Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1986, Side 13
DV. FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 1986.
13
Neytendur
Neytendur
Neytendur
Neytendur
Ótryggar merkingar á svaladrykkjum
- enn er langt í land
Viðbrögð framleiðenda við svala-
drykkjakönnuninni, sem Neytenda-
síða DV hefur látið gera, hafa verið
lítil sem engin en miðað við útkomu
úr sambærilegri könnun, sem gerð var
fyrir rúmu ári, eru niðurstöður þessar-
ar athugunar mun jákvæðari. Þegar
könnun á svaladrykkjum og mjólkur-
drykkjum var gerð fyrir rúmu ári kom
í ljós að lítið var að marka fjálglegar
lýsingar á umbúðum varðandi bæti-
efharíkt innihald þessara hollustu-
diykkja. Átti þetta sérstaklega við um
drykki frá Mjólkurbúi Flóamanna sem
kom langverst út úr athuguninni.
Mjólkurbúið kemur betur út
en síðast
Nú er annað uppi á teningnum því
drykkir frá mjólkurbúinu koma
þokkalega út þótt ekki standist allt
sem þeir segja vera í mjólkurdrykkj-
unum. Hvað ávaxtadrykkina varðar
þá var C-vitamínmagn meira í inni-
haldi en gefið var upp á umbúðum og
mun það teljast jákvæðara en hitt. 1
mjólkurdrykkjunum reyndust prótín-
merkingar ekki samsvara því sem
mældist og í Sopa var minna kolvetni
en gefið var upp á umbúðum. Annað
var það sem vakti athygli og það var
hve sætir mjólkurdrykkimir eru og
því ættu sykursjúkir að varast þá og
þá ekki síður ættu foreldrar að hugsa
sig vel um áður en þeir venja böm sín
á að drekka þessa bragðbættu mjólk-
urdrykki frekar en nýmjólkina.
Birgir Guðmundsson, framleiðslu-
stjóri hjá Mjólkurbúi Flóamanna,
sagði í samtali við DV að hann væri
tiltölulega ánægður með útkomuna
úr þessari könnun en vildi taka fram
að ýmsa þætti yrði að taka inn í mynd-
ina áður en dregnar væm ályktanir
af niðurstöðunum. „Það er eitt grund-
vallaratriði sem ekki er hægt að líta
fram hjá þegar verið er að rannsaka
vöm sem unnin er úr náttúmafurðum
og það er að marktækar rannsóknir
geta tekið allt upp í ár. Sveiflumar,
t.d. í próteininu, geta verið svo miklar
og vemleg frávik frá einstökum mæl-
ingum em eðlileg. Við getum ekkert
hróflað við þessum efhum í mjólkinni,
við getum fjarlægt fituna en öðrum
þurrefhum getum við ekki hróflað við.
Það má segja að í Jóganum væri pró-
teininnihaldið alveg á mörkunum svo
hægt væri að fella það innan fráviks-
markanna," sagði Birgir Guðmunds-
son. Hann sagði einnig að það væm
vel þekkt vandræði hjé íslenskum fyr-
irtækjum að panta þyrfti umbúðir í
stóm upplagi því þær væm dýrar og
mun óhagkvæmara að framleiða fyrir
svo lítinn markað sem hér er. „Þetta
getur leitt til þess að vömlýsing
skekkist miðað við innihald þegar
vömþróun á sér stað. “Birgir taldi
meginástæðuna fyrir því að Mjólkur-
bú Flóamanna kæmi betur út nú en
fyrir ári þá að vömeftirlit væri orðið
strangara og síðasta árið sagði hann
að gert hefði verið átak í að samræma
vömþróun og eftirlit.
Svalinn kemur verr út en áður
í fyrri svaladrykkjakönnuninni
komudrykkjarvömr frá Sól h/f mjög
vel út og komust næst því að inni-
halda það sem gefið var upp á
umbúðum. Nú er útkoman aftur á
móti ekki eins góð og er munurinn
mestur á Epla-Svala þar sem gefið var
upp að hann innihéldi 30 mg af C-
vítamíni en mæling leiddi í ljós að í
hverjum 100 grömmum vom ekki
nema 22 mg.
Sigrún Helga, matvælafræðingur
hjá Sól h/f, sagði að þessar niðurstöð-
ur kæmu sér á óvart. „Þetta hlýtur
að vera einstakt tilfelh en C-vítamín
er mjög viðkvæmt og dofnar eftir því
sem það geymist lengur. Okkur hefúr
greinilega ekki tekist nægilega vel upp
með Epla-Svalann en að sjálfsögðu
munum við laga þetta hið bráðasta,"
sagði Sigrún Helga að lokum.
Deilt um dagsþörf
Hvað varðar Hi-C svaladrykkina þá
komu þeir vel út ef miðað er við að
dagsþörf af C-vítamíni sé 45 mg á dag.
Á umbúðum stendur að drykkurinn
innihaldi fulla dagsþörf og ef miðað
er við tölur manneldisráðs virðist inni-
haldið vera í samræmi við vömlýs-
ingu. Það er svo aftur annað mál að
mikið hefur vorið deilt um þennan
kvarða og fleiri en ein viðmiðun í
gangi.
Það er vissulega ánægjulegt að sjá
þá breytingu sem orðið hefur frá því
fyrri könnunin var gerð en niðurstöð-
ur þessarar könnunar sýna þó að ekki
er hægt að treysta fyllilega vörumerk-
ingum. Allir em sammála um að meira
C-vítamínmagn en getið er um á um-
búðum sé betra en of lítið en óná-
kvæmnin, sem í ljós hefur komið, leiðir
þó til þess að neytendur verða að taka
innihaldslýsingum með ákveðnum fyr-
irvara.
-S.Konn.
mUACK&DECKER
w Loftpúðasláttuvélin
Lauflétt en
öflug garð-
sláttuvél.
Útsölustaðir
um allt land
FRÁBÆRT
VERÐ
Kr.
_____insson
nsonhf
ARIWIÚLA 1 - SÍMI68-55-33
Allt í helgarmatinn
NÝJAR VÖRUR
í ÖLLUM DEILDUM
Opið til kl. 20 í
^ kvöld
Munið
BARNAHORNIÐ
Á ANNARRI HÆÐ
Opið frá
kl. 9-16
laugardag
Munið JL-hornið
Flöskumóttaka
'aaíaaa » i
. '.z~ .j f3UQi3
UHÍÍUUUUUIII Hllh.
Jón Loftsson hf. ________________
Hringbraut 121 Sími 10600
— u-XfcJ
Þú borðaðir rúmlega eitt hundrað
Holl húsráð SS pylsur á síðasta ári.
Þegar tappatogarann vantar
er hægt að skrúfa krók úr herðatré
og notast við hann.
Erfiður tappi
Ef tappinn er óhreyfanlegur vermir
þú flöskustútinn yfir vatnsgufu eða
undir heitum krana. Forðastu að láta
innihaldið hitna, sér í lagi ef vín er í
flöskunni.
Maturinn of saltur
Ef þú hefúr saltað um of skaltu bæta
hráum kartöflusneiðum í pottinn. Þær
drekka í sig saltið og að sjálfsögðu em
þær fjariægðar áður en maturinn er
borinn á borð.
Mjólkin brennur ekki við
Láttu fáeinar glerkúlur í skaftpott-
inn þegar þú hitar mjólk. Kúlumar
fara af stað þegar mjólkin sýður og
hljóðið leynir sér ekki.
Þegar illa fer
Það getur reynst erfitt að týna sam-
an glerbrot og agnir. Bleyttu bómull-
arhnoðra og notaðu hann til að safna
þessu saman. Vandaðu þig, þá nærð
þú hverri einustu ögn.
-RóG.
SLATURFELAG
o
=j
s
cn
>
SUÐURLANDS
Áriö 1985 boröuöu islendingar hvorki meira né minna en
17 milljónir og eitt hundrað þúsund (17.100.000) SS pylsur.
Þaö gera liðlega 100 pylsur á hvert mannsbam sem náö hefur
„kiötaldri". Betri meömæli eru vandfundin.