Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1986, Side 13
DV. LAUGARDAGUR 24. MAÍ 1986.
57
bara
dómarinn
x
Vinnutíminn er langur, vinnan
er erfið, kaupið er lágt og óhorfend-
ur eru þeirrar skoðunar að þeir
geti sjálfir innt starfið betur af
hendi. Þeir umgangast ríkt og
firægt fólk en verða sjólfir hvorki
ríkir né frægir, og í eina skiptið sem
þeir komast í fréttirnar er þegar
þeim verður eitthvað ó. Þeir eru
alltaf fyrir augum fólks en þó veit
varla nokkur hvað þeir heita. Eng-
inn klappar fyrir þeim þótt þeir séu
jafii lengi ó íþróttavellinum og aðr-
ir og þeir vinna aldrei. Hverja er
verið að tala um? Jú, auðvitað
íþróttadómarana.
Hvers vegna þá dómari?
Það er þvi ekki að furða þótt
ýmsir spyrji hvers vegna nokkur
vilji vera íþróttadómari. Og hvert
er svarið? Það virðist vera það að
áhugi á íþróttum reki menn til þess;
oft menn sem vildu gjarnan keppa
en eru annaðhvort orðnir of gamlir
eða geta ekki keppt lengur vegna
meiðsla. Það er að minnsta kosti
víst að fáir sækjast eftir dómara-
starfi peninganna vegna enda fó
sumir dómarar - til dæmis rugby-
og tennisdómarar - aðeins greidd-
an útlagðan kostnað við starfið.
Hvaö fá knattspyrnudómar-
arnir?
Margir sem fylgjast reglulega
með ensku knattspyrnunni vildu
víst gjarnan fá að vita hvað dómar-
arnir fá. Þeir eru nýbúnir að fá
kauphækkun og fá nú 50 pund .
(3000 krónur) fyrir leikinn. Einn
þeirra, Brian Hill, sem er þrjátiu
og átta óra, segir um starfið: „Við
erum þeir sem allir vilja vera á
móti. Áhorfandinn er aðeins með
okkur þegar við dæmum mark til
handa liðinu sem hann fylgir. Á
öðrum stundum vildu þeir helst sjá
okkur detta beint á hausinn eða
gleypa flautuna.“
Hvers vegna sóttist hann þá eftir
dómarastarfinu? Hill er bókhaldari
hjá by ggingafyrirtæki og til þess
að geta sinnt þessu áhugamáli sínu
verður hann að dæma leiki ó laug-
ardögum og sækja nómskeið eða
hlusta ó fyrirlestra á sunnudögum.
„Maður nýtur hins vegar samvis-
tanna við félaga sína,“ segir hann,
„og svo er um að ræða íþrótt.“
Vinna flestir við annaö
Flestir dómarar hafa fasta vinnu.
Þeir sem sjást í grænum jökkum á
háum stólum ó Wimbledon eru
tannlæknar, læknar, kennarar og
gleraugnasalar á virkum dögum,
og í Tennisdómarasambandinu
breska eru einnig slökkviliðsmenn
og lögregluþjónar. Þá er einn út-
fararstjóri í því og einn fiskbúðar-
eigandi.
Hnefaleikadómarinn Larry O’C-
onnell, sem hefur dæmt þegaisAlan
Minter, Frank Bruno og Barry '
McGuigan hafa verið í hringnum,
vinnur daglega við að skera út í
silfur og gull. Og Malcolm Hunt-
ingdon, sem dæmdi á Wimbledon
1983 þegar McEnroe og Lewis léku,
er íþróttafréttamaður. Glímudóm-
arinn Joe D’Orazia kennir hins
vegar þroskaheftum bömum.
Löng og erfið leið
Það getur tekið langan tíma að
verða alþjóðadómari í knatt-
spyrnu. Flestir byrja á því að dæma
minni háttar leiki en vinna sig svo
smám saman upp og það er ekki
óalgengt að alþj óðadómarar verði
menn ekki fyrr en um fertugt.
„Maður verður í rauninni að vera
afar áhugasamur til þess að fara
að dæma,“ segir Neil Midgley sem
er nú 42 ára og alþjóðadómari.
Hann byrjaði að dæma 1959. „Það
er þreytandi að fara á milli valla
úti um land og dæma leiki fyrir
hálft annað pund (90 krónur). Þeg-
ar maður kemst hins vegar loks til
þess að dæma leik í Evrópukeppn-
inni og sér alla fánana á vellinum
þó verður manni ljóst að það var
þess virði að leggja á sig allt þetta
erfiði."
Stuttur starfsaldur
Knattspyrnudómarar verða að
hætta þegar þeir verða 48 ára. Eng-
in slík aldurstakmörk gilda fyrir
rugbydómara en þegar hugsað er
til þess að þeir verða stundum að
hlaupa um 15 kílómetra í einum
leik þá er skiljanlegt að þeir eru
fóir eldri en fimmtugir.
„Árleg þolpróf eru nauðsynleg fyrir
knattspyrnudómara," segir Brian
Hill. „Maður verður að geta fylgst
með leiknum. Einn háskólanna
gerði á því athugun hve langt dóm-
arar hlaupa á meðan á einum leik
stendur og komust að þeirri niður-
stöðu að vegalengdin væri 16 til
19 kílómetrar. Það er sennilega
lengra en sjálfir leikmennirnir
hlaupa.”
Hættulegt starf
Það má ekki gleyma því að starf
íþróttadómarans er ekki með öllu
hættulaust. Reyndar má oft telja
dómarann í talsverðri hættu.
Þannig gerðist það nýlega að
dómari í hnefaleikakeppni í Kan-
ada varð fyrir höggi annars
kappans og féll í öngvit. Varð að
fá annan dómara í hans stað.
Tennisdómarar þurfa oft að gæta
sín ó boltanum sem þýtur í gegnum
loftið á miklum hraða. Fyrr á þessu
ári fékk tennisdómari bolta i and-
litið og brotnuðu þá gleraugu hans
og annar fékk bolta í brjóstið og
lést úr hjartaslagi. Sá atburður
gerðist í Bandarikjunum.
Þá er það gömul daga um að
drasli sé fleygt í knattspyrnudóm-
ara. Það er hins vegar ekki einhlítt
að dómarinn einn verði fyrir því
að einhverju sé fleygt í hann.
Þannig segir Brian Hill að í fyrra
hafi hann orðið að yfirgefa leik-
völlinn eftir læti sem enduðu með
því að annar markmaðurinn missti
meðvitund eftir að einhverju hafði
verið fleygt í höfuð hans.
Einmana menn
Ý msir halda að dómararnir
kynnist frægum iþróttagörpum og
eigi með þeim góðar stundir. Það
telst þó mjög til undantekninga í
flestum greinum og í sumum tilvik-
um er dómurum hreinlega bannað
að umgangast leikmenn. Þannig
er það til dæmis í knattspvrnu og
tennis. Dómararnir búa ekki einu
sinni á sömu gistihúsum og leik-
mennirnir og drekka ekki með
þeim kaffi eða te á leikvanginum.
Og að loknum leik halda knatt-
spyrnu- og tennisdómararnir beint
heim til sín. Reglumar eru þó aðr-
ar þegar rugbydómarar eiga í hlut.
Þeim er heimilað að sitja kvöld-
verðarboð rygbyfélaganna og mega
meira að segja æfa með leikmönn-
unum og flytja fyrirlestra ó félags-
fundum. Er þetta meðal annars
réttlætt með því að mgby sé mjög
tæknilegur leikur og skipti það
máli að dómaramir geti lært af
sjálfum leikmönnunum.
Ánægjan samt oft mikil
Þóttkaup knattspymudómara sé
lítið miðað við það sem leikmenn-
irnir fá og þeir hafi oft þurft að
leggja mikið ó sig fó þó þeir sem
lengst ná og dæma milliríkjaleiki
oft að ferðast til margra landa. Það
fá ýmsir þeirra að gera nú á ári
heimsmeistarakeppninnar en þeir
sem til þekkja munu þó flestir sam-
mála um að þeir fáu, sem það fá,
eigi það vel skilið. „Sá sem stefnir
að því að verða dómari," segir einn
úr stéttinni, „elskar íþróttina. Oft
hefur hann sjálfur verið leikmaður
sem hefur haft svo gaman af því
að vera með að hann vill endur-
gjalda þá ánægju. Maður myndi
vissulega ekki leggja þetta á sig
ef maður hefði ekki ánægju af því
enda myndi enginn gera það fyrir
peningana eina.“
ÁSG tók saman