Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1986, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1986, Side 2
46 DV. LAUGARDAGUR 24. MAÍ 1986. Hughraustir Kanar 200 Bandaríkjamenn hafa afpantað herbergi sín í sumar á Grand Hotel í Torquay í kjölfar þess að frú Thatcher leyfði bandarískum sprengjuflugvélum, sem köstuðu eyðileggingunni yfir Líbýu, að hefja sitt flug í Bretlandi. Kanarnir þora ekki til Evrópu - og allra síst til Bretlands. En nú hefur hótelstjórinn á Grand Hotel, Ray Lott að nafni, ákveðið að veita sérstök „hugrekkisverðlaun" þeim Bandaríkjamönnum sem samt sem áður koma til Torquay í sumar. Verðlaunin verða annars vegar skrautritað skjal og hins vegar sér- stakur drykkur sem nefndur er eftir bandarísku stríðsorðunni „Purple Heart“ - og er búinn til úr vodka, bláum Curacao líkjör, grenadin og grapealdinsafa. Menn endurheimta hug sinn, hafi þeir honum tapað, við það eitt að bragða þennan drykk. Og fylgir sög- unni að hann sé trúlega hættulegri en líbýskir hermdarverkamenn. Framtíðin tryggð Norska tlugfélagið Widerö hefur boðið nýfæddu barni starf sem flug- freyja. Barnið fæddist fyrir viku um borð i flugvél frá Widerö, en félagið sinnir innanlandsflugi í Noregi. Eina ráðningarkrafan sem hin ný- fædda stúlka þarf að uppfylla áður en hún tekur við starfanum, er að hafa náð nægilega háum aldri. Drauga- gangurí Kenýa Járnbrautarstarfsmaður einn í ná- grenni Nairobi í Kenýa getur nú varpað öndinni léttar. Loksins eru menn famir að trúa honum - ef það bætir eitthvað úr fyrir honum. Mað- urinn hafði lengi sagt ógnarlegar draugasögur af afturgöngum sem gerðu honum og fjölskyldu hans lífið leitt. Og enginn lagði trúnað á orð hans. En nú hafa nokkrir blaðamenn orðið vitni að reimleikunum - og allir trúa. Blaðamennirnir sáu hvernig flösk- ur skullu fyrir eigin krafti í veggi og í þá sjálfa og hvernig vatnsfata hellti úr sjálfri sér. Járnbrautarstarfsmaðurinn, Will- iam Ndungi Michobo, hefur skýrt mönnum frá því hvernig drauga- pakkið hefur molað sundur baðher- bergið hans, baðker, handlaug, salernisskál og allt annað naglfast í gömlu íbúðinni og að auki grýtt börnin hans. Michobo skipti um íbúð - en þá gerðist hið undarlega, a.m.k. finnst okkur, skyggnum Islendingum, það óvenjulegt: draugarnir fluttu með honum. | - Og nú hafa þeir magnast, segir Michobo - þeir skirrast ekki við óþokkabrögðin um hábjartan dag. Kanar sáu aldrei draug Enn um draugagang: Þegar Bretar komu til fslands og hernámu oss í stríðsbyrjun kom í ljós að þeir sáu alla þá drauga sem íslendingar þekktu til og höfðu séð. Og reyndar sáu þeir marga ffeiri því margur draugurinn fór að gera vart við sig þegar breski herinn fór að vera með jarðrask, umbætur og niðurrif, drykkjusöngva um nætur o.s.frv. Breiðsíðan hefúr jafnvel heyrt af því að Bretar hafi snúið sér til bæjar- stjórna eða fógeta í byggðarlögum og kvartað undan draugum á ís- landi. En reyndar þekktu þeir fyrir- bærið heiman að frá sér og vissu að það var náttúrlegt. Draugar eru auð- vitað bara hluti af lífríkinu. Þegar svo Ameríkanar leystu Breta af hólmi við varðstöðuna úti hér b.rá svo við að allir draugar stungu sér í gleymsku og dá. Ekki befur Breið- síðan frétt af einum einasta Kana sem hafi séð draug á fslandi. Verðugt viðfangsefni fyrir reim- leikafræðinga. Dýr klukka Sænsk fjölskylda, sem ekki vill láta nafiis síns getið, hefur sett gömlu ættarklukkuna sína á uppboð. Klukkan var saman sett á fimmtándu öld og talin mjög verðmæt. Trúlega fær fjölskyldan vel þegna viðbótar- peninga og getur skroppið í sumarfrí í ár. Klukkan á að kosta 35 milljónir króna, reyndar rúmlega það. Það var safnari nokkur sem keypti klukkuna til einkasafns síns og borgaði með svissneskum frönkum. Klukkan var smíðuð i Frakklandi úr bláu emalji og gulli, sett demöntum. Vor er í lofti. Hvar er ykkar? Liðþjálfa- list í kjallara i húsi einu nærri Huy í Belgíu hafa fundist 20 málverk, sem flestir bendir til að Adolf Hitler fyrr- um liðþjálfi hafi málað. Myndirnar fundust í kistu, sem auk myndanna var full af peningum frá árinu 1913. Myndirnar voru af landslagi og byggingum á Flandri, ÁSKRIFENDA ÞJÚNUSTA KVARTANIR ÁSKRIFENDUR ERU VINSAMLEGAST BEÐNIR AÐ HAFA SAMBAND VIÐ AFGREIÐSLUNA, EF BLAÐIÐ BERST EKKI. Við höfum nú opið lengur: Virka daga kl. 9-21 Laugardaga kl. 9-14 SfMINN ER Z7022 AFGREIÐSLA Þverholti 11 - Sími 27022 A BLAÐSOLUSTOÐUM Ákaflega fom í mér enda alinn upp á safni Viðtal við Þórarin FIHiárn Karlaklúbbar Arkitektalegur, lista- Alltsem þig hefuralltaf mannslegur, fríkaður langað til að vita um fatahönnuður og skrif- kræklinga,.. en þorðir stofustúlkuyfirbragöið ekki að spyrja

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.