Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1986, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1986, Síða 16
60 Sérstæð sakamál Sérstæð sakamál DV. LAUGARDAGUR 24. MAf 1986. Sérstæð sakamál Þ að hefði mátt ætla að William Howe væri dæmigerður bóndi í allgóðum efn- um er hann gekk um Worcester í Englandi á öndverðri nítjándu öld, klæddur dökkum jakka, í reiðstígvélum og með tvær skammbyssur í beltinu. Hreyknastur var hann þó af skinnvesti sem gekk mjög í augun á veik- ara kyninu en áhugi hans á því var mikill. dagur í Stourbridge sem er bær í West Midlands. Fjöldi bænda var þar á götunum enda lá mörgum á að koma afurðum sínum í verð fyrir jól- in. Er leið á daginn var þó viðskipt- um að mestu lokið farið að snjóa og fáir á ferli. Krámar voru hins vegar þéttsetnar. I Nag’s Head vom all- margir bændur saman komnir og ræddu menn þar það sem þeir ætluðu að gera á komandi ári. Meðal þeirra sem þama vom var Benjamín nokk- ur Robins en hann átti heima í Dunsley Bank sem er í um fimm kíló- metra fjarlægð. Robins var rauð- birkinn maður og hálfsextugur. Skotinn í bakið Klukkan hálfsex lá Benjamín Rob- ins endilangur í snjónum á Fir Treehæð eftir að hafa verið skotinn í bakið og rændur peningum og öðr- um verðmætum. Bóndinn var hins vegar hraustur og þótt honum blæddi mikið þá tókst honum að rísa á fætur og staulast heim. Elsti sonur hans lagði þá þegar á hest og reið eins og hann ætti lífið að leysa til Stour- bridge. Það var komin hálfgerð hríð þegar hann kom til bæjarins og hann flýtti sér heim til Isaacs Downing og Johns Causer en báðir vom þeir læknar. William Howe „hestlausi flakkarinn“ Sumarið 1812 hafði verið gott sum- ar fyrir Howe. Honum hafði tekist að stofna til náinna kynna við hálfa tylft kvenna og meira að segja kvænst einni þeirra þótt hann ætti eiginkonu fyrir í East Anglia. Howe var hins vegar ekki þannig maður að hann léti það valda sér áhyggjum að vera tvíkvænismaður. Skilnaður að hausti Er tré fóru að fella lauf um haustið og stuttir dagar boðuðu vetrarkomu var Howe hins vegar búinn að snúa baki við seinni konunni og var aftur farinn að leita nýrra ævintýra. Hann sótti oft krár og veitingahús í Worc- ester þar sem hann sagðist vera „herramaður úr sveitinni". Flestir trúðu honum þótt sannleikurinn væri allt annar. Howe var fæddur í Norvich árið 1780 og þar var hann settur til náms í trésmíði. Hann fór hins vegar að sýna ungum stúlkum mikinn áhuga á námsámnum og 19 ára gamall kvæntist hann. Ástæðan var þó ekki sú að hann væri ústfanginn af stúlk- unni heldur sú að hann neyddist til að kvænast henni af því að hún var með barni. Rólegur í fjögur ár Fyrstu fjögur árin sem hjónaband- ið stóð lifði Howe rólegu lífi og sýndi barni þeirra hjóna nokkurn áhuga. Þá fór óróleiki að gera vart við sig og hann tók á ný upp þá lifnaðar- hætti sem hann hafði tamið sér á námsámnum. Og við þá hélt hann sig það sem eftir var ævinnar. Er leið fram á árið 1809 fór hann að íhuga að yfirgefa Norwich því að þá hafði hann eignast svo marga óvini vegna ástarævintýra sinna með giftum konum, stúlkum í föðurgarði og unnustum ungra manna. Var ekki óalgengt að trúlofaðir piltar kæmu heim til hans til þess að hella þar úr skálum reiði sinnar. Howe fer að heiman Einn daginn gerðist það svo að Howe lét niður föggur sínar og fór frá konu og barni í leit að nýjum ævintýrum þar sem hann þyrfti ekki að óttast það ónæði sem hann hafði orðið fyrir. Það var langt liðið á ár er hann kom að búgarði markgreifa- frúarinnar af Downshire, nærri þorpinu Ombersley í Worcestershire. Þar leitaði hann eftir vinnu. Hann var góður smiður og fékk því starf en það leið ekki á löngu þar til hann fór að gefa konum í Worcestershire, Droitwich og Kidderminster undir fótinn. Þá kvaðst hann jafnan vera „herramaður úr sveitinni". Ekki leið á löngu þar til hann öðlaðist tals- verðar vinsældir hjá kvenþjóðinni en þó létu ekki allir blekkjast. Fannst hann hlægilegur Samstarfsmönnum Howe á búgarð- inum fannst Howe hlægilegur þegar hann skipti um hlutverk og fór burt í frístundum sínum. í augum þeirra var ástleitni trésmiðurinn ekki „herramaður" heldur nokkurs konar „fínn flakkari". Hann átti heldur engan hest og því fóru ýmsir af vinnumönnunum á búgarðinum að nefna hann „hestlausa flakkarann". Howe var hins vegar svo óskaplega hégómagjarn að hann gerði sér ekki grein fyrir því hvernig vinnufélagar hans litu á hann. Hann fann þó til þess að eiga ekki hest og fannst ímynd sú sem hann sóttist eftir ekki fullkomin fyrr en hann eignaðist reiðskjóta. Hestar voru dýrir Gallinn var sá að hestar voru dýrir og Howe átt nær ekkert fé. Reyndar barst hann svo mikið á í frístundum sínum að kaupið dugði ekki til þess að hann gæti látið það eftir sér sem hann gerði til lengdar og því fór hann að safna allmiklum skuldum. Þetta olli honum verulegum áhyggj- um en svo fékk hann hugmynd sem átti að leysa fjárhagsvanda hans. Til þess að geta hrundið henni í fram- kvæmd þurfti hann þó að komast til borgar þar sem enginn þekkti hann og kynnast þar fólki sem hefði tals- vert mikið fé milli handa. Markaðsdagur í Stourbridge 18. desember 1812 var markaðs- Hann hafði fengið gott verð fyrir afurðir sínar þennan dag og var því örlátur á öl við vini sína. í einu horni krárinnar sat William Howe einn síns liðs. Enginn þekkti hann þarna en skinnvesti hans vakti athygli og því mundi fólk þama síðar eftir hon- um. Lagði við eyrun Howe hlustaði eftir öllu sem Rob- ins sagði og það reyndist honum ekki erfitt því að bóndinn talaði hátt. Það leið því ekki á löngu áður en trésmiðurinn hafði komist að því hvar Robins átti heima. Eftir nokkra stund yfirgaf Howe svo krána. Um fjögurleytið var tekið að dimma og þá voru flestir bændanna lagðir af stað heim. Menn sem áttu leið fram hjá Giggmylnu við Duns- leyveg tóku eftir manni sem hafði leitað skjóls undir lágvöxnum trjám. Sögðu þeir seinna að maðurinn hefði verið óvenjulega „harður á svip“. Er klukkan var stundarfjórðung gengin í sex tók maður nokkur, sem þama átti leið um, eftir því að maður í skinnvesti var að ganga upp Fir Treehæð. Sjónarvotturinn, Cox, var á hesti. Jafnframt tók hann eftir því að um tvö hundruð metrum á undan manninum gekk annar maður og var honum ljóst að það var Robins. Fannst Cox að maðurinn í skinn- vestinu væri að reyna að ná honum en fannst ekkert athugavert við það og hélt áfram heim. Nokkmm mínútum síðar vom menn- irnir þrír á hraðri leið til bóndabæj- arins. Fregnin berst út Það leið ekki á löngu þar til það spurðist út að Benjamín Robins hefði verið skotinn í bakið og rændur. Um kvöldið var ekki um annað meira talað í Nag’s Head þar sem William Howe var þá. Gestgjafinn, Perrins, skýrði síðar svo frá að þegar fregnin barst, en jafnframt var tekið fram að búist væri við að Robins myndi lifa, þá hefði Howe sagt: „þá hefur óþokkanum mistekist". Hættulegt sár Læknarnir komust brátt að því að kúlan hafði farið um fimmtán þuml- unga langa leið um líkama Robins og reyndist þeim afar erfitt að ná henni. Sárið var því augljóslega hættulegt og óttuðust læknamir að Robins myndi ekki ná sér. Það olli því að jólin á heimili bóndans urðu með allt öðmm blæ en annars hefði orðið. Causer, læknir stundaði sjúkl- inginn af natni en svo fór að Robins, sem misst hafði meðvitund, fékk hana aldrei aftur. Lést hann 28. des- ember. Leitaö til lögreglunnar í Lon- don Þar sem um morð var nú að ræða tóku yfirvöld í Stourbridge þá ák-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.