Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1986, Page 18
62
DV. LAUGARDAGUR 8. MARS1986.
John Malkovich varð ekki frægur á einni nóttu. Hann er nú þrjátíu og eins
árs, lék lengi á sviði í Chicago en hélt til New York fyrir þrem árum og
hefur síðan komið fram í sjónvarpsmyndum og kvikmyndum og leikstýrt
og leikið á sviði. Malkovich hefur fengið leiklistarverðlaun sem kennd eru
við Clarence Derwent, Obie, Jeff Drama Desk, Outer Critics Circle og til-
nefningu til þeirra sem kennd eru við Óskar nokkurn í Hollywood.
Sérkennileg stjarna
John Malkovich minnir ekkert
sérstaklega á kvikmyndastjörnu í
útliti, að minnsta kosti ekki Robert
Redford gerðina. Hann er þó hærri
og myndarlegri en Dustin Hoffman
en ennið farið að færast eins mikið
aftur á hnakka og á Jack Nichol-
son sem þó er til muna eldri maður.
Malkovich lét laga í sér tennurnar
til að styrkja stöðu sína á leiklist-
arbrautinni (eldri bróðir barði úr
honum framtönn í æsku) en hann
notar gleraugu hvenær sem hann
getur leyft sér það starfsins vegna.
Á íslandi hafa kvikmyndahús-
gestir séð Malkovich sem ljós-
myndara í The Killing Fields og
Mr. Will, blinda manninn í Places
in the Heart. Fyrir síðarnefnda
hlutverkið fékk hann óskarsverð-
launaútnefninguna. Upphaffrægð-
ar leikarans má þó rekja til þess
að hann lék ágengan og ofstækis-
fullan ungan mann í sjónvarps-
kvikmynd sem gerð var eftir leik-
riti Sam Shephard, True West.
Margir gagnrýnendur héldu að
Malkovich myndi festast í hlut-
verkum töffaranna, en í Places in
the Heart og með því að leika
soninn Biff í Sölumaður deyr, sjón-
varpsmynd þar sem Dustin Hoff-
man leikur sölumanninn Willy
Loman, sýndi hann á sér nýjar
hliðar. Árið 1985 fór Malkovich svo
með aðalhlutverkið í kvikmynd-
inni Eleni, sem byggir á sannsögu-
legri frásögn bandaríska blaða-
mannsins Nicholas Gage. Gage
sneri aftur til fæðingarþorps sína á
Grikklandi til að komast að því
hverjir hefðu myrt móður hans
fyrir þrjátíu árum og varð margs
vísari. Bókin um þessa ferð varð
undireins metsölubók. Kvikmynd-
in mun þó nokkuð útvötnuð og
harður áróður gegn vondu komm-
unum í borgarastríðinu í Grikk-
landi.
Fjölhæfur leikstjóri
Malkovich hefur leikstýrt nú-
tímaverkum og einnig leikriti eftir
Bernhard Shaw og þykir jafnan
takast vel upp þó gagnrýnendur
hafi fundið að því að leikur undir
stjórn hans sé á stundum fullofsa-
fenginn og ýktur.
En hvort heldur Malkovich leik-
ur ruddafengna unga menn eða
rólegri persónur eins og blinda
manninn í Places in the Heart virð-
ist túlkun hans koma djúpt að
innan. Hann er aldrei yfirborðsleg-
ur og virðist hafa einstæðan hæfi-
leika til að tjá áhorfendum innri
mann ólíkra persóna. Malkovich
eyðir oft dágóðum tíma í að rann-
saka bakgrunn persóna sem hann
á að leika en treystir þó ævinlega
meira á eigið innsæi. Þegar hann
átti að leika hinn blinda Mr. Will
var honum til dæmis bent á að
heimsækja vinnustofu blindra en
hann var þar ekki nema einn dag
og treysti eftir það á sjálfan sig við
sköpun persónunnar.
Malkovich er giftur leikkonunni
Glenne Headly og hún leikur ein-
mitt eiginkonu Gage í Eleni. Hjón-
in kynntust í Chicago og voru bæði
meðal stofnenda að leikhúsi sem
þau kenndu við Steppenwolf, en
margir af samverkamönnum þeirra
þar hafa síðan getið sér gott orð á
leiklistarsviðinu víða um Banda-
ríkin.
Hjónin Glenne Headly og John Malkovich sem Gage hjónin í Eleni.
Malkovich í hlutverki blinda mannsins i Places in the Heart, leiddur af Danny Glover.
- hefur þegar
leikið í
þrem
kvikmyndum,
The Killing
Fields, Places
in the Heart
og Eleni, og
þykir þegar
hafa skipað
sér í fremstu
röð banda-
rískra leikara
Headley sér algerlega um fjármál
þeirra hjóna þyí Malkovich gafst
upp á bankastarfsmönnum - það
var hónum einfaldlega um megn
að skipta við þennan þjóðflokk.
Hún hefur líka þurft að ýta honum
út í alls konar' verkefni því
Malkovich er ákafur kvartari og
vill bara gera það sem honum þykir
skemmtilegt þó hann sé í rauninni
mesti vinnuþjarkur.
Malkovich vildi til dæmis ómögu-
lega fara alla leið til Thailands til
að vera með í Killing Fields, en
þegar eiginkonan hafði nuddað nóg
í honum dreif hann sig á staðinn
og þótti bara gaman.
Úr fjölskyldu sérvitringa
Malkovich er alinn upp í smá-
bænum Benton í Illinois og fjöl-
skylda hans var meðal þeirra efn-
aðri í bænum, átti bæjarblaðið
Benton Evening News. Afi
Malkovich gafst upp á blaðútgáf-
unni og lét eiginkonu sína, sem
fyrir giftinguna hafði verið vinnu-
kona fjölskyldunnar, taka við. Hún
er enn að, 82 ára'gömul, og deilir
skrifstofu með barnabarni sínu,
Danny, bróður John Malkovich.
Danny segir að John hafi verið
heldur vælulegur krakki og slags-
mál tið meðal systkinanna (það var
Danny sem braut tönnina í John).
Systir þeirra bræðra er líka blað-
maður, vinnur í New York og segir
að uppeldið hafi ekkert verið á
heimilinu og slagsmál þeirra systk-
ina mörgum sinnum áhugaverðari
en að glápa á sjónvarp.
Malkovich var lengi mjög óráð-
inn sem unglingur en vinkona hans
benti honum á að taka kúrs í leik-
list í Eastern Illinois University.
Stúlkan gafst síðan upp á samband-
inu við Malkovich og það fékk svo
mikið á hann að hann flutti sig um
set en gat ekki sagt skilið við leik-
listina og hóf nám í henni í Illinois
State University. Ef þessi kven-
maður hefði ekki komið til skjal-
anna væri John Malkovich ef til
vill blaðamaður hjá ömmu sinni og
lesendur Benton Evening News
geta velt því fyrir sér hvort þeir
hafa einhvers að sakna.
-SKJ
MALKOVICH
Töff ljósmyndari: Malkovich í The
Killing Fields.
Dustin Hoffman
Sölumaðurdeyr.
og Malkovich í