Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1986, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1986, Side 18
18 DV. MÁNUDAGUR 9. JÚNÍ 1986. Menning__________Menning___________Menning______ Menning Gulllð í fjalllnu fyrir ofan bæinn heima LISTAHÁTÍÐ I REYKJAVÍK Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands í Háskó'labiói 6. júni. Stjórnandi: Jean Pierre jacquillaL Einsöngvari: Kristján Jóhannsson. Á efnisskrá: forleikir, milliþáttamúsík og aríur úr óperum eftir Georges BizeL Gaet- ano Donizetti, Pietro Mascagni, Giuseppe Verdi og Giacomo Puccini. Svo alkunn er sagan af viðskiptum stjómar Listahátíðar og stjómar- apparatsins austur í Sovét vegna hingaðkomu bassans Paata Burc- huladze að óþarft er að rekja. Hún er sorgarsaga. Við mig sagði stjóm- armaður heimsþekktrar listahátíðar, einnar af þeim sem byggir á nærri eintómum stórstjömum, um daginn „þið emð aldeilis heppin að fá hann“. Heppnin reyndist þá ekki meiri en svo. En í staðinn fengum við okkar eigin stórsöngvara til að hlaupa í skarðið. Kannski myndi maður sakna hviklyndisins Kristján Jóhannsson hljóp fyrir- varalítið í skarðið, sem þýddi að sjálfsögðu allt annað eínisval en ráð- gert hafði verið. Þar brást hljóm- sveitin líka vel við og endurskipu- lagði eíhisskrána svo að hún var í fullu samræmi við einsöngsatriði Kristjáns. Á hinn bóginn held ég að sú sé ekki ástæða þeirra ágalla sem stundum vom á leik hennar. Þeir komu fram í verkum sem hljómsveit- in hefúr áður spilað og á stöðum sem dæmi em tekin af i kennslubókum, einfaldlega af því að þar þurfa menn að huga vel að þvi sem þeir em að gera. En svo spilaði hljómsveitin okkar líka svo hvinandi vel þess á milli. Kannski myndi maður sakna þessa hviklyndis hennar ef ganga mætti að því vísu að hún léki alltaf vel. Listaspil og antiklimax líka Carmen var fyrst tekin fyrir. For- leikurinn og milliþáttamúsík, ' en þess á milli söng Kristján „La fleur que tu m’avais jetée“. Jacquillat kaus að leika forleikinn harla rösk- lega. Að mestu stóðst það. Strengir höfðu fínan glans og blásarar vom snarpir, en slagverk glumdi þó um of. En svo ýkti Jacquillat molto rit- ardando mjög í lokin (nokkuð sem er afar algengt) og þá gátu þeir sem yfir mestum ómstyrk réðu engan veginn fylgt. Útkoman varð því ant- iklimax á annars skemmtilega spiluðum forleik. Á öðrum stað, í „Tombe degliavi miei“ úr Luciu di Lammermoor, lá við að lúðramir og i þessu tilvikl sjálf homin, settu allt út af laginu með heldur ómarkviss- um leik. En svo spilaði hljómsveitin Tónlist Eyjólfur Melsted til dæmis Intermezzoið fræga úr Cavalleria Rusticana aldeilis skín- andi vel. Svolítið skondið og skemmti- legt Kristján Jóhannsson var hetja dagsins. Eins og fyrr sagði hóf hann sönginn á „La fleur que tu m’avais jetée“ úr Carmen. Heldur stillilegur söngur, með mikilli innri spennu þó, til að byrja á. Það var svolítið skond- ið og skemmtilegt um leið að heyra ítalska hreiminn Kristjáns á fröns- kunni, en vel söng hann. Næst kom „Tombe degliavi miei“ úr Luciu di Lammermoor og þar lét Kristján lúðrasull ekkert á sig fá heldur hélt sínu striki. Mér var hugsað til þess á meðan Kristján brilleraði á „Addio alla mamma" úr Cavalleria Rusticana, hversu óendanlega seinheppin við vorum með lykiltenórana sem við fengum að utan með pósti þegar Cavalleria var færð upp hér í Þjóð- leikhúsinu um árið. Aldeilis hefði verið munur að hafa svona mann þar þá. Síðan var Verdi karlinn á dagskrá. Forleikinn að La Traviata spilaði hljómsveitin vel og af miklum innileik. Milliþáttamúsíkina líka og ekki var söngurinn síðri í „De’ miei bollenti spiriti". Ekki fallega gert gagnvart gömlum lúðurþeytara, en fyrir bætt á eftir. I „Celeste Aida“ er einn af þessum stöðum sem sérmerktir eru í kennslubókum lúðurþeytaranna í hljómsveitarleik, að sérstaklega beri að vanda sig. Ekki vegna tækniörð- ugleika heldur vegna þess að á ríður að samspi 1, bæði lúðra innbyrðis og á móti söngvaranum, sé i góðu lagi, og ekkert múður. Hér fengum við því miður að kynnast ástæðu þess að inngangurinn að „Celeste Aida“ er settur í æfingabækur til undir- búnings hljómsveitarleik. Þetta var ekki fallega gert, einkum og sér í lagi þar sem gamall lúðurþeytari söng á móti þeim. Ekki skóf þetta samt af glæsileik söngsins og þegar að síðasta söngatriði tónleikanna kom var heldur betur fyrir þetta bætt. Upphaf „E lucevan le stelle" er nefnilega tvísöngur klarínettu og tenórs. Þar sungu tveir góðir saman, þeir Einar Jóhannesson og Kristján Jóhannsson. Til að þóknast ánægð- um áheyrendum var 0 sole mio tvívegis hnýtt aftan við. Það voru meir en góð skipti að fá Kristján Jóhannsson til að hlaupa í skarðið fyrir Paata Burchuladze. Brottfall bassans grúsíska varð til þess að menn komu auga á gullið í fjallinu fyrír ofan bæinn heima í stað þess að geysast út um ótal lönd til að leita þess. EM Vart upp úr miðlungsnemendastaðli Tónleikar Karen Sue Gagstetter Redding- ton á Kjarvalsstöðum 4. júní. Efnisskrá: Wolfgang Amadeus Mozart Stef og tilbrigði i D-dúr KV 573; Ludwig van Beethoven: Sónata í f-moll op. 57 „Appas- sionata"; Sergei Rachmaninoff: Fimm prelúdiur; Fréderic Chopin: Etýöa í f-moll op. 25, nr. 2 og Ballaða í g-moll op. 23. Þegar Karen Sue Gagstetter Redd- ington kynnti tónleika sína á Kjarvalsstöðum fylgdi í pressunni langur listi kennara hennar og verð- leika eins og alla jafna birtist um listamenn. Eitt var þó hengt aftan við, sem heldur er óvenjulegt, og það var að aðgangseyrir að tónleikunum væri enginn. Fyrir tónleikana giska ég á að vart hafi nokkur íslendingur þekkt til hennar eða leiks hennar. Reyndar værum við jafnvel settir ef það ástand hefði varað áfram. Tón- leikar Karen Sue Gagstetter Redd- ington er hægt að afgreiða með einu orði. Þeir voru lélegir. Barningur á Beethoven Á þessum greinarskilum væri í raun réttast að enda greinina um tónleika Karen Sue Gagstetter Reddington en þegar maður viðhefur svona orðbragð skuldar maður kannski lesandanum skýringu. Eftir verkefnavali mætti ætla að hér væri um veraldarvanan píanista að ræða. En það kom brátt í ljós hvers kyns píanisti blessuð konan er. Hún skrönglaðist svo sem stóráfallalaust í gegnum Mozart. Það glitti í góðan skilning hjá henni inni á milli en hún hafði bara ekki getu til að fylgja skilningi sínum eftir. Og óttalegur Tónlist Eyjólfur Melsted bamingur var þetta í Appassionata hjá henni. Öll hlaupin komu ein- hvem veginn í mörgum smágusum og notkun pedals hjá henni myndi ég ekki kalla ofnotkun heldur mis- notkun. Rassskelltur Rachmaninoff Það er sjaldgæft að undirritaðan langi til að fara heim af tónleikum í hléi til að horfa á sápuóperu og fótbolta í kassanum. En í þetta skip- tið var það nú svo. Eftir hlé varð engin breyting á, nema einhvem veginn þolir maður betur að heyra Rachmaninoff rassskelltan en Beet- hoven barinn. Sumar þessara indælu prelúdía Rachmaninoffs hafa ýmsir píanistar á takteinum, gjaman sem aukalög. Þær eru svo stuttar en glæsilegar. Til dæmis heyrði ég vin okkar Sgouros romsa einni þeirra upp, aldeilis stórglæsilega, sem aukagetu um daginn. Hér skal þó viðurkennt að eina þeirra, Andante cantabile í D-dúr opus 23 númer 4, lék Karen Sue Gagstetter Redding- ton hreint ekki óþokkalega. Hefði hún bara haft vit á að velja sér verk- efni af því taginu fyrir tónleikana alla. I Chopin var engin breyting frá fyrri leik - sama sullið. En virt skal píanistanum Karen Sue Gagstetter Reddington til virðingar að hafa hlíft áheyrendum sínum við aukalögum. Eitt var þó jákvætt við þessa tón- Ieika. Á þá kom íjöldi áheyrenda, enda frítt inn. Til annars væri vart hægt að ætlast hjá píanista sem vart stendur upp úr miðlungsnemenda- staðli. EM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.