Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1986, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1986, Qupperneq 15
DV. LAUGARDAGUR 8. MARS1986. 59 Fyrsti framhjóla- drifni bíllinn frá Volvo 480 ES BÍLAR - sýndur í fyrsta sinn opinberlega þessa dagana á alþjóðlegu bílasýning- unni í Genf Mælaborðið er fullt af nýjungum og örtölvutæknin er notuð til fulls. Getur ökumaðurinn fengið fram ýmsar upplýsingar um aksturinn og ástand bílsins iakstri. Mikið er lagt upp úr innréttingu og öll sæti eru búin þriggja punkta öryggis- beltum. Umsjón: Jóhannes Reykdal Fremur hljótt hefur verið um vænt- anlegar nýjungar í bílaiðnaðinum undanfarið og fáar nýjungar verið tilkynntar sem vekja mikla athygli. Alþjóðlega bílasýningin í Genf, sem opnaði nú fyrir þessa helgi, hefur yfirleitt verið boðberi nýjunga en nú er aðeins vitað um örfáar verulegar nýjungar sem þar munu sjást í fyrsta sinn. Heyrst hefur af nýjum smábíl frá Citroen en ekki er vitað nú hvort hann muni koma fram í Genf. Peuge- ot verður með nýja útgáfu af „205“- bílnum og Opel hefur tilkynnt um ódýra sportlega útgáfu af Kadett sem þeir kalla „Sprint“. Einn þeirra bíla- framleiðenda, sem þegar hefur kynnt nýjungar, er Lada eins og sagt var frá hér fyrir skömmu en nú er vitað að til viðbótar við 2108 bílinn Samara þá kemur splunkunýr smábíll frá Lada síðar á þessu ári. Þessi bíll kallast OKA og er á stærð við al- minnstu japönsku bílana. Einnig eru Sovétmennirnir með nýja gerð af Volgu og Moskvitch. Sá bíll, sem fyrirfram er vitað um að flestir gesta á bílasýningunni í Genf þessa dagana munu skoða með áhuga, er nýi framhjóladrifni Volvo- inn. Þessi bíll, Volvo 480 ES, er fyrsti framhjóladrifni bíllinn sem fram- leiddur er hjá Volvo og verður smíð- aður í verksmiðjunum í Hollandi. í þessum bíl koma fram fjölmargar nýjungar, bæði hvað varðar hönnun hennar og útlit og eins í húnaði. Segja má að að nokkru sé hér tekið mið af tilraunabílnum LCP2 sem Volvo kynnti fyrir tveimur árum. Sá bíll þótti gefa góð fyrirheit um fram- tíðina. Mikið hefur verið ritað um þennan nýja bíl frá Volvo, jafnvel löngu áður en verksmiðjurnar viðurkenndu til- vist hans. Voru sögusagnirnar orðn- ar svo háværar á tímabili að yfir- stjórn Volvo neyddist til að staðfesta tilvist bílsins á liðnu hausti og sýna hann þótt opinberlega sé hann nú sýndur í fyrsta sinn á bílasýningunni í Genf. Volvo hefur ekki sinnt „sport- lega“ markaðinum í fjöldamörg ár, eða allt frá því að þeir framleiddu P 1800 bílinn á sínum tíma. Með 480 bílnum kemur fram á sjón- arsviðið „ný kynslóð“ bíla frá Volvo, sem sameina bæði nútíð og framtíð. Haldið er í þær hefðir sem ráðið hafa ferðinni hjá verksmiðjunum til þessa, vandaða smíði, öryggiskröfur, aksturseiginleika og góða endingu. Tölvutæknin hefur mikið komið við sögu í hönnun þessa bíls og prófanir á honum og jafnframt er hún notuð í bílnum sjálfum. í útliti er 480 ES líkastur sportbíl enda hefur bíllinn marga slíka eigin- leika. En fyrst óg fremst er þetta fjölskyldubíll af millistærð, kraft- mikill og lipur, en jafnframt spar- neytinn. Lögð var mikil áhersla á að hafa vindmótstöðu sem minnsta til að minnka eyðslu og auka aksturs- eiginleika og stöðugleika. Vind- mótstuðull 480 ES er aðeins 0,34 sem er með því lægra sem gerist í þessum stærðarflokki bíla. Á bílnum er ný hönnun vindkljúfs (spoiler), sem vinnur þannig að loftið, sem streymir undir bílinn í akstri, dregur hann niður og eykur þar með veggrip og stöðugleika. Enn sem fvrr er örvggið í fvrirrúmi hjá verksmiðjunum og umfangsmikl- ar tilraunir voru gerðar með bílinn til að ná fram sem mestu öryggi fyrir ökumann og farþega. Stvrktarbitar eru umhverfis farþegarýmið og eins eru þeir staðir f bílnum sem líkleg- astir eru til að verða fvrir hnjaski sérstaklega styrktir. Þá er í bílnum Tilraunabíllinn LCP2, sem kom fram fyrir tveimur árurn, er að mörgu leyti lyrifrénnári hínsh yj a I8ÖE ST Vélin er léttbyggð en gefur mikið afl, 109 hestöfl, en er jafnframt sparneyt- in. öryggisstýri og tvöfalt hemlakerfi. Bensíntankur er þannig staðsettur að hann á ekki að fá á sig högg.í árekstri. Mikið hefur verið lagt upp úr inn- réttingu með þægindi í huga og mælaborð er á margan hátt nýjung, en þar kemur örtölvutæknin við sögu. Getur ökumaðurinn fengið ýmsar upplýsingar um aksturinn og ástand bílsins en æ fieiri bílafram- leiðendur hafa farið inn á þessa braut í hönnun stjórntækja bíla í dag. Mikið er lagt upp úr miðstöð og loft- ræstikerfi bílsins og eru mun fleiri stillimöguleikar á miðstöð en al- merint tíðkast í dag. Volvo 480 ES flokkast sem bíll af millistærð. Bíllinn er 4,25 metrar á lengd og 1,70 á breidd. Vélin er íjög- urra strokka, 1721 rúmsm að stærð, 109 hestöfi (80 kW) við 6000 sn. á mín. Gírkassinn er fimm gíra. Há- markshraðinn er 190 km á klst. Hröðun er góð, t.d. tekur aðeins 9,5 sek. að koma bílnum i 100 km hraða. Eyðslan er sögð vera um 5,9 lítrar á húndfaðið í stöðu'gum ákstti á 90 kfn meðalhraða en 7.9 lítrar í blönduðum akstri. í þessari útgáfu er bíllinn þriggja dyra og farangursrýmið er allgott, eða frá 160 lítrum í venjulegri stöðu upp í 660 lítra þegar bak aftur- sætis hefur verið lagt fram. Mikið hefur verið lagt upp úr því. að sögn Volvo, að gera allt viðhald og eftirlit með bílnum sem þægileg- ast. Er talið að reglubundið eftirlit, t.d. eftir 2000 km akstur. taki aðeins 25 mínútur enda komi eigandi hílsins reglulega með hann í skoðun sam- kvæmt, þjónustuáætlun. Framleiðendur Volvo bjóða nú, fyrstir bílaffamleiðenda, átta ára ryðvarnarábyrgð sem að vísu er bundin því að eigandinn láti skoða bílinn skv. þjónustubók verksmiðj- anna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.