Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1986, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1986, Blaðsíða 20
M> MUNA HEILA BOK Torgny Lindgren leit við í Norræna húsinu um daginn. Og las úr eigin verk- um. Og má reyndar telja það umtalsverð- an viðburð þegar þessi ágæti, sænski skáldsagnahöfundur hefur upp sína raust og þylur eigin texta því maðurinn er skemmtilegur upplesari. Og kann verk sín utan að. „Já, ég skrifa stöðugt. En ég skrifa ekkert niður - niður á pappír fyrr en verkið er fullmótað í huga mér og ég hef lært það. Ég kann textann alveg þegar ég loksins byrja að skrifa, kann hverja ein- ustu kommu." H*- Torgny (eða Þórgnýr - segist elskur að norrænum nöfnum og norrænni hefð, jafnt í frásögn sem ýmsu öðru. Sonur hans einn heitir Torgils) vill hvorki nota ritvél eða tölvu, aðeins eigin heilabú og svo gamla pennann, þegar hann „skrifar niður", sem er létt verk, að því er hann segir. „Ég held ég hafi valið mér þennan máta - vegna þess að mér finnst gaman að segja sögur, gaman að segja sjálfum - -mér sögur. Og ég er svo óskaplega latur að ég nenni ekki að erfiða við skrifborð heilan dag, ég geng heldur um gólf eða sinni einhverju öðru á meðan ég er að segja sjálfum mér söguna." Músíkin í textanum „Ég geymi kjarna sögunnar sem ég ætla að segja í minninu. Svo segi ég hana aftur og aftur - þangað til ég finn músík- ina í textanum, músíkina í hverju orði. Tónlist og texti er tvennt alveg náskylt, tel ég vera," sagði Torgny Lindgren. Og sagðist gera sér far um að kompónera »-sinn texta út frá vissum lögmálum tónlist- arinnar. „Mig dreymir líka um að skrifa píanókonsert áður en ég verð allur," sagði hann og brosti. Minni hans er sem stendur bólgið af orðum, því maðurinn gengur með ekki færri en þrjár skáldsögur sem hann á eftir að „skrifa niður" og liberettó fyrir eina óperu. „Ég er reyndar búinn að skrifa niður einar fimmtíu síður af einni þessara skáldsagna, meira er það nú ekki." Torgny Lindgren Norðlendingurinn Hann er Norðlendingur, fæddur og uppalinn á stað sem heitir Raggsjö í Vesturbotni. „Þetta er tunga úr Vestur- botni sem gengur norður í beitarlönd Lapplands. Samarnir ráku sín hreindýr jafnan hjá þarna, og við hittum þá oft. En menning okkar og Sama er svo óskyld að það var ekki og er ekki um neinn raunverulegan samgang að ræða." Lindgren-fjölskyldan flutti svo suður á bóginn. „Það skiptir ekki öllu máli hvar maður býr. Ég tók auðvitað mitt Norrland með mér. Við bjuggum í Vimmerby þar sem ég var m.a. kennari um hríð. Fyrir þremur árum fluttum við til Linköping. Það var nú bara vegna þess að þar höfðu hinir í fjölskyldunni komið auga á og fest ást á stóru, fögru húsi við sjóinn. En ég er farinn að þrá annað umhverfi, stærri staði, kannski eitthvað nær Mið- Evrópu. Þýska er mitt annað tungumál." Bókmenntir eru samtal Sá sem skrifar á tölvu eða festir hverja hugsun á blað, tapar þeim hæfileika sín- um að muna. Og hættir að heyra, segir Torgny. „Og bókmenntir eru samtal," segir hann. „Minnið fyllist af orðum-sem leita svo út. Ef við festum allt á blað frá byrjun þá notar maður ekki minnið. Hættir að heyra. En fólk er á ýmsa lund. Sumir muna allt sem þeir heyra. Ég er þannig. Aðrir muna aðeins það sem þeir sjá. Ég reyni að skrifa fyrir útvarp, helst eitt leikrit á ári. Það finnst mér sérlega skemmtilegt." Torgny talar um „frelsi og öryggi" í frásögninni. Og kemur aftur og aftur að því að sagan eigi að koma úr minninu. Með músíkölskum undirtóni. Og svo kveikir hann í stórri pípu, kreppir stóra hendi um munntóbaksdós, drepur í síga- rettunni og skálmar af stað út í Vatns- mýrina á sínum löngu leggjum. -GG ÁBAKINU \í !7 ' 1 V '. w. J f, ) /A ?." f ‘ SÍSarar kæt ast í höllinni Þúsund manna veisla verður haldin i íþróttahöll- inni á Akureyri á næst- unni. Þrátt fyrir aukningu mikla á veisluhúsnæði á Akureyri er enginn veislu- salur sem tekur SÍS-fólkið á staðnum þegar það vill safnast saman á einn stað. Því hefur verið afráðið að árshátíð SÍS verði haldin i glæstri íþróttahöll Akur- eyringa. Sérstakt dansgólf verður lagt yfir hluta af gólfsvæði hallarinnar og teppi frá sambandinu lagt á aðra gólfhluta sem er alls ekkisvolítillhluti. í hverjum kima hallar- innar er æft alla daga, þar er hlaupið, hnitað og spark- að. A næstunni bætast þús- und SíSarar í hópinn og kætastihöllinni. Kennedy- skemman Á Akureyrarflugvelli er nýleg skcmma. Skemman er reist af Kennedy-bræð- rum svonefndum á Akur- eyri. Kennedy bræður eru kunnir athafnamenn norð- anlands og hefur þessi nafnbót fest við þá, cn annars eru þeir Ágústssyn- ir. Bræðurnir reka m.a. bílaleigu. Þcir eru einnig áhugamenn um flug. Þeir reistu skemmuna á flug- vellinum fyrir flugvélar sinar. Annars er fleira i skemmunni nýju en flug- vélar. Þar mun lika vera glæsileg líkamsræktarstöð sem er til afnota fyrir Kennedyfjölskylduna og vinafólk. íþróttahöll Kennedy- bræðra er fyrir útvalda til að kætast i alla daga á meðan SíSarar á Akureyri þurfa að tjalda til einnar nætur til að upplifa hallar- ævintýri. Nývélí flotann Áfram með fregnir af Kennedy-bræðrum á Akur- eyri. Eins og skemman nýja við flugvöllinn ber vott um eru þoir bræður miklir áhugamenn um íþróttir og flug. Einn hræðranna, Skúli, kom frá Bandaríkj- unum í síðustu viku. Hann flaug heim í nýrri flugvél bræðranna. Flugvélin sú mun kosta rúmar tuttugu milljónir króna. Nú er það spurning hvort bræðurnir byggja við Iþróttaskem- muna á Akureyrarflugvelli. ísmann eða Davíð Æskulýðsforkólfar úr Reykjavík voru nýlega á ferð á Akureyri. Kollegar á Akureyri sýndu þeim margt athyglisvert sem tengist tómstundum ungra og aldinna Akureyringa. Skautasvellin á Akureyri eru rómuð og ekki laust við að Reykvíkingarnir litu þá aðstöðu öfundaraugum. Eitt mesta þarfaþing norð- anmanna sem þeir nota til að halda skautasvellunum spegilsléttum er Ismann. Með ísmann cr hægt að fara út á hálan is og halda honum sléttum og greið- færum. Reykvikingarnir höfðu orö á þvi að þeir þyrftu að eign- ast ísmann. Það var í'lagi af hálfu Akureyringanna en þeir vildu fá Davíð í stað- inn. Skautasvellin á Akur- eyri verða áfram spegil- slétt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.