Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1986, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1986, Page 28
DV. FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 1986. , 44 «. 13 SM4 ^fCÍF^ Klassíker vikunnar Dr. and the Medics - Spirit in the Sky (IRS) Þetta klassíska lag Normans Greenbaum er vandmeðfarið og Dr. And The Medics velja að breytaútsetningu höfundar sem minnst; rokka lagið örlítið upp og gera það nútímalegra. Jafngott og áður. Aðrar endingargóðar Rolling Stones - One Hit (To The Body) (Rolling Stones) Önnur smáskífan af skít- verkaplötunni og líklega besta lag plötunnar; þéttur Stones rokkari sem grípur mann með einsog skot. Þeir eru engum líkir gömlu mennirnir. Moody Blues - Your Wildest Dreams (Polygram) Aðrir gamlingjar enn í fullu fjöri og halda sig við það sem þeir kunna og gera vel. Góð melódía og raddirnar hjá strákunum hafa hvergi látið á sjá. Líklega ekki nógu nútíma- legt til að verða smellur en gott samt. Frá Lippo Lippi - Everytime I See You (Virgin) Það er ekki sami hasarinn í þessum Norðmönnum og lönd- um þeirra í A-Ha; þessir eru mjúkir og vandaðir, semja fal- legar melódíur sem eru gjald- gengar hvar sem er. Simply Red - Holding Back the Years (WEA) Makalaus rödd sem þessi maður hefur, annað eins hefur ekki heyrst í háa herrans tíð. Þetta lag annars í rólegri kantinum, ansi hreint ljúft og gott. Ekta knúsari. Cock Robin - The Promise You Made (CBS) Mjúkt popp, lag sem grípur mann þegar við fyrstu áheyrn og verður bara betra eftir því sem oftar er hlustað. Tvær endingarminni Status Quo - Rollin’ Home (Phonogram) Þetta er vissulega hressilegt rokklag a la Status Quo, en allt of líkt Rockin All Over The World til að teljast gjald- gengt sem nýtt lag. Það gengur bara ekki að skipta um nafn á laginu. The Matchroom Mob With Chas & Dave - Snooker Loopy (Rockery) Hræðilega hlýtur breska húmornum að hafa hrakað uppá síðkastið fyrst lög á borð við Living Doll, Chicken Song og þetta njóta mikilla vin- sælda. í ruslið með þetta. -SþS- | MEGAS - ALLUR | Vonandi ekki allur enn Mikill hvalreki heíúr orðið á fjörum ■ íslenskra tónlistarunnenda; meistari Megas er kominn út allur í hand- hægum neytendaumbúðum. Pakkinn inniheldur níu plötur ásamt 40 síðna handbók með textum og úrklippum úr dagblöðum gegnum árin þar sem Megas er til umfjöllunar. Saga Megasar sem opinbers tónlist- armanns nær allar götur aftur til ársins 1971 en þá kom út fyrsta plat- an, sem bar einfaldlega nafn höfundar. Þar kvað við nýjan tón í íslenskri tón- list, tón sem langt í frá allir felldu sig við. Sérstaklega voru það textar og textameðferð sem fóru fyrir brjóstið á viðkvæmu fólki og fylltist margur maðurinn heilagri vandlætingu yfir virðingarleysi Megasar fyrir íslensk- um menningarverðmætum. Tónlistin sjálf var einfold í sniðum, kassagítar og flauta á stöku stað. Sem áður sagði fékk þessi plata mjög misjafnar viðtökur, annaðhvort féllu menn marflatir fyrir henni eða fitjuðu uppá trýnið og fussuðu. Margir þeirra síðarnefhdu áttu þó síðar eftir að upp- götva snilli Megasar og þeir eru eflaust fáir í dag sem ekki viðurkenna Megas sem einn allra fremsta tónlist- armann poppkynslóðarinnar. Megas hefur aukinheldur það ffarn yfir obbann af íslenskum tónlistar- mönnum að hann er textahöfúndur par exellence og leyfi ég mér að fúll- vrða að annar eins hefúr ekki fyrir- fundist hérlendis fyrr eða síðar. Fjögur ár liðu frá því fyrsta platan kom út þar til sú næsta leit dagsins ljós. Hún hét og heitir Millilending og Megas var nú rafvæddur með að- stoð hljómsveitarinnar Júdasar. Enn sem fyrr stuðuðu textar Megas- ar f'ólk og í útvarpinu heyrðist hann varla enda réðu þar ríkjum menn sem tilheyrðu vandlætingarhópnum. í kjölfar Millilendingar fóru ár mik- illa afkasta Megasar og á næstu tveimur árum komu út tvær plötur Fram & aftur blindgötuna og Á bleik- um náttkjólum, sem að margra áliti er besta plata Megasar og jafnffamt ein besta plata íslensk sem út hefur komið. Á þessum plötum ferðast Megas ffam og aftur um tónlistarsviðið, er hreint ótrúlega fjölbreyttur og hver textinn öðrum betri. 1978 kom svo Megas öllum rækilega á óvart með því að gefa út plötu með ýmsum barpagælum og enn á ný fúögnuðust hneykslunarraddimar því Megas var sjálfúm sér trúr og fór ótroðnar slóðir í túlkun bamagæln- anna, líkt og öðm sem hann tók sér fyrir hendur. Næstu plötur vom hljómleikaplöt- urnar Drög að sjálfsmorði en nafnið skírskotar til sögusagna um sjálfsmorð Megasar sem gengu fjöllunum hærra um Reykjavík um áramótin 1978-1979, sem reyndust töluvert orðum auknar. Sjálfsmorðið er það síðasta sem komið hefur út í nafni Megasar eins; á undanfömum árum hefur hann kom- ið ffam á plötum ýmissa aðila með lag eða lög og hefur þeim nú verið safnað saman í þessum pakka á eina plötu sem nefnist Gult & Svart Holdið. Auk fyrmefndra laga em á þessari plötu áður óútgefnar upptökur frá fyrri árum, fágætir gripir. Níunda platan í safninu er passíu- sálmaprógramm Megasar sem hann hefúr flutt síðastliðna tvenna páska og er mikill fengur að því að hafa feng- ið það á plötu til varðveislu. Hitt leikhúsið, sem stendur að þess- ari útgáfú á heildarverkum Megasar, á heiður skilinn fyrir framtakið og vonandi eiga fleiri plötur eftir að bæt> ast við þetta safn á komandi árum. -SþS PRINCE AND THE REVOLUTION - PARADE Hvort sem maður kann að meta per- sónuna Prince eður ei verður því ekki neitað að þrátt fyrir alla sjálfdýrkun, sem einkennt hefúr feril hans, er þama á ferðinni skapandi tónlistarmaður sem fer sinar eigin leiðir i listsköpun og gerir marga góða hluti, eins og nýjasta plata hans, Parade, ber með sér. Eins og síðasta plata Prince, Purple Rain, er Parade saminn utan um kvik- mynd. Myndin nefnist Under The Cherry Moon og veit ég ekki nánari deili á henni. En sjálfsagt leikur Prince aðalhlutverkið. Minna tekur kappinn varla að sér. Það em tólf lög á Parade sem öll em eftir Prince. Bæði em þau misjöfn að gæðum og ólíkar tónlistarstefnur ráða ferðinni. Kannski er ekki við öðm að búast þegar samið er fyrir kvikmynd. Það er nú svo með þá tónlist sem Prince býður upp á að þegar hún er hvað athyglisverðust, í flóknum lögum eins og Christopher Tracy’s Parade, I Wonder U og Do You Lie þá nýtur kappinn sín síst, þrátt fyrir góðar út- setningar og verulega athyglisverðar tónsmíðar. Aftur á móti í Mountains og Kiss, sem nálgast það að vera soul- lög, nýtur hann sín hvað best, þótt ekki séu þau lög jafnáhugaverð og fyrmefnd lög. Eitt allra besta lagið á plötunni er svo Sometime It Snows In April sem er rólegt verk, flókið og virkar fráhrindandi í fyrstu en vinnur á við hverja hlustun. Prince er athyglisverður tónlistar- maður, góður lagahöfúndur og upp- finningasamur útsetjari. Galli hans, að mínu mati, er rödd hans sem nálg- ast það að vera hálfgerðir skrækir frekar en söngur. Tel ég að hér sé um heimatilbúning að ræða. Vel getur verið að flestum aðdáendum hans líki vel þessi raddbeiting. Og pilturinn á svo sannarlega marga aðdáendur. í heild aftur á móti hefur rödd hans neikvæð áhrif á lögin, þótt ekki sé hægt að segja annað en miklar tilfinn- ingar séu lagðár f sönginn. Parade nokkuð sérstök plata, sem hlustandinn leggur ekki frá sér svo auðveldlega eftir fyrstu hlustun, þótt tónlistin sé á köflum virkilega uppá- þrengjandi. Prince hefur hæfileika og hann telur sig ábyggilega vita það manna best sjálfur. En eins og mörgum öðmm hæfileikaríkum piltum hættir honum til að reyna við hluti sem hann ræður ekki almennilega við. HK SMÆLKI Sœl nú!... Joe Strummer Ciash sjálfur lenti i klóm lögreglunnar á dögunum. Ástæðan fyr- ir afskiptum þeirra svart- klæddu af Strummer var su að hann var úti að aka. ölvaður. Fyrir vikið verður Strummer að láta bifreióaakstur eiga sig næsta eitt og hálfa árið ... Warren Cann, trommuleíkari Ultravox, var iátinn fjúka fyrir skemmstu og er ósam- komulagi innan hljóm- sveitarinnar kennt um. Afgangurinn af hljóm- sveitinni er aftur á móti byrjaður undirbúning ad nýrri breiðskífu sem væntanlega kemur út í haust... Glæsilegur ár- angur poppara á Vestur- löndum í söfnun á fé til hjálpar bágstöddum i Afr- iku hefur ekki farið framhjá neinum, meira að segja ekki Rússunum. Þeir hafa nú gripið hug- myndina á lofti og hvetja sovéskar rokkhljómsveit- ir til að halda góðgerðar- tónleika til aðstoðar þeim sem eiga um sárt að binda eftir kjarnorkuslys- íð i Chernobyi. Ennfremur hafa Rússarnír beðið Sting og Elton John um aó koma og hjálpa til... Dire Straits voru á hljóm- leikareisu fyrir nokkru i Ástralíu og nágrenni og troðfylltu alla safi og hall- ir hvar sem jjeir komu. Einum tónleikum var þó aflýst, ekki vegna dreemr- ar aósóknar heldur vegna þess að þeir áttu aó vera á stað sem heitir Ayers Rock en það ku vera heil- agt svæðí i augum innfæddra frumbyggja Ástraliu. Mark Knopfler vildi ekki styggja frum- byggjana og aflýsti her- legheitunum...Bob Dylan er að leggja uppi enn eina hljómleikaferðina í sumar um þver og endi- löng Bandarikin. Með sér hefur hann að venju valið iið manna og að þessu sinni tekur hann meó sér tvo sérstaklega valin- kunna heiðursmenn, þá Keith Richards og Ron Wood úr Rolling Stones en þeir tróðu einmitt upp með Dylan á Band Aid tónleikunum í Philadelfia í fyrra sællar minningar ... Kveðjutónleikar Wham verða haldnir á Wembley leikvanginum í Lundúnum þann 28. júní næstkomandi... Lagið Rock Lobster með B-52’s var gefið út i fimmta sinn nú á dögunum og náði þá leksins að slá i gegn. Gallinn er bara sá að hljómsveitin er hætt, drif- fjöður hljómsveitarinnar, Ricky Wilson, lést úr krabbameini í fyrra... Sjáumst siðar...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.