Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1986, Page 32
T _>
FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 1986.
Hafskipsmálið:
Gæsluvarð-
, haldið stytt
um 2 vikur
Úrskurður Hæstaréttar um gæslu-
varðhalcl Hafskipsmanna liggur nú
fyrir og staðfesti rétturinn gæsluvarð-
haldsúrskurðinn en stytti jafnframt
varðhaldið um tvær vikur eða tif 11.
júní.
Einn af þeim sem setið hafa inni er
nú faus úr gæsluvarðhaldi, Þórður
Hilmarsson sem sleppt var í gær, en
þeir sem gert er að sitja til 11. júní eru
Björgólfur Guðmundsson, Ragnar
Kjartansson, Páll Bragi Kristjónsson
og Helgi Magnússon.
Rannsóknarlögreglan hefúr nú hafið
"^firheyrslur yfir starfsmönnum Út-
vegsbankans en sem kunnugt er af
fréttum var ákveðið að hraða þeim
þætti rannsóknarinnar svo sem kostur
er í framhaldi af fundi bankastjómar
bankans og rannsóknarlögreglustjóra.
FRI
Fangi strauk
Fangi strauk úr Hegningarhúsinu
að Skólavörðustíg 9 í gær kl. 17.45.
/i^fcnginn stökk út um glugga á ann-
arri hæð og síðast sást til hans á harða
spretti inn Bergstaðastræti. Hann var
ekki fundinn í morgun. Þetta er í ann-
að skiptið í þessum mánuði sem
fanganum tekst að strjúka úr gæslu.
Fanginn er síbrotamaður og hefur
oft setið inni. Hann var á Litla-Hrauni,
en kom til læknismeðferðar til Reykja-
víkur í byrjun maí. Þá tókst honum
að strjúka. Náðist fljótlega og var sett-
ur í einangrunarklefa þaðan sem hann
strauk núna. -SOS
HM-handbók
Heimsmeistarakeppnin í knatt-
spymu hefst á morgun og í tilefni af
jjJjví mun 20 síðna blað tileinkað keppn-
iiini fylgja helgarblaði DV á morgun.
Meðai efnis í blaðinu verður kynn-
ing á liðum HM og leikmönnum. Stutt
viðtöl við ýmsa sem verða í eldlín-
unni, skrá yfir leiki keppninnar og
hvaða lið séu sigurstranglegust hjá
veðbönkum. fros
LOKI
Þaö rignir alla vega ekki
í sjónvarpinu í kvöld!
Dularfullt smit úr svartflekkóttum villiketti í Húnavatnssýslu:
Lömbin fæðast
morkin á Mosfelli
„Þetta fár hlýtur að hafa borist
með erlendum köttum. Hér áður fyrr
þótti nauðsynlegt að hafa ketti í fjár-
húsum því annars var hætta á að
rottur legðust á féð,“ sagði Einar
Höskuldsson, bóndi á Mosfelli í
Austur-Húnavatnssýslu, í samtali
við DV.
Ær Einars bónda hafa nú borið
tæplega 300 dauðum lömbum og er
tjón hans því mikið. Rannsóknir á
blóðsýnum, er dýralæknir tók og
sendi suður á Keldur, sýna svo ekki
verður um villst að fárið má rekja
til kattar.
„Þetta var svartflekkóttur villi-
köttur sem birtist allt í einu hérna
á hlaðinu og enginn vissi hvaðan
kom. Ég lét hann afskiptalausan,
enda ekki vanur að skjóta ketti ná-
granna minna. Strax eftir fengitím-
ann fór svo að bera á þessu hjá
mér. Tvílemdar ær báru lömbum þar
sem annað var morkið og hitt hreinn
aumingi, er gefa varð lyf fyrstu vik-
umar. Þetta er náttúrlega slæmt og
þá sérstaklega ef þetta fer í kýr eða
konur,“ sagði Einar bóndi á Mosfelli.
Strax og ljóst varð að sökin lá hjá
svartflekkóttu læðunni voru gerðar
ráðstafanir til að koma henni fyrir
kattarnef: „Kötturinn var styggur
eins og refur þannig að ég varð að
skjóta hann í veiðiboga," sagði Ein-
ar.
Ekki er nóg með það að lömbin
fæðist dauð á Mosfelli, nokkrar
kindur Einars bónda hafa drepist
úr legeitrun sem hann telur að rekja
megi til ófagnaðarins er villiköttur-
inn bar í fjárhús hans.
-EIR
Eldur kom upp í bífreið, sem verið var að gera við inni í bílskúr við Nýbýlaveg í Kópavogi í
gær. Fljótt náðist bifreiðin út úr bílskúrnum. Hér á myndinni sjást slökkviliðsmenn að störfum.
Nokkrar skemmdir urðu á bifreiðinni, sem var númerslaus. DV-mynd: S
Veðrið á morgun:
Kosninga-
skúrir
Á morgun ríkir sunnan- og suð-
vestanátt á landinu. Skýjað og víða
skúrir eða rigning á öllu sunnan- og
vestanverðu landinu. Þurrt verður
að mestu norðaustanlands.
Hiti verður á bilinu 6-10 stig. Heit-
ast verður á Norðausturlandi, 10
stig, og þar ætti að sjást til sólar.
Sjonvarpið í kvöld:
Lokaslagurinn
um atkvæðin
Talsmenn framboðsflokkanna í
Reykjavík ætla að ræða málin saman
í síðasta sinn fyrir kosningar í hring-
borðsumræðum í sjónvarpinu í kvöld.
Páll Magnússon fréttamaður stjómar
umræðunni.
Einn fulltrúi mætir fyrir hvem flokk.
Fyrir Alþýðuflokk Bjarni P. Magnús-
son, Sjálfstæðisflokk Davíð Oddsson,
Framsóknarflokk Sigrún Magnús-
dóttir, Alþýðubandalag Össur Skarp-
héðinsson, Kvennalista Sólrún
Gísladóttir og fyrir Flokk mannsins
Áshildur Jónsdóttir. Allir nema Össur
era efstu menn á lista, en hann er í
fjórða sæti. „Össur er í baráttusæt-
inu,“ sagði Steinar Harðarson, kosn-
ingastjóri Alþýðubandalagsins,
aðspurður hvers vegna efsta manni
væri ekki teflt fram.
„Þátturinn verður ekki í neinu yfir-
heyrsluformi og mitt hlutverk er að
sjá um að þetta fari skikkanlega firam.
Ætlunin er að frambjóðendur ræði
sjálfir saman yfir hringborðið," sagði
Páll Magnússon fréttamaður í morg-
un. Þátturinn hefet kl. 22.15 og stendur
í allt að hálfan annan klukkutíma.
-APH
Hafskipsmenn:
Tveir vildu
kjósa en fá
það ekki
Tveir af fjórmenningunimi, sem nú
sitja í gæsluvarðhaldi, fóra fram á að
fá að kjósa í borgarstjórharkosning-
unum en þeirri beiðni hafnaði RLR.
Annar þeirra kærði þá úrskurðinn til
sakadóms sem einnig hafnaði beiðni
hans.
„Þetta er umdeilanlegt atriði og eðli-
legt að menn geti borið það undir
dómstóla," sagði Þórir Oddsson, vara-
rannsóknarlögreglustjóri ríkisins, í
samtali við DV. „Það er gott að þessi
úrskurður liggur fyrir.“
Sakadómur byggði niðurstöðu sína
á því að flutningur mannsins á kjör-
stað samræmdist ekki tilgangi gæslu-
varðhaldsins, þ.e. einangrun hans.
Lögfræðingur þess sem kærði byggði
kröfú sína á því að kosningaréttur
væri grundvallarmannréttindi og ekki
tekinn af msnni án dóms. -FRI