Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1986, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1986, Blaðsíða 7
DV. LAUGARDAGUR 24. MAÍ 1986. 51 Claude Picasso. Paloma Picasso, nú eftirsóttur hönnuður. Arfleifð Picassos Pablo Picasso, einhver frægasti og ríkasti mynd- listarmaður sem uppi hefur verið, lést án þess að gera erfðaskrá. Nánir vinir hans töldu að það hefði verið með ráðum gjört. Eftir jarðarförina sagði Paulo, sonur listamannsins, við blaðamenn: „Faðir minn minntist aldrei á erfðaskrá meðan hann var á lífi því hann vildi ekki heyra á dauðann minnst." Franska ljóðskáldið André Verdet bætti við: „Á Spáni er það ekki til siðs að strengja heit eða gera erfða- skrár. Gamalt katalónskt máltæki segir að sá sem skrifi undir erfðaskrá undirriti um leið eigin dauðadóm." Picasso reyndi í lengstu lög að halda í æsku sína og storka Elli kerl- ingu. „Allt sem ég geri geri ég fyrir nútíð,“ segir hann á einum stað. En hann hafði líka megnustu fyrir- litningu á allri opinberri afskipta- semi og skrifræði enda hafði hann efni á því. Það var honum mikils virði að geta gefið heiminum langt nef þegar honum sýndist „dire merde á tout le monde“. Því hefði hann eflaust haft takmarkaðan áhuga á þeim skýrslugerðum og skrififinnsku, sem fylgir erfðaskrá. Picasso taldi sig hafa skilað sínu dagsverki, nú máttu aðrir gjöra svo vel að sjá um afgang- inn. En eins mikill hrekkjalómur og æringi sem hann var, hefur Picasso sennilega brosað í kampinn við til- hugsunina um þá ringulreið og deilur sem dauði hans mundi orsaka. Hundruð milljóna Eftirlátnar eignir hans voru gífur- legar, bæði að umfangi og verðgildi. Meðal hús- og jarðeigna hans voru Chateau de Vauvenargues, sem er höll frá miðöldum í Suður-Frakk- landi, ásamt með 2600 ekrum lands, stórhýsið Notre Dame de Vie á Cote dÁzur, 17. aldar höll, Chateau de Boisgeloup í Normandí, sem Picasso keypti á kreppuárunum en bjó ekki í síðustu 38 ár ævi sinnar, og 15 her- bergja villa í Cannes sem ber nafnið La Californie. í dag gætu þessar eignir verið 150 milljón króna virði. Picasso lét einnig eftir sig miklar peningafúlgur í Banque Nationale de Commerce Industrielle í París, hugsanlega meira en 200 milljónir króna á núverandi gengi. En mestu auðæfi Picassos var þó að finna í listaverkum hans. Hann hélt til haga öllu sem rak á fjörur hans og er hann lést fundust í fórum hans hálfrar aldar gamlir hattar, skór og verkfæri, dreifð um alla dval- arstaði hans. En Picasso safnaði fleiru en gömlu drasli. Hann keypti myndir eftir aðra listamenn, bæði eftir vini eins og Braque, Matisse, Miró og Cocteau. og lærifeður, svo sem Cézanne, Cour- bet, Degas og Corot. Þessar myndir mundu nú vera metnar á yfir hundrað milljónir ís- lenskra króna. Eigin verk aðalgóssið Þá er aðalgóssið eftir, þ.e. Picasso- myndir Picassos. Allt frá þvi á þriðja áratug aldarinnar hafði Picasso fyrir sið að kaupa margar mynda sinna til baka, sérstaklega þær sem hann hafði neyðst til að selja þegar hann var ungur og snauður. Sjálfur seldi hann sjaldnast myndir nema að vel yfirveguðu ráði og einn umboðsmanna hans, Heinz Berrgru- en, sagði að Picasso hefði ævinlega haldið eftir „bestu myndunum, eink- um þegar um myndraðir var að ræða“. Enn liggja ekki fyrir upplýsingar um fjölda og verðgildi þessara verka, þótt úrval þeirra hafi verið á farand- sýningunni „Picassos Picassos" fyrir nokkrum árum. En stuttu eftir að Picasso lést var það skoðun virts bresks sérfræðings, Nicholas Adam, að hans eigin verk mætti meta á 50 milljón sterlings- pund og geta menn því gert sér í hugarlund hvers virði þau eru í dag. Við erum alltént að tala um nokkur hundruð milljóna íslenskra króna. Skilgetin börn og óskilgetin Erfingjar skiptust í þrennt, ætt- ingja listamannsins, franska ríkið og liststofnanir, þ.e. listasöfn. Ættingj- arnir voru: ekkja Picassos. Jacquel- ine, Paulo (f.1921), sonur Picassos og rússnesku ballerínunnar Olgu Kok- hlovu, sem lést 1955, fyrrverandi kona Paulos, Emilienne og 23 ára gömul dóttir þeirra, Marina, og þrjú óskilgetin börn Picassos, Maia (f. 1935), dóttir Marie-Thérése Walter. og þau Claude og Paloma (f.1947 & 1949 ), börn Francoise Gilot. Franska ríkið gat síðan átt von á erfðaskatti og ákveðnum fjölda lista- verka. Listasöfn um víða veröld, í New York, París. Antibes, Barce- lona, Madrid o.fl. biðu einnig í ofvæni eftir að fá að vita hvað kæmi i þeirra hlut þar eð Picasso hafði munnlega lofað að gauka einhverju að þeim í fyllingu tímans. En ýmis ljón voru í veginum fyrir snurðulausri afgreiðslu erfðamál- anna. Samkvæmt frönskum lögum erfir ekkja ekki mann sinn nema þess sé sérstaklega getið í kaupmála eða hjónavígsluvottorði. Ekkert slíkt var fyrir hendi hvað Jacqueline snerti. Því erfði hún aðeins 50 % þeirra eigna sem Picasso hafði áskotnast eftir 1961, árið sem þau giftust. Skildu aldrei Meðal þessara eigna var vitanlega fjöldi listaverka en rétt er að hafa hugfast að Picasso eignaðist flestar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.