Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1986, Side 9
DV. FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 1986.
9
Utlönd Utlönd Utlönd Utlönd
Noregur:
Engin stúdents-
húfa í ár
Björg Eva Erlendsdóttir, Stavangri:
Verkfall sýslu- og bæjarstarfsmanna
í Noregi, sem staðið hefur í rúma viku,
virðist ekki ætla að leysast á eðlilegan
hátt. Hvorugur deiluaðilinn vill láta
neitt af kröfum sínum og umsvif verk-
fallsmanna gerast meiri dag frá degi.
Ef fer sem horfir neyðist ríkisstjómin
til að gripa inn í.
Gro Harlem Brundtland hefur haft nóg
að gera frá þvi hún tók við embætti
forsætisráðherra fyrir skömmu. Nu
er talið að hún muni grípa inn í vinnu-
deilur í Noregi.
Allt stöðvast
Síðustu tvo daga hefur sjónvarp að
mestu legið niðri, einungis fi-éttatímar
hafa gengið eins og venjulega. Dag-
skrá útvarpsins hefur einnig verið
stórlega skert, til dæmis hafa engar
sendingar verið á rás tvö. Ennfremur
hafa öll almenningsfarartæki í Osló
stöðvast.
Kennaradeilan er enn óleyst og þús-
undir nemenda á framhalds- og
háskólastigi fá engin prófekírteini i
vor vegna þess að prófdómarar eru í
verkfalli. Þar hafa engar undanþágur
verið veittar. Hins vegar hafa verið
veittar undanþágur svo að sjónvarpa
megi knattspymuleikjum frá heims-
meistarakeppninni í Mexíkó og
knattspymuvöllum landsins er haldið
opnum. Þetta þýðir glögglega að fót-
bolti er Norðmönnum nauðsynlegri en
flest annað. Prófskírteini, strætisvagn-
ar, sjúkrastöðvar og margt fleira má
sigla sinn sjó því að fótboltinn frá
Mexíkó hefur forgang.
Neyðarástand eftir helgi
En eftir helgina vandast málið enn
frekar. Þá stöðvast hreinsunardeildir
um allt land. Þetta gerist á versta tíma
því að um helgina verður haldið
kamival í Osló og fleiri bæjum.
Reynslan hefur sýnt að miðbær Osló
minnir mest á svínastíu eftir þá hátið
og má því búast við að ástandið þar
verði illþolanlegt strax á mánudag.
Löghlýðnin varð
þjófnum að falli
Tvenn mistök urðu bílþjófi einum í
Tokýo að falli er hann stal Mercedes
Benz bifreið í miðborg Tokýo.
í fyrsta lagi gleymdi hann að athuga
hvort nóg bensín væri á bflnum. í
öðm lagi gleymdi hann að athuga
hvemig bflbeltin virkuðu.
Eftir að hann hafði samviskusam-
lega spermt beltið, eins og lög gera ráð
fyrir, varð hinn 30 ára gamli Hideharu
Tsujimoto fyrir því óhappi að verða
bensínlaus á hraðbraut í úthverfi
borgarinnar.
Vegalögreglan fann hann fastan í
Benzinum þar sem hann reyndi árang-
urslaust að losa öryggisbeltið.
Hann hefur verið kærður fyrir þjófri-
að.
Söngvari biður um
pólitískt hæli
Sovéskur söngvari hefur beðið um
pólitískt hæli í Bandaríkjunum, eftir
að hann vann sigur í alþjóðlegri
söngvakeppni í Tokýo, að því er haft
er eftir japönskum embættismönnum
í dag.
Flóttamaðurinn heitir Vyacheslav
Mikhailovich Polosov, þrjátíu og sex
ára, frá Úkraínu.
í japanska útvarpinu var sagt að
hann hefði borið sigur úr býtum í
„Madam Butterfly'1 keppninni síðasta
mánudag. 65 þátttakendur frá 14 lönd-
um tóku þátt í henni.
Á miðvikudaginn birtist svo Polosov
á lögreglustöð í Tokýo, og bað um
vemd.
Andrés önd kom
upp um þrjötinn
Andrés önd var aðalsönnunargagn-
ið, sem gerði lögreglunni kleift að
komast til botns í glæp, sem framinn
var um borð í jámbrautarlest.
Eftir að hraðlestin fór frá Newc-
astle, í Norðaustur-Englandi, girti
knattspymuáhugamaðurinn, Alan Jo-
nes, niður um sig buxumar fyrir
framan Donnu Seton, sem einnig var
farþegi. Seinna kleip hann hana í rass-
inn er hún var að teygja sig eftir
farangri sínum.
Donna, sem er tuttugu og tveggja
ára gömul, fór úr lestinni í York og
sagði lögreglunni frá því sem á daga
hennar hafði drifið. Hún færði lögregl-
unni einnig sönnunargagn. Hún hafði
séð stóra mynd af Andrési önd húð-
flúrað á aðra rasskinn kauða.
í Peterborough stöðvaði lögreglan
lestina og bað Alan Jones um að girða
aftur niður um sig. Ekki var um neitt
að villast. Þama blasti við Andrés önd
í öllu sínu veldi.
„Konan gaf svo góða lýsingu á húð-
flúri mínu, að ég gat okki haldið því
fram að þeir hefðu tekið rangan
mann,“ sagði hinn tuttugu og tveggja
ára gamli Alan Jones, eftir að hann
hafði verið sektaður um 250 sterhngs-
pund fyrir dónalega hegðun og árás.
Kjarnorkufár
í Svíþjóð
Gunnlaugur A. Jónsson, Lundi:
Ekki er enn ljóst hve alvarlegar
afleiðingar kjamorkuslysið í
Chernobyl hefur haft í Svíþjóð. Því
hefur jafnvel verið haldið fram að
Svíþjóð sé það land, utan Sovétríkj-
anna, sem hafi orðið verst úti af
völdum slyssins. Þetta hefur gert
sænska kjamorkuandstæðinga
ákveðnari í málflutningi sínum en
um árabil. Þeir krefjast þess að
sænsku kjamorkuverin verði lögð
niður og að undirbúningur þess hefj-
ist þegar í stað.
Styr um Barsebáck
Athyglin beinist einkum að kjarn-
orkuverinu í Barsebáck á Skáni.
Hörðustu andstæðingar kjamorku í
Svíþjóð krefjast þess að Barsebáck-
verið verði þegar í stað lagt niður
og fá þeir dyggilegan stuðning
dönsku þjóðarinnar í þeirri kröfu.
Danska þingið samþykkti á dögun-
um að óska eftir því við Svía að
verið verði lagt niður og hefur Ing-
var Carlsson, forsætisráðherra
Svíþjóðar, Ibfað Dönum því að rann-
sókn verði þegar í stað hafin á því
hvaða afleiðingar það hefði sér ef
Barsebáck-verið yrði lagt niður.
Ástæðan til þess að Barsebáck er
öðmm kjamorkuverum, sænskum,
fremur í sviðsljósinu er einföld. Inn-
an fjörutíu kílómetra radíusar frá
Barsebáck búa um fjórar milljónir
manna. Bæði Kaupmannahöfh og
Malmö eru innan þessa radíusar.
Allir virðast sammála um að stað-
setning kjarnorkuversins hafi verið
einstaklega klaufaleg á sínum tíma.
Nægilegt öryggi?
Kjamorkuandstæðingar benda að
sjálfsögðu á að afleiðingar kjam-
orkuslyss verði ekki teknar aftur og
benda á að þrátt fyrir allt öryggið
gerist kjarnorkuslys. Dæmin sýni og
sanni það. „Það er ekki spuming
um hvort kjarnorkuslys verður held-
ur hvar og hvenær næsta slys
verður. Það er lika rangt að öryggi
í sænskum kjamorkuverum sé miklu
meira en erlendis," segir Olof Johan-
son, aðaltalsmaður sænska Mið-
flokksins í kjamorkumálum og
verðandi varaformaður flokksins.
Miðflokkurinn hyggur gott til
glóðarinnar
Miðflokkurinn virðist nú vera að
vakna af værum blundi og er líklegt
að kjamorkuslysið í Chernobyl eigi
eftir að hafa þær afleiðingar að fylgi
flokksins stóraukist. Er kjamorku-
umræðan stóð sem hæst í Svíþjóð
fyrir 10 árum fékk miðflokkurinn
rúm 25% atkvæða og þá fyrst og
fremst út á baráttu sína gegn kjam-
orkuverum. Nú er fylgi flokksins
komið niður fyrir 10% en ekki kæmi
á óvart þó næsta skoðanakönnun
sýndi stóraukið fylgi flokksins, svo
mjög sem raust hans hefur hljómað
að undanfómu. Vinstri flokkurinn,
kommúnistamir, standa við hlið
Miðflokksins i kjarnorkumálum.
Lars Werner, formaður flokksins,
krefst þess að Barsebáck verði lokað
þegar í stað. v
Hvað kemur i staðinn?
íhaldsmenn hafa löngum verið
hvað dyggastir stuðningsmenn
kjamorkunnar. „Hvað á að koma í
staðinn? Andstæðingar kjamork-
unnar hafa ekki upp á neitt að bjóða
nema kol,“ segir Ulf Adelsohn, leið-
togi íhaldsmanna. Ljóst er að
sænsku kjamorkuverin verða ekki
lögð niður án mjög mikils fjárhags-
legs tjóns sænska þjóðarbúsins. Á
þessu atriði hamra stuðningsmenn
kjamorkunnar að sjálfsögðu svo og
því að sænsk kjamorkuver séu þau
ömggustu í heiminum.
Útflutningur á sænsku öryggi
„Við verðum að hefja útflutning á
sænskri öryggistækni í kjamorku-
málum," segir Bengt Westerberg,
foringi Þjóðarflokksins, og margir
taka í sama streng. „Það er jaftv-
nauðsynlegt fyrir okkur og það fólk
sem býr í þeim löndum þar sem ör-
vggi er minna að öryggið verði aukið
í þessum löndum. Geislavirk ský
virða nefnilega engin landamæri,"
skrifar Gautaborgarpósturinn í leið-
ara á dögunum. .
Afstaða stjórnarinnar óljós
Afstaða jafnaðarmanna er enn sem
komið er dálítið óljós en það kæmi
ekki á óvart að niðurstaðan yrði sú
að Barsebáck yrði lagt niður eins
fljótt og mögulegt væri sem einhvers
konar friðþægjandi athöfh gagnvart
kj amorkuandstæðingum.
■
TV/'CfA
A' í v : ;
Sviar deila nú hart um tilvistarrétt kjamorkuvera. Andstæðingar kjamorku
nota slysin í Chernobyl og Harrisburg máli sínu til stuðnings
Kjarnorkuverið í Barsebáck er í brennidepli þessa daga. Danir óttast afleiðingar slyss þar og hata kratist lokunar
þess.