Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1986, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1986, Side 4
48 DV. LAUGARDAGUR 24. MAÍ 1986. „Aldrei frost í júlí“ Trausti Jónsson veðurfræðingur hefur tekið saman úrýmsum gögnum skemmtilegt rit sem fjallar um veður- far á höfuðborgarsvæðinu. Trausti vann verkið fyrir Skipulagsstofu höf- uðborgarsvæðisins, en sú stofa er rekin af Samtökum sveitarfélaga á því svæði - og gengst stundum fyrir útgáfu sérrita um málefni síns um- dæmis. Leikmanni virðist rit Trausta um veðrið bráðnauðsynlegt, bæði til al- mennrar upplýsingar um þennan þýðingarmikla þátt í daglegu lífí hvers manns og svo einnig til að auðvelda áhugamönnum um veður og veðurspá grundvöll til að standa á vilji menn verða ögn vísindalegri í tali sínu um veður. Höfuðborgar- svæðið telst vera öll Kjósarsýsla, Reykjavík, Kópavogur, Garðabær, Hafnarfjörður og Seltjarnarnes. Landslag hefur áhrif á hita „Hitafar á höfuðborgarsvæðinu ræðst í stórum dráttum af nálægð hafsins," segir Trausti í samantekt sinni. „Hitasveiflur eru hér minni en innar í landinu, bæði einstaka daga og svo í mánaðarmeðaltölum...Hiti lækkar að meðaltali um u.þ.b. 0,6 gráður C við hverja 100 m yfir sjó. Einstaka daga munar talsvert um nærveru sjávarins, en hann dregur úr hitasveiflum. Landslag hefur tals- verð áhrif á hitafar. Flesta mánuði ársins, en mest þó á vetrum, kólnar loft talsvert yfir landi vegna útgeisl- unar (langmest á nóttum). Oft gerist þetta í tiltölulega grunnu lagi, sem er stundum nokkrir metrar á þykkt, en alloft tugir metra og stundum meira. Ofan þessa tiltölulega kalda lags er loft sem kólnar lítið. Ef land er aflíðandi getur þetta kalda loft runnið líkt og vatn í átt til sjávar. Stórir hlutar höfuðborgarsvæðisins eru þannig eins konar afrennslis- svæði fyrir loft, sem kólnar í heiða- löndunum suður og austur af borginni, en streymir síðan í átt til sjávar og kólnar enn þótt hitahækk- un vegna niðurstreymis vinni hér nokkuð á móti.“ (-t) Vesturbærinn er vindabæli Áhugamenn um veðurfar í Reykja- vík og nágrenni hafa að sjálfsögðu veitt ýmsum sérkennum athygli og myndað sínar einka-kenningar um veðurlag á einstökum svæðum, borg- arhverfum, jafnvel götum. Vestur- bærinn hefur t.a.m. löngum orðið að sæta því að þar er talið vindasamara en austan við læk. Trausti dregur fram upplýsingar um vindáttir og sýnir með svokallaðri vindrós. Þar kemur fram að Hvalfjarðarstrengur- inn svonefndi hefur sín áhrif í Reykjavík en einkum þó í vestur- hluta borgarinnar. Um vindrósimar segir Trausti annars: „Það sem almennt einkennir vind- rósirnar eru mikil landslagsáhrif. Grafarholt (sem og svæðin sunnan og austan borgarinnar) er mjög und- ir áhrifum lofts sem kemur ofan úr heiðalöndunum. Á vindrósinni fyrir Reykjavíkurflugvöll (sjá mynd) er eftirtektarvert hversu sjaldan vindur blæs af norð-austri. Sennilega stafar það bæði af nálægð Esjunnar svo og landslagi við flugvöllinn. Þessi „vöntun“ á norð-austanátt kemur einnig mjög vel fram á vindrósinni frá Nesi, en þar kemur svokallaður Hvalfjarðarstrengur vel fram...“ Sólskinsstundir flestar í maí Á árunum 1951 til 80 voru sólskins- stundir í Reykjavík að meðaltali 1289 á ári. Þær eru flestar í maí, eða 191, en fæstar í desember - 4 talsins (sjá mynd). Fjöll skerða nokkuð þann tíma sem sól sést frá Reykjavík. Á heiðskírum dögum í júní er sólskins- stundafjöldi að meðaltali 17,9 stundir en 16,5 í maí. í maí mælist sólskin 37% af þeim tíma sem verið gæti ef alltaf væri heiðskírt. Þetta hlutfall er hæst í maí og yfir 30% alla mán- uði frá og með mars til og með september, en er nokkru lægra aðra mánuði. Sólskin varð mest svo að vitað sé 1924 - 1631 klst., en minnst 1983 - 943 stundir. Trausti Jónsson veðurfræðingur segir í grein sinni að dagur sé talinn heiðskír ef skýjahula sé til jafnaðar minni en 1/5 af himinhvolfinu. Á svipaðan hátt er dagur talinn alskýj- aður ef meira en 4/5 hlutar himins eru huldir skýjum. I Reykjavík voru að meðaltali 14 dagar á ári heiðskír- ir, en 187 alskýjaðir á árunum 1971-80. Meðalhiti í Reykjavík í maímánuði á árunum 1931 til 1960 er 6,9 gráður. 7,3 gráður ef tekið er mið af mæling- um við Elliðaárstöð og 6,2 á Hólmi nærri Rauðavatni. Meðalhitinn í Reykjavík á árinum 1971 til 1980 er í maí 6,2 stig og 6,7 við Elliðaárstöð. Þetta er vissulega enginn hitabeltis- hiti. Og raunar á fátt að treysta varðandi hitastig í Reykjavík fremur en annars staðar á landinu nema hvað Trausti bendir á að aldrei hafi mælst frost í júlí á höfuðborgarsvæð- inu. -GG mm 100 ■ | 1 [ llll! 60 Wmm ;:jSÍ:Íg:W:| mm iiiiiiiiiiiii iiiiiiiiiiii m WMMM I " ! lilii liiil mmm 111 ill ÍÍÍii:>iÍ:i Í:i:i:i:i:ii:: ■p . F 4 wsm 40 WBm &e£&sí3 11:111 X;X;X;XvX;X m WMM8& 11111 WMM mm iliii im l‘:Í:Í:Í:Í:Í::: IIIIl slliil llll 1111 111 iiiiii im Ii« 1111 llllll ÍiíXvÍiÍÍÍi ii^iiíiiii: jjjj :v!vÉvX;!;íí wXvXwXv! 'ÍX-X-X'XóÍÍ í’::: x'- 111111 ■H IRI |li! mmmm llllii |JJ m in mmm lltlllÉ mmim mmm . III! «11 mrním wmm£ MMMM HK lllli mmwm WM WwMM ii:iÍ:Í:Í:Í:Í:: IxÍviÍÍÍi;::: Í:i:i:Í:Í:::Í: ■II llpi mmm Illll llllm ■ Í-iiSSiiÍÍ:-:: mMMM III! IIII •Xv.v.w.v.v. II!!! Íiiiixiiiii 1111 0 _ i XwX'X'XvX;! lllii 111«! Illll 11111 MMMM ■ « mmxm mrnrni WA'.W.'.V.V. MMMM 1111:111 m mm 111111 Síííííf-iíííí liiii mmm illii 1111 ilililii ■■ Mwmi. «111 lllllll iilllí iiiwii liiiiíll mm vXv.vXv.v.v œm<mi 111 IIiilll :::Í:::Í:Í:Í:Í:: 1 iiillll iflll nn vXw.v^jXv ' :ÍÍi:iÍÍ::Í:Í MMM- mmm Jan Feb Mar Apr Mai Jún Júl Ág Sep Okt Nóv Des. Vindrós fyrir Nes 1949 til 68. Tíðni vindátta, allt árið %. Meðalmánaðarúrkoma í Reykjavik.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.