Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1986, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1986, Side 11
DV. FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 1986. 11 Vegamál - sérþaifir hverra? Mikil umræða heíur spunnist um tillögu Verktakasambands Islands um flýtingu vegalramkvæmda. I for- ystugrein DV þann 22. maí sl. fjallar Jónas Kristjánsson um málið undir fyrirsögninni „Vegasérþarfir víki“. Forsendur tillagna um þjóðarátak í vegamálum Jónas Kristjánsson segir í grein sinni að verktakar veifi freistandi tilboðum sem fái stjómmálamenn til að fljúga. Verktakar hafa engum flugtilboðum veifeð. Verktakasam- bandið hefur hins vegar lagt fram greinargerð um ástand og horfur í þeirri grein verktakastarfsemi sem snýr að jarðvinnuframkvæmdum. Þar kemur fram að vegna gífurlegs niðurskurðar á opinberum fram- kvæmdum í ár blasir við hrun í þessari starfeemi. Þannig munu framkvæmdir í ár aðeins verða um helmingur af því sem var á árunum 1981 og 82 eins og sést á mynd 1. Meginástæðan er samdráttur í virkj- unarframkvæmdum, flugvalla- og hafhaframkvæmdum, gatna- og hol- ræsaframkvæmdum. í ljósi þess að áformað er að auka framkvæmdir á ný á næstu árum, lagði Verktakasambandið fram til- lögu til stjómvalda um að flýta áætluðum vegaframkvæmdum sem fyrirhugaðar eru samkvæmt gild- andi langtímaáætlun í vegagerð. Með því móti yrði dregið úr þeirri sveiflu sem við blasir og fram- kvæmdamagni jafnað milli ára þjóðarbúinu til heilla. Öll hagfræði- leg, stjómmálaleg og tæknileg rök hníga að þvi að slíkt verði gert. Alkunna er hve náttúruöflin ráða miklu um afkomu fi-umatvinnu- greina okkar, þ.e. sjávarútvegs og landbúnaðar. Sveiflur vegna mis- munandi árferðis í þessum greinum hafa jafnan veruleg áhrif á þróun efiiahagsmála, áhrif sem flestir vildu vera lausir við. Stjómmálamenn og blaðaritstjórar tala oft um nauðsyn þess að auka fjölbreytni í atvinnulíf- inu til að draga úr þessum áhrifum á efhahagslífið. Það skýtur því skökku við þegar margir hinna sömu hamast við þegar rætt er um að jafna út sveiflur í framkvæmdum - sveiflur sem að mestu leyti em mannanna verk. Af hverju vegaframkvæmdir? Jónas segir „að fylgjendur tillög- unnar veifi kenningum um hag- kvæmni vegaframkvæmda því að tækin séu til og asfaltverð sé lágt um þessar mundir. En hliðstæðum kenningum megi þó einnig halda fram um hinar afar nytsömu at- hafnir, sem yrðu að víkja fyrir þjóðarátakinu“. Rétt er það að tækin em til staðar og standa mörg hver verkefnalaus þar til ákveðið verður að nýta þau. Það er einnig rétt að asfaltverð er mjög lágt um þessar mundir en það hefur lækkað úr 195 dollurum tonnið í 100 dollara frá úramótum. Jónas sleppir hins vegar að minnast á lágt olíuverð en olíukostnaður (brennsluolíur, smurolíur) er einmitt stór þáttur í rekstri vinnuvéla og þar með í framkvæmdakostnaði vega. Tillagan felur í sér aukningu vega- framkvæmda á næstu þremur árum (1986-1988) en að síðan verði dregið úr þeim í lok áratugarins enda er fyrirsjáanlegt að aðrar framkvæmdir munu þá aukast að sama skapi. Sam- kvæmt tillögunni hélst fram- kvæmdamagn þessara þátta óbreytt milli ára ú tímabihnu. Vangaveltur ritstjórans um að auknar vegafram- kvæmdir yrðu á kostnað annarra framkvæmda hins opinbera eru því úr lausu lofti gripnar. Ástæður þess að Verktakasam- bandið gerir tillögur um auknar vegaframkvæmdir nú umfram aðrar ffamkvæmdir eru einkum þrjár: 1. Þær eru arðbærustu ffam- kvæmdir sem hægt er að ráðast í nú, þ.e. borga sig upp á mjög skömmum tíma. 2. Þær eru, umffam ýmsar aðrar framkvæmdir, óvenju hag- stæðar einmitt nú vegna olíuverðlækkunar. 3. Vegaffamkvæmdir eru i eðli sínu óháðar ytri markaðsað- stæðum, gagnstætt t.d. virkj- unarffamkvæmdum og ýmsum öðrum framkvæmd- um. Þær eru því heppilegri til að jafha út sveiflur í heildar- framkvæmdamagni hins opinbera. Pálmi Kristinsson verkfræðingur og framkvæmdastjóri Verktakasambands íslands Auk þess er Ijóst að bætt vegakerfí þjónar öllum landsmönnum og jafn- ar aðstöðumun milli byggðarlaga. Vegaframkvæmdir stuðla að jafhri atvinnu um allt land og veita t.d. hundruðum skólanema atvinnu yfir Sumarmánuðina. Þá skiptirþað auð- vitað miklu máli að verkefhin eru næg til staðar fullhönnuð og því til- búin til útboða strax. Fjármögnun vegafram- kvæmda I tillögum Verktakasambandsins er gert ráð fyrir að flýting vegafram- kvæmda verði fjármögnuð með tvennum hætti. Annars vegar með bensínskatti, miðað við fiy'stingu núverandi bensínverðs (28 kr/1), og hins vegar með innlendri lántöku. Ný erlend lún valda jafnan þenslu- áhrifum á atvinnu- og efnahagslífið. Hið sama gildir ekki um innlend lán eins og ýmsir virðast halda.þ.ám. ritstjóri DV. Ný innlend lánsfjáröfl- un dregur úr eyðslu og þ.m. við- skiptahalla og eykur spamað. Víst er að mikil eftirspumaraukning eftir innlendu lánsfjármagni kann að valda hækkun vaxta. Ótrúlegt er þó að 200-300 m.kr. lánsfjáröflun á úri, eins og tillagan felur í sér, muni valda slíkri vaxtaholskeflu sem and- stæðingar hennar tala um. Þessi fjárhæð er aðeins um 10% af skulda- bréfamarkaðnum og um 1% af heildarsparifé landsmanna. Bensínskattur - Frysting bensínverðs Jónas Kristjánsson nefhir í grein sinni „að bíleigendur verði síður æfir yfir nýrri skattheimtu ef þeir þurfa ekki að borga allt í hærra verði, heldur missi eingöngu af verð- lækkun". Þetta er rétt ályktað hjá honum enda er staðreyndin sú að bíleigend- ur og samtök þeirra, FÍB, em fylgj- andi því að skattlagningu af umferðinni sé varið til uppbyggingar vegakerfisins i stað eyðslu og rekst- urs ríkisins. Ástæðan er ofureinföld þó ekki virðist ritstjóranum hún ljós. Áætlað er að akstur á malarvegi sé um 3-5 kr. dýrari á hvem ekinn km en akstur á bundnu slitlagi. Eyði bíll t.d. um 101 á 100 km er spamað- ur við það að aka honum á bundnu slitlagi í stað malarvegar um 30-50 kr. miðað við hvem lítra af bensíni sem bíllinn eyðir. I dag fara um 40% af allri umferð á landinu fram á malarvegum en þeir em um 7.500 km, eða um 87% af þjóðvegakerfinu. Þannig er meðalspamaðurinn um 12-20 kr. á hvem bensínlítra sem bílafloti landsmanna eyðir. Jónas fullyrðir að frysting bensín- verðs hvetji til aukinnar verðbólgu. Hér er um nýja kenningu að ræða en ekki er auðvelt að átta sig á hvemig hún er fengin. Allt fram til þessa hafa margir álitið að verð- hækkanir auki á verðbólgu og að verðlækkanir dragi úr henni. Erlendis hafa menn rætt um það á síðustu mánuðum hvemig bregðast eigi við lækkun olíuverðs. Flestir stjómmálamenn og hagfræðingar í olíuinnflutningsríkjunum vom í upphafi sammála um að láta lækk- unina koma að fúllu inn í verðlagið til að draga úr verðbólgu. Slíkt hefur og víða verið gert með góðum ár- angri, einnig hér. Þeirri skoðun vex nú ört fylgi hjá þessum aðilum og hjá OECD að skynsamlegt sé að draga úr áhrifum olíuverðlækkana á verðlag og frysta bensínverð með skatti. Með þvi móti verði betur tryggt að hin jákvæðu efnahags- áhrif, sem þegar hafa orðið, haldist. Hamlað verði gegn „óþarfa" eftir- spumaraukningu á bensíni sem leiðir til versnandi viðskiptakiara, aukins viðhaldskostnaðar á \ 'gum og bílum, fjölgun slysa o.s.frv. Jafn- ffarnt verði þjóðarbúið betur í stakk búið til að mæta hækkun olíuverðs þegar að því kemur. Olíuverðlækk- unin má umfram allt ekki hafa þau áhrif að slæva hvatann til framleiðniaukningar í atvinnuveg- um landsmanna. Þá hefur aðeins verið tjaldað til einnar nætur. Telur Jónas Kristjánsson skvnsam- legt að treysta alfarið á að frekari lækkun olíuverðs bæti lífskjör hér á landi í framtiðinni? Vitað er að „frysti-skatturinn“ hefúr verið lagður á í V-Evrópu og í Bandaríkjunum þar sem nýlega var lagður á 5 centa skattur á gallonið af bensíni. Áformað er að nota þess- ar skatttekjur til að fjármagna vegaviðhald í þessum löndum. Lokaorð Varla er hægt að segja að nú séu erfiðir tímar í þjóðarbúskapnum. I ár er spáð um 3 '4% hagvexti og um 5% aukningu þjóðartekna. Rétt er að velta því fyrir sér hvar þjóðin væri stödd ef hún hefði ekki átt framsýna stjómmálamenn eins og Ingólf Jónsson á Hellu og fleiri. Þeir höfðu þor og kjark til að rísa upp úr meðalmennskunni og ráðast í arðbærar framkvæmdir sem kost- uðu fé og fómir en hafa skilað sínu og gott betur. Pálmi Kristinsson „í ljósi þess að áformað er að auka fram- kvæmdir á ný á næstu árum, lagði Verktakasambandið fram tillögu til stjóm- valda um að flýta áætluðum vegafram- kvæmdum...“ Auglýsingasiðgæði mjólkurbænda Hart hefúr verið vegið að bænda- stéttinni, sumpart af skilningsleysi á nauðsyn þess að hafa öfluga íslenska matvælaframleiðslu. Fátt er þó í augum undirritaðs vanhugsaðra en að ætla með auglýs- ingaherferðum að vinna bug á varanlegri offramleiðslu, ekki síst þegar auglýsingamar nálgast oft hið siðgæðislega óforsvaranlega. En sumar auglýsingar mjólkurdags- nefndar lýsa mjólk nánast eins og um lyf eða bætiefni væri að ræða. Óþol og ofnæmi Staðreyndin er sú að mjólk er meðal margra algengra fæðuteg- unda sem Vesturlandabúar neyta í svo ríkum mæli að óþol og ofnæmi gegn náttúrlegum efnum í mjólk hefur myndast í talsverðum þorra fólks, einkum þeim sem komnir em á miðjan aldur. Margt fólk ætti alls ekki að neyta mjólkur eða afurða með mjólkurpróteinum. Gerjaðra mjólkurafurða, svo sem súrmjólkur, jógúrtar, skyrs og gerjaðra osta get- ur fólk með mjólkuróþol hins vegar vel neytt þar sem góðkynjaðir mjólk- ursýrugerlar umbreyta mjólkurpró- teinunum svo fferni sem afurðin er fullgerjuð. Einnig er nokkur hluti fólks, 10- 20% á flestum Vesturlöndum, ekki erfðalega fær um að melta mjólkur- sykur. Litlum hluta ungbama ætti því til dæmis aldrei að gefa mjólk Mjólkergöð fyrir faugarnar <S«i"XÍ ^ | St „Er siðgæðislega forsvaranlegt að lýsa mjólk eins og um lyf eða bæti- efni væri að ræða?“ eða afúrðir sem innihalda mjólkur- sykur. í ljósi þess að sennilega þolir u.þ.b. þriðjungur þjóðarinnar alls ekki mjólk eða ógerjaðar mjólk- urafúrðir er breiðsíðulofgjörð mjólkurauglýsinganna verri en venjulegt skrum. nánast heilsuspill- andi áróður. Verjið fénu betur Eins og nefnt var að ofan hefur komið í ljós við fæðuofnæmisat- huganir erlendis að oft er óþol til staðar gegn mörgum algengum fæðutegundum. Oft sýna rannsóknir óþol gegn tugum fæðutegunda hjá sama einstaklingi. Óþol getur verið á lágu stigi þannig að fólk getur neytt ákveðinnar fæðutegundar við og við. Óþol getur verið á svo háu stigi að fólk megi alls ekki neyta ákveðinnar fæðu án þess að ofúæm- isáhrif eða önnur sjúkdómseinkenni komi í ljós. Því fé sem mjólkurdagsnefnd og aðrir forsvarsmenn mjólkurbænda verja í siðgæðislega vafasamar aug- lýsingar væri betur rúðstafað til þróunar fjölþættíira lífs og atvinnu- tækifæra í sveitum. Grænmetisrækt- un gæti til dæmis verið aðalatvinna margra bænda væri krafti bænda- samtakanna beint til þess að fá stóriðjuverð á rafinagni til gróður- húsaræktunar. Loðdýrarækt, alifuglabúskapur, fi- skeldi, ferðamannaþjónusta, ræktun og tamning góðhesta, hreinræktun og þjúlfun hunda, söfnun grasa og heilsujurta, eggjataka, sjófúgladráp og dúnsöfnun, þessir og fleiri kostir til fjölþættari atvinnu í sveitum eru liklegri til varanlegri hagsbóta fyrir Geir Viðar Vilhjálmsson sálfræðingur sveitafólk en auglýsingaherferðir fyrir þéttfullan markað. Viðhald menningar Sem lífsmáti er sveitalíf nauðsyn- legur liður í viðhaldi íslenskrar menningar. Sé litið fram á við er ljóst að líferými í sveitum er mikið og að félagslega hefur líf í dreifbýli marga kosti fram yfir stóra þéttbýliskjama eins og Reykjavíkursvæðið. Fjöl- þættur sjálfsþurftarbúskapur, þar sem fólk lifir á stórum hluta á eigin matvælaframleiðslu fremur en sölu á einhæfri markaðsvöm, er aðlað- andi kostur fyrir þá sem kjósa líf til sveita. Forsvarsmenn bænda ættu að hugsa víðar og lengra fram á við, horfa út fyrir hinar hefðbundnu brautir mjólkur- og kjötframleiðslu. Kostnaðinum við hinar vafasömu auglýsingaherferðir væri betur varið til alhliða athugana á lifsrými og lifsvistarmöguleikum sveitanna. Um auglýsingasiðgæði má margt fleira segja. Sumar vítamínauglýs- ingar em á svipaðan hátt og mjól- kuráróðurinn á mörkum hins siðgæðislega forsvaranlega. Meira um það í öðru samhengi. Geir Viðar Vilhjálmsson. „Forsvarsmenn bænda ættu að hugsa víð- ar og lengra fram á við, horfa út fyrir hinar hefðbundnu brautir mjólkur- og kjötfram- leiðslu.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.