Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1986, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1986, Qupperneq 14
14 DV. FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 1986. Spurningin Hvað ætlar þú að gera um helgina? Gunnar Guðmundsson nemi: Ég ætla að selja blöð á morgun og svo fer ég í bíó á sunnudaginn. Indriði Pétursson verkamaður: Ég fer og kýs á morgun. En hvað ég geri á sunnudaginn er öldungis óvíst. Kannski skrepp ég upp í sveit. Kristín Ingvarsdóttir framkvæmda- stjóri: Ég verð að vinna um helgina og kem líklega ekki til með að gera neitt annað. Bryndís Bragadóttir nemi: Ég verð að vinna bæði á laugardag og sunnu- dag. Það getur þó verið að ég skreppi á ball annað kvöld. Gunnhildur Gunnarsdóttir skrif- stofumaður: Ég ætla að æfa fótbolta um helgina. Svo getur verið að mað- ur skelli sér í bíó. nýja bílinn minn á morgun. Svo keyri ég kærustuna mína út á flugvöll á sunnudaginn. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Óvitar í ófærum Erlendir ferðamenn eru til vandræða, segir Jökull. Jökull skrifar: Nú er sumarið komið og ásamt far- fuglunum fara erlendir ferðamenn að streyma í hópum til landsins. Þrátt fyrir hrakspár út af kjarnorkuslysinu koma örugglega ekki færri ferðamenn hingað en seinasta ár. Ef eitthvað er þá verða þeir fleiri. Enn eitt sumarið stöndum við frammi fyrir þeim vandræðum sem koma þessara útlendinga skapar. Er- lend borgarböm fara að príla um fjöll og fimindi, eins og hverjir aðrir óvit- ar, án nokkurar fyrirhyggju. Er ekki nóg að íslenskar hjálparsveitir og leit- arflokkar eigi fullt í fangi með að hemja samlanda sína sem leggja út í óvissu vetur og sumar? Það er langt síðan kom fram sú hugmynd að láta hvern einasta ferðamann, sem kæmi til landsins, fá bækling þar sem varað væri við þeim hættum sem ferðalög um landið geta haft í fór með sér. Hvers vegna er þessari einfoldu og um leið ódým hugmynd ekki hrundið í framkvæmd? Þetta myndi spara þjóð- inni stórfé og fyrirhöfn. Fyrir utan komu ferðamanna hingað svona almennt þá er líka ámælisverð, að mínu mati, umgengni þessa fólks um landið. Spólað er upp um heiðar á risavöxnum tryllitækjum eins og landið væri ekki annað en venjuleg vélhjólabraut. Þetta gengur auðvitað ekki, það sér hver heilvita maður. Hvemig ætli landið okkar líti út eftir 10 ár ef heldur fram sem horfir? Það verður ömgglega jafnskítugt og útslit- ið og sólarstrendur Spánar. Ég vil taka fram að í sjálfu sér er ég ekki á móti túrisma, sérstaklega þegar hafðar em í huga allar gjaldey- ristekjumar sein við höfum upp úr krafsinu. En ég hef unnið í kringum ferðamenn og séð um ferðir sumra þeirra hér á landi og þykist því vita um hvað ég er að tala. Þetta vanda- mál er vissulega fyrir hendi og það er stærra en margur hyggur. Hættum dans- sýningum léttklæddra Sigríður hringdi: Ég vil koma á framfæri þakklæti mínu til sjónvarpsins fyrir umfjöllun- ina um þá klámöldu sem skollið hefúr yfir landið. Það var sannarlega kom- inn tími til að gerð væri alvarleg úttekt á þessu fyrirbæri en ekki í ein- hverjum galgopastíl sem einnkendi öll blaðaskrifin. Það er rétt að fólk fari að vakna upp við þennan vonda draum áður en hann breytist í algera martröð. Það sem við Islendingar þurfum allra síst er að taka upp klámiðnað eftir erlendri fyr- irmynd. Ég held að ef bæði almenning- ur og ekki síst þeir sem láta hafa sig út í þetta sjái ekki hversu rangt þetta er, þá sé því liði einfaldlega ekki við bjargandi. Þá held ég að við höfum reynt allt til að snúa því frá villu síns vegar og ekki hægt að kenna heiðvið- rum borgurum um þegar allt er komið í kalda kol. En hvemig sem allt fer þá er ljóst að þessar danssýningar létt- klædds fólks verður að stöðva með öllum tiltækum ráðum. Sigríöur: Þessar danssýningar léttklæddra verður að stöðva. Léttum öldruð- um ævi- kvöldið Tvær 10 ára hringdu: Okkur langar að biðja ríkisstjómina að hugsa aðeins betur um gamla fólk- ið. Það þarf að láta það fá hærri ellilaun og byggja fieiri elliheimili. Amma annarrar okkar þarf nauðsyn- lega að fá meiri peninga og hana langar líka að komast á elliheimili. Hún segir að hún þekki marga fleiri sem líka þurfi að komast á elliheimil- ið. Væri ekki hægt að laga þetta fyrir hana og allt hitt gamla fólkið? Tvær tíu ára biöja ríkisstjómina að hugsa aðeins betur um gamla fólkið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.