátt í henni er skáldskapur. En um leið er hún ævisaga okkar kyn- slóðar. Uppáhaldsatriðið mitt sýnir bænd- ur í Síberíu sitja við veisluborð í brúðkaupi. Þeir eru að syngja söng um fangann sem strauk, en raddirnar eru ekki góðar. Sumir gagnrýnendur hafa farið hörðum orðum um mig fyrir það hve slæmur söngurinn sé. Þeir hafa spurt hvers vegna ég hafi ekki leitað eftir kórfólki. Frá mínum bæjardyrum séð er fegurðin fólgin í því hversdagslega. Stundum segir slæm og brostin rödd meira en þjálf- uð rödd leikarans." „Finnst þér, að þér hafi tekist að gera myndina að því sem þig langaði til að hún yrði?“ „Auðvitað eru á henni veikleika- merki sem einkenna frumsmíði í kvikmyndagerð. Ég ætlaði mér að segja of mikið með henni. Hins vegar er ég í hópi þeirra sem telja að ekki verði hjá því komist að segja of mikið í ljóðagerð og skáld- skap. Mér er ekki gefið um ljóð sem líkja má við samanþjappaðan og rétt myndaðan heybagga. Stráin eiga að standa í allar áttir og í heyinu eiga að vera þurr ber. Svo á bagginn að hoppa og skoppa uppi á vagni og helst eiga nokkrar fallegar og heil- brigðar ungar stúlkur að sitja uppi á heyinu. Þess vegna kann ég að meta Thomas Wolfe. Fólkið, sem kann að meta ljóðin mín, kunni vel að meta kvikmyndina því að hún er eins og ljóðin. Ég byggi alltaf á reglunni um grænmetissúp- una þegar ég yrki eða skrifa. I hana má fleygja hverju sem er; gulrótum, káli og iauk. Það er árangurinn, bragðið af súpunni, sem skiptir máli.“ . Hvað varð um uppreisnarmanninn? „Má ég spyrja þig persónulegrar spurningar? Þegar þú kynntist fyrst Vesturlöndum á fyrri hluta sjöunda áratugarins fór af þér orð fyrir upp- reisnargirni. Þá varstu búinn að yrkja ljóð eins og Babi Yar (um gyðingahatur) og Arftaka Stalíns (aðvörun um að ekki mætti endur- vekja Stalínismann). Á siðari árum hefur þó ímynd þín breyst, að minnsta kosti í augum sumra Vestur- landabúa. Hvernig skýrirðu það? Finnst þér gagnrýnin réttlát?“ „Ég held að ímynd mín hafi aðeins breyst í sumum blöðum á Vestur- löndum en ekki í huga lesenda verka minna. Ég hef aldrei trúað því að miðpunkt mannlegrar vonsku sé aðeins að finna í einu landi.. Dökka hliðin á mannkyninu, það versta í fari okkar, kemur fram í mörgum löndum. Ég vil því endurtaka það, sem ég sagði á rithöfundaþinginu, að rit- höfundar hafa því aðeins rétt til þess að skrifa um það sem gerist í öðrum löndum - þennan ljóta og óþægilega sannleika - ef þeir skrifa sannlei- kann um lífið í sínu eigin landi. Hefði ég ekki ort Babi Yar og Arftaka Stalíns hefði ég ekki haft rétt til þess að yrkja ljóð þar sem Víetnams- styrjöldin var gagnrýnd. Ég held að í augum margra hafi vendipunkturinn verið för mín til yietnams og Bandaríkjanna 1972. Ég orti nokkur ljóð, þar sem ég gagnrýndi styrjöldina í Víetnam og þegar ég kom svo til Bandaríkjanna las ég sum þeirra upp. En af því að boðskapur minn kom heim og saman við yfirlýsta stefnu Sovétstjórnar- innar var þvi haldið fram að ég hefði komið vestur um haf til þess að tala máli hennar. Staðreyndin er sú að ýmsir hlaða- menn, einkum sumir þeirra sem telja sig sérfræðinga í málefnum Sovét- ríkjanna, geta ekki skilið það að sami maðurinn geti lagst gegn al- þjóðlegu gyðingahatri, skriffinnsku- bákninu i heimalandi sínu, Stalínist- um og stríðinu i Víetnam." Gegn persónudýrkun „Hvað er fram undan hjá þér? Hvaða áætlanir hefurðu gert? Ertu að undirbúa nýja kvikmynd?“ „Það merkasta sem ég hef ort er langa kvæðið Fuku. Það er ort í samræmi við grænmetissúpuregluna sem ég hef nefnt. Því er beint gegn einræði. Að baki býr hugsjón því að ég er að benda á að við eigum ekki að hefja til skýjanna sögufræga menn sem leiddu hörmungar yfir sína eigin þjóð og aðrar. I Ijóðinu eru vísur um fangabúðir Stalíns í Kolyma. Þar segir fi-á 19 ára gömlum vörubílstjóra, sem var að aka eftir vegi, sem var lagður úr beinum bænda, og hann hafði hengt mynd af Stalín upp frammi í hjá sér. I ljóð- inu eru mikilvægar línur: „Sá sem gleymir fórnardýrum gærdagsins getur orðið fórnardýr morgundags- ins.“ Annars er meginverkefni mitt á næstunni kvikmyndin Endalok skot- liðanna. Ég skrifaði handritið eftir síðasta hluta sögu Dumas, le Cicomte de Bragelonne. Svo er ég að undirbúa mynd eftir sögu eftir Bulgakov." Þýð: ÁSG í tilefni 100 ára afmælis Landsbankans á þessu ári hefur stjórn bankans ákveðið að gera sparifjáreigendum freistandi afmælistilboð: 100 ára afmælisreikningurinn er verðtryggður innlánsreikningur sem gefur 7,25% ársvexti umfram vísitölu og er aðeins bundinn í 15 mánuði. Þetta er tilboð sem allir peningamenn geta mælt með. . . . . . Landsbanki L Islands Banki altra landsmanna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.