Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1986, Blaðsíða 3
DV. LAUGARDAGUR 24. MAÍ 1986.
47
en þar var þessi liðþjálfi á vappi á
árunum 1914 til 1918.
Ef þessi liðþjálfabulla hefði nú bara
haldið sig að málverkinu!
Á næsta leiti
Langdrægur
tölvuteikn-
aður
svighringur
Uppfinningamaðurinn Alan Adler
hefur hannað svifhring (frisbee) sem
lengst hefur svifið 318 metra. Það er
heimsmet. Fyrra met var sett með
öðrum hring sem Adler hannaði,
hann komst 261 metra árið 1980.
Hringur Adlers er holur að innan,
ólíkt venjulegum svifhringjum.
Galdurinn við hringinn er þunn rönd
yst á hringnum. Hún gerir hann
stöðugan. Hringurinn er gerður úr
hörðum polykarbonatkjama en
mjúkt plast er látið utan um.
Það var tölva sem hannaði hring-
inn.
Flösku-
póstur
Nokkrir strákar í Massachusetts í
Bandaríkjunum skrifuðu bréf hvar i
þeir óskuðu eftir bréfavinum. Svo
settu þeir bréfið í flösku og vörpuðu
flöskunni í Atlantshafið.
Fimmtán mánuðum síðar tók
flaskan land í Louro á N-Spáni. Og
þar fann níu ára gamall drengur
hana.
Dagblaðið „La Voz de Galicia"
(Rödd Galisíu) birti bréfið og nú hafa
strákamir frá Massachusetts eignast
marga bréfavini.
Það er langt síðan einhver kenndi
mér samkvæmisleik sem er þannig
að í upphafi fara þrír menn inn í
herbergi með tvær flöskur á mann,
drekka úr flöskunum og að því
búnu fer einn þremenninganna út
úr herberginu. Síðan eiga þeir tveir
sem eftir eru að reyna að finna út
hver það var sem fór.
Ekki veit ég af hverju mér datt
þessi ágæti leikur í hug einmitt
núna en það er örugglega ekki
vegna þess að sveitarstjórnarkosn-
ingar standa fyrir dyrum þótt þær
standi fyrir dyrum og alls staðar
vanti betri höfn, nema kannski á
Egilsstöðum, betri vegi, betri sam-
göngur í lofti og sums staðar meira
að segja áfengisútsölu.
Svo las ég það í einhverju blaði
ekki alls fyrir löngu að fólk á Reyð-
arfirði væri enn að bíða eftir
einhverri verksmiðju, sem á það
fyrir höndum að breyta mannlífinu
á staðnum, lífríkinu við fjörðinn
og atvinnuhorfum vörubílstjóra.
Það kemur sem sagt alltaf í ljós
skömmu fyrir kosningar hvað bet-
ur má fara í þjóðlífinu en þó hef
ég ekki heyrt neinn frambjóðanda
úti á landi kvarta yfir skorti á pan-
hópum og leðjusýningum í sinni
heimabyggð en ef marka má aug-
lýsingar er þetta það næstskemmti-
legasta sem hægt er að hugsa sér.
Það skemmtilegasta er nektar-
sýning og þegar þetta er skrifað er
enn verið að auglýsa eftir fram-
bjóðendum sem láta standa á sér
einhverra hluta vegna.
Ekkert nýtt
Um svipað leyti og ég var að
uppgötva muninn á sjálfum mér og
óæðra kyninu, ég komst að því eft-
ir talsverðar rannsóknir að það var
Háaloft
BENEDIKT AXELSSON
innflutningurinn búinn að klæða
sig úr hönskunum og sveifla þeim
í kringum sig á svo tælandi hátt
að maður á næsta borði blístraði
og taka af sér trefil.
Fleiri fötum fækkaði blessuð
konan nú ekki í það skiptið fyrr
en uppi á slysadeild.
Vonandi verða íslenskir nektar-
sýnendur ekki látnir hoppa mikið
yfir bekki.
Alvara lífsins
Eins og ég gat um áðan eru kosn-
ingar á næsta leiti og af því tilefni
eru frambjóðendur í Reykjavík til
sýnis á vinnustöðum þar sem talað
er um alvöru lífsins og grjótið frá
Portúgal.
Þetta grjót er víst einhvers staðar
á Laugaveginum og þess vegna er
viðbúið að þó nokkuð margir hafi
traðkað á þessu kosningamáli nú
þegar þótt ég sé ekki einn af þeim.
Ég hef ekki einu sinni séð þetta
grjót sem veldur svona mikilli
geðshræringu hjá borgarfulltrúum
en hins vegar bjó ég fyrir löngu í
Kópavogi og þar þurfti maður ekk:
aldeilis að gera sér ferð á hendur
til að virða fyrir sér stein.
Maður þurfti ekki annað að gera
en líta út um glugga.
Og nú er aðeins vika í kosningar
og því kannski nokkuð seint að
koma með tillögu um breytingu á
fyrirkomulagi þeirra en ég hef
stundum verið að velta því fyrir
mér hvort ekki mætti spara bæði
tíma og peninga með því að láta
frambjóðendur til dæmis keppa í
hástökki.
Kveðja
Ben. Ax.
miklu síðhærðara, voru framtaks-
samir menn i óðaönn að flytja inn
fatafellur og þótt merkilegt megi
virðast var ekki farið fram á niður-
fellingu á tolli eins og björgunar-
sveitir gera til dæmis þegar þær
kaupa snjóbíla.
Þótt ég ætti að sjálfsögðu ekki
að segja frá því hér varð ég eitt
sinn svo frægur að horfa á svona
kvenmann og var nálægt því að
komast að raun um það sem að-
greinir kynin fyrir utan síða hárið.
Þessi viðburður átti sér stað í
Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll
og það sem mér er einna minnis-
stæðast frá þessu kvöldi er það að
tiltölulega snemma þurfti innflutta
konan að klofa vfir bekk sem var
á sviðinu en þá tókst svo illa til
að hún datt um bekkinn og meiddi
sig.
Áður en þetta óhapp varð var
- Hvað er það sem við ættum að
gefa borginni okkar í afmælisgjöf
á tvö hundruð ára afmælinu?
Hann hallar sér yfir borðið, rauð-
eygður og rámur, byrjaði að halda
upp á afmælið um áramót og segist
ætla að halda því áfram fram að
næstu áramótum.
- Þetta er borgin sem hefur alið
okkur alla við brjóst sér, hér lærð-
um við að spila fótbolta á mal-
bikinu, svo var borginni fyrir að
þakka að við þurftum ekki að reka
bcljur kvölds og morgna eða eltast
við rolluskjátur upp og ofan snar-
brattar brekkur!
Hann réttir úr sér meðan hann
fer með þessa ástarjátningu og lítur
sigri hrósandi í kringum sig að
henni lokinni. En það nennir eng-
inn að hlusta á hann svo hann
fornemast og lemur í borðið.
Þetta er elsta byggð á íslandi,
hér kom Ingólfur aðvífandi og sá
landkostina blasa við, þó heimskir
þrælar nöldruðu! En þau voru sam-
heldin og dugleg hjónin, a.m.k.
finnast þess engin merki að Hall-
veig hafi nöldrað! Og svo sitjið þið
hér, arftakar Ingólfs, og nennið
ekki um annað að tala en fótbolta!
Einn viðstaddra lét nú svo lítið
að svara ræðumanninum og upp-
lýsti hann um það að Valsarar
væru nú Islandsmeistarár, eins og
viðeigandi væri á afmælisári
Reykjavíkur, og nú væru menn að
ræða nauðsyn þess að Revkjavík-
urliðyrði aftur Islandsmeistari í ár!
Það væri útaffyrirsig ekki slæm
afmælisgjöf, segir unnandi Reykja-
víkur treglega. En ég var nú að
reyna að láta mérdetta í hug ein-
Hyldýpið
Olafur B. Guðnason
hverja veglegri afmælisgjöf á
þessum stórmerku tímamótum.
Hvað er það sem helst er að í
Reykjavík?
Honum gekk teglega i fvrstu að
fá okkur til þess að viðurkenna að
nokkuö væri að í Reykjavík. en að
lokum skapaðist eining um eftir-
farandi vankantalista.
1. Reykvíkingar eru fúllvndir.
2. Umferðarmenning engin.
•^,3. Bíl astæði ófinnanleg.
•L Húsin Ijót.
5. Hnattstaða afleit. ætti að vera
mun suðlægari.
Já. það er nokkuð til í þessu.
sagði unnandi Revkjavíkur. hugsi.
Viö getiun lítið gert við lvndis-
einkunn íliúanna! Enda held ég að
fúllyndi Revkvíkinga stafi ekki síst
af því hvað umferðin gengur treg-
lega. Revkvíkingar eru alltaf of
seinir. hafiði tekið eftir því?
- Svo er það þetta með arkítekt-
úrinn í Reykjavík. Um það verður
ekki deilt að Reykjavík er ekki
borg hinna fögru bygginga! Allar
fegurstu bvggingar í borginni voru
bvggðar áður en fyrsti íslendingur-
inn lærði húsagerðarlist.
- Hnattstaðan er óhagstæð. ég
er því sammála. Það hafa runnið
upp þeir vetrarmorgnar að ég hef
velt því fyrir mér af liverju lngólfur
sigldi ekki eitthvað suður á bóginn.
til Kanarí. eða Azór! En við hnatt-
stöðunni getum við ekki gert
annað en að bíða eftir loftslags-
breytingu.
Unnandi Revkjavíkur brosti nú
breitt. - En umferðarmenningin er
annað mál! Vitið þið af hverju
Reykvíkingar eru alltaf svona til-
litslausir i umferðinni? Þeir eru
nefnilega alltaf að luigsa um það
hvar þeir geti lagt bílnum! Það er
bílastæðaskorturinn sem skapar
vonda umferðarmenningu. Reyk-
vikingar ættu að færa sjálfum sér
bilastæði í afmælisgjöf! Hugsiði
vkkur morgunn afmælisdagsins.
þúsund ný bílastæði opin almenn-
ingi í fvrsta sinn. Og þennan fyrsta'
dag vrðu engir stöðumælar heldur
risastór kerti! Og bílstjórarnir
mvndu blása á þau um leið og þeir
legöu bíhtnum.
Unnandi Revkjavíkur hugsaði
sig um andartak, og ljómaði svo
allur. Svo mætti auglýsa Reykia-
vík erlendis. eins og stórverslan-
irnar hér heima. og klykkja út með
slagorðimt: Nasg lúlastæði.