Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1986, Síða 15
DV. LAUGARDAGUR12. APRÍL1986.
15
Þeirsem séð hafa Amadeus hafa áreiðanlega ekkigleymt
Tom Hulce sem lék Mozart á s vo eftirminnilegan hátt.
Fyrirframmistöðuna hlauthann frægð sem endastmun
honum um Jangan tíma.
Hulce
í einni
af eldri
myndum
sínum.
Hulce hefur nú leikið í annarri
mynd, Echo Park, en henni leik-
stýrir Austurríkismaðurinn Róbert
Dornhelm. Myndin gerist í Los
Angeles og fjallar um konu og tvo
menn! leikkonu, vaxtarræktai--
mann og mann sem flytur pizzur
heim til fólks. Ýmsum þykir ekki
mjög mikið til myndarinnar koma
þegar hún er þorin saman við
Amadeus en Hulce segist hafa tek-
ið hlutverkið alvarlega.
„Vildi fylgja túlkun Róberts"
„Kvikmynd er mjög háð túlkun
leikstjórans," segir Hulce, „og ég
vildi fylgja túlkun Róberts. Mér
fannst athyglisvert að sjá hvernig
hann vinnur því að hann er ekki
alinn upp í Hollywood. Þá fannst
mér einnig áhugavert að kynna
mér stefnu hans í kvikmyndagerð;
hann velur sér óvenjuleg viðfangs-
efni og gerir skemmtiefni úr því.
Það kom meðal annars greinilega
fram í She Dances Alone.
Vildi ólíkt hlutverk
Hulce segir að hann hafi ekki
aðeins langað tii þess að vinna með
Róbert Dornhelm heldur hafi hann
langað afar mikið til þess að leika
hlutverk sem væri eins ólíkt Moz-
art og hugsast gæti. Það hafi orðið
honum enn meiri hvatning til þess
að leika pizzufiutningamanninn í
Echo Park. „Verði ég fyrir bíl á
morgun þá vil ég geta verið stoltur
yfir því sem ég gerði síðast." Þann-
ig lýsir Hulce hugarfari sínu er
hann lék í nýju myndinni.
Fæddur i Wisconsinfylki
Tom Hulce minnir á margan hátt
á New Yorkbúa, ekki síst hreimur-
inn. Hann er hins vegar fæddur í
bænum White Water í Wisconsin-
fylki. Hann var einn fjögurra
systkina og fór að heiman gegn
vilja foreldra sinna er hann var 15
ára til þess að fara í Norður-Karól-
ínuleiklistarskólann. „Það vilja
margir fara frá Miðvesturríkjun-
um,“ segir hann til skýringar. „Ég
held raunverulega að maður sé of
ungur 15 ára til að fara í leiklistar-
skóla,“ bætir hann svo við. „Mér
fannst ég hins vegar verða að gera
það. Það gekk ekki vel fyrir okkur
heima á þessum tíma. Mamma og
pabbi voru að skilja og í rauninni
gekk allt á afturfótunum.
Ég vissi að sjálfsögðu ekki að ég
yrði leikari þegar óg var strákur
en ég var þó ákveðinn í að verða
eitthvað.' Um tima ætlaði ég að
verða söngvari en svo breyttist
röddin í mér svo að ég varð leikari
í staðinn."
Til New York eflir námið
Þegar Hulce hafði lokið leiklist-
arnámi hélt hann til New York en
ekki Hollywood. Hann hafði þá
mikinn áhuga á því að leika á sviði
og um tíma lét hann sig dreyma
um að geta farið á milli leikhúsa í
Bandaríkjunum. Er hann hafði ve-
rið í heimsborginni í hálfan annan
mánuð hitti hann Peter Schaffer
(Amadeus) og það varð til þess að
hann gerðist varaleikari Peters
Hirth í Equus. Svo fór að Hulce tók
við hlutverkinu og lék þá á móti
Anthony Perkins. Þá var hann
aðeins 19 ára og stóð sig vel.
Önnur sviðshlutverk
Hulce fékk síðan önnur hlutverk
á sviði og má þar nefna Rómeó og
Júlíu, Mávinn, eftir Chekov, Július
Caesar og Tólf drauma. Þá leik-
stýrði hann söngleik sem hét Sleep
Around Town en svo fékk hann
hlutverk í sjónvarpskvikmyndinni
Emily, Emily, og það leiddi til þess
að hann fór að hjálpa vangefnum
börnum.
Smáhlutverk í kvikmyndum í
fyrstu
Fyrstu hlutverk Hulce í kvik-
mvndum voru litil. Hann lék i
30/9/55, Those Lips, those Eyes (á
móti Frank Langella) og gaman-
mynd Johns Landis, National
Lampoon's Animal House. Það var
hins vegar túlkun Toms Hulce á
Mozart sem færði honiun heims-
frægð og marga aðdáendur meðal
kvenþjóðarinnar. I því sambandi
hefur hann stundum vísað í um-
mæli stúlku einnar sem sagði:
„Hann er svo sætur að mann lang-
ar til að stinga honum í vasann."
Að verða þritugur
Tom Hulce er svo unglegur að
það er erfitt að trúa því að hann
sé orðinn 29 ára. Hann er bjartsýnn
að eðlisfari og það er ekki að sjá
að frægðin og velgengnin hafi stig-
ið honum til höfuðs. Hann gengur
ekki áberandi klæddur og virðist
ekki hafa látið fé og frægð breyta
venjum sínum neitt að ráði. „Ég
vona að ég taki aldrei ákvarðanir
af því einu að fé er í boði,“ segir
hann, „og vonast til þess að geta
valið mér viðfangsefni eftir því
hver þau eru og hverjir eiga að
starfa með mér, svo lengi sem ég
get borgað reikningana mína."
Slakar vel á
Það heíúr vakið athygli hve vel
Hulce slakar á þegar hann er að
vinna. Hann viðurkennir þó að það
sé ekki meðfæddur hæfileiki heldur
hafi hann þegið góð ráð frá sál-
fræðingi. „Ég þakka guði fyrir
þau,“ segir hann, „því að annars
heföi ég aldrei getað skilað af mér
hlutverki Mozarts á þann hátt sem
ég gerði. Áður fyrr tók ég starfið
mjög alvarlega en svo tókst mér
að átta mig á því að í því var ekki
um líf eða dauða að tefla."
Þó sagður samviskusamur
Þótt þeim sem til þekkja beri
saman um að Hulce fari sér nú
hægar en áður þá ber öllum saman
um að hann sé afar samviskusamur
og búi sig vel undir ný hlutverk. Á
meðan á töku Amadeus stóð æfði
hann sig á píanó í fjórar stundir á
dag, lærði að lesa og skrifa nótur
og kynnti sér grundvallaratriði í
hljómsveitarstjórn. Hann er mikill
áhugamaður um hljómlist (bæði
sígilda og popp) og það er því ef til
vill ekki að undra þótt hann leiki
í Echo Park mann sem semur lög
á laun.
Erfitt að
skýrgreina töfrana
Þótt Hulce segi að sig langi til
þess að leika undir stjóm allra
frægustu leikstjóranna þá á hann
erfitt með að skýrgreina töfra leik-
listarinnar. „Starf mitt er að gæða
sköpunarverk annarra lífi. Það má
því vera að við séum töframenn.
Ég spyr sjálfan mig oft að þvi hvers
vegna ég sé leikari og hvort ég
gæti ekki gert eitthvað annað. en
sannleikurinn er sá að ég elska
þetta starf.“
Þýð. ÁSG