Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1986, Page 18
62
Popp
DV. LAUGARDAGUR 24. MAÍ 1986.
Popp
Popp
Popp
og raeð kynnum hljómsveitarmeð-
lima og síðar sameiginlegum
hljómleikum bauðst Madness tæki-
færi til að gefa út 2ja laga plötu á
nýstofnaðri hljómplötuútgáfu
Specials: Two-Tone. Lagið var: The
Prince, minningarlag um konung
bláa bítsins á Jamaica: Prince
Buster.
Þrjár hljómsveitir, sem voru á
snærum Two-Tone, urðu afar vin-
sælar, auk Madness, Specials og
Selecter, tvær þær síðasttöldu há-
pólitískar (að minnsta kosti á
köflum) en Madness beitti hins
vegar gömlu vopni sem oft gefst vel
í alvöru lífsins: gamanseminni. All-
ar sveitirnar léku blöndu af reggí
og ska tónlist en Madness valdi
sérstakt nafn á sitt húmoríska af-
brigði og kallaði: The Nutty Sound.
Til þess að gera langa sögu stutta
þá hófst með The Prince langur og
glæsilegur frægðarferill, sem ekki
sér enn fyrir endann á. Fyrsta stóra
platan kom út árið 1979: One Step
Beyond og smáskífur af henni
gerðu það gott, einkanlega My
Girl, sem komst í þriðja sæti.
dansa á sviðinu með hljómsveitinni
en hefur síðari árin gripið í hljóð-
nemann með Suggs.
Madness hafði vakið á sér at-
hygli með spilamennsku á krám í
Lundúnum en eftir að Suggs hafði
séð Coventry-hljómsveitina The
Specials á sviði árið 1979 hófst nýr
kafli í sögu Madness. Báðar voru
sveitirnar á rokk & reggí línunni
Frábær myndbönd
Ekki er hægt að stikla á stóru á
ferli Madness án þess að nefna
myndbönd. Myndbönd Madness
eru sér kapítuli og mörgum hulin
ráðgáta hvernig strákunum tókst
einlægt að gera svo ódýr en frábær
myndbönd við lögin sín. Að ýmsu
leyti voru Madness-strákarnir á
undan sinni kynslóð í gerð mynd-
banda og það voru ekki síst þau
sem renndu traustum stoðum undir
miklar vinsældir hljómsveitarinn-
ar. Árið 1981 lagði Madness í
kvikmyndaævintýri og tók upp
kvikmynd í fullri lengd að nafni:
Take It Or Leave It þar sem fjallað
var um stofnun hljómsveitarinnar
og feril. Myndin varð hins vegar
ekki sérstaklega til að auka hróður
hljómsveitarinnar. Hins vegar
gerði Complete Mádness (1982)
mikla lukku en undir þessu heiti
var safnað saman öllum mynd-
böndum hljómsveitarinnar og í
kjöifarið fylgdi breiðskífa, smá-
skífa og myndband undir heitinu
House of Fun sem telja verður há-
punktinn á ferli Madness. Lagið fór
á topp breska listans, eina topplag
Madness til þessa, og breiðskífan
og myndbandið auðvitað á topp
sinna lista.
Siðar sama ár, 1982, sló Madness
í gegn með laginu Our House og
vorið eftir fór það lag inná topp-tíu
í Bandaríkjunum, fyrsta og eina
Madness-lagið sem slegið hefur í
gegn í Bandaríkjunum.
Hingaðkoma Madness á Listahá-
tíð í næsta mánuði er stórviðburð-
ur. Engin hljómsveit í Bretlandi
hefur verið jafnvinsæl síðustu sex
árin, engin átt fleiri lög ofarlega á
vinsældalista engin hljómsveit
verið eins sniðug. Við megum því
eiga von á ósvikinni skemmtun þar
sem Madness er annars vegar. Því
má lofa.
-Gsal
DV kynnir bresku hljómsveitirnar fjórar
sem fram koma í Listapoppi Listahátíðar 1986:
Árið 1984 var vendipunkturinn
í lífi Madness, þessi sérstæða
sprelligosahljómsveit frá
Lundúnum hafði þá um
margra ára skeið dælt plötum
inná breska vinsældalistann og
aldrei slegið vindhögg: nítján
smáskifur í röð höfðu klifrað
léttilega inná topp-tuttugu og
engin starfandi hljómsveit eða
hljómlistarmaður komst í
þessu efni með tærnar þar sem
Madness hafði hælana. Menn
voru farnir að velta því fyrir
sér i alvöru hvort Madness
tækist hið ótrúlega: að slá
margra ára gamalt met Cliffs
Richards; hann skaut þijátíu
og einum smclli í röð inná topp
tíu. En það fór á annan veg.
Árið 1984 gerðust nefnilepa at-
burðir sem höfðu djúpstæð ahrif á
feril Madness. Ekki einn. Heldur
tveir. Lykilmaður hljómsveitarinn-
ar og ókrýndur skipstjóri, Mike
Barson, ákvað að yfirgefa skútuna.
Og svo rann samningurinn við
Stiff-hljómplötuútgáfuna á enda...
Þetta voru meiri áföll en svo að
skútan rétti sig við á svipstundu.
Og sé mælistikan áfram breski vin-
sældalistinn verður að segjast að
fleytan sé enn með slagsíðu: af
þremur síðustu smáskífum hefur
aðeins ein krafsað sig inná topp-
tuttugu, Uncle Sam, hinar tvær:
Yesterday’s Man og Sweetest Girl
náðu ekki svo hátt.
Vinsældir og gæði
En auðvitað eru til aðrir mæli-
kvarðar á getu hljómsveitar en
vinsældalistar. Gagnrýnendur eru
almennt ánægðari með Madness
síðustu tvö árin en oftast áður og
sennilega hefur engin plata Mad-
ness fengið betri dóma en sú
síðasta: Mad Not Mad. Og hér er
ástæða til að rifja upp gömul sann-
indi og ný: vinsældir og gæði fara
ekki einlægt saman í poppi.
Öllum er ljóst að Mike Barson
skildi eftir sig stórt skarð og vand-
fyllt. Með brotthlaupi hans varð
enda stefnubreyting í tónlist
hljómsveitarinnar og „nutty
sándið”, sem Madness varð þekkt
fyrir á frægðarárum sínum, hefur
orðið að víkja fyrir mun alvarlegri
tónsmíðum þó enn sé grunnt á
gamninu og sprellið aldrei langt
undan. Eflaust má heimfæra
minnkandi vinsældir sumpart á
þessa stefnubreytingu, tónlist
Madness í dag gerir kröfur til
hlustandans um þroskaðan smekk
og ugglaust stór hluti af gömlum
aðdáendum hljómsveitarinnar sem
hvorki vill né getur sætt sig við
slíkar kröfur. Alténd getum við
sagt: vinsældirnar hafa minnkað,
gæðin aukist. Það geta tæpast tal-
ist slæm skipti.
Upphafið
Það sýnist óratími liðinn frá því
Madness sló í gegn: þetta var árið
1979 og tákn hljómplötuútgáfunn-
ar voru tveir dansandi menn með
hatta: Two-Tone. Fyrsta smáskíf-
an, The Prince, kom út 10. ágúst
1979 en fyrsti vísirinn að hljóm-
sveitinni var reyndar lagður löngu
áður, síðla árs 1976. Það gerist
heima hjá Mike Barson og með
honum stóðu að stofnuninni skóla-
félagar hans, þeir Ijce „kix“
Thompson og Chris „Chrissie Boy“
Foreman. Nafn hljómsveitarinnar:
The Invaders.
Það tók sumsé þrjú ár og marg-
víslegar mannabreytingar áður en
Madness komst endanlega til vegs
og virðingar. (Allar breytingar á
þessum árum eru vandlega tíund-
aðar á „nærbuxum” annarrar
breiðskífunnar, Absolutely.)
Aðrir meðlirnir Madness við upp-
haf frægðarferðar voru: Graham
„Suggs“ McPherson, Mark „Bedd-
ers“ Bedford, Daniel „Woody"
Woodgate og Carl „Chas Smash“
Smythe, en sá síðasttaldi hafði
framan af einkum þann starfa að