Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1986, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1986, Side 20
20 DV. MÁNUDAGUR 9. JÚNÍ 1986. Rakarastofan Klapparstíg Hárgreiðslustofan Klapparstíg Sími 12725 Tímapantanir 13010 SMÁAUGLÝSINGAR DV MARKADSTORO TÆKIFÆRANNA Þú átt kost á aö kaupa og s§Jja allt sem gengur kaupum og sölum. Bara aö nefna paö í smáauglýsingum DV, hinu ótrúlega markaöstorgi taekifæranna. Markaöstorgiö teygir sig víöa, Þaö er sunnanlands sem noröan, vestan sem austan, í bátum sem flug- vélum, snjóbílum sem fólksbílum, hvarvetna er DV lesiö. Einkamál. Já, þaö er margt í gangi á markaöstorginu, en um hvaö er samiö er auövitaö einkamál hvers og eiqs. Sumir borga meö fínpressuöum seölum. ^ Menn nýkomnir úr banka? Þarf alls ekki aö vera. Gætu hafa keypt straubretti á markaöstorginu daginn áöur. Smáauglýsingar DV eru markaöur meö mikinn mátt. Þar er allt sneisafullt af tækifærum. Þaö er bara aö grípa pau. Þú hringir...27022 Við birtum... Þaö ber árangur! Smáauglýsingadeildin er í Þverholti 11. Opiö: Mánudaga-föstudaga, 9.00—22.00 ER SMÁAUGLÝSINGABLADID Tveir meistarar Kungliga Dramatiska Teatern sýnir: Fröken Júlíu í Þjóðieikhúsinu. Höfundur: August Strindberg. Leikmynd og búningar: Gunilla Palmsti- erna-Weiss. Tónlist: Daniel Bell. Leikstjóri: Ingmar Bergman. Leikstjórinn heimsfrægi, Ingmar Bergman, er heiðursgestur Listahá- tíðar að þessu sinni og er að vonum mikill aufúsugestur öllum þeim sem leiklist unna. Þó að kvikmyndir hans séu vel þekktar hér eru þeir ekki margir landamir, sem hafa ve- rið svo heppnir að kynnast að einhverju ráði þeim stórbrotna meistara leikhússins sem Bergman er. En nú um helgina þurftu að- dáendur hans ekki að leggja á sig löng og dýr ferðalög til þess að njóta listar hans því að leikhópur frá Dra- maten í Stokkhólmi sýndi leikritið Fröken Júlíu eftir August Strind- berg í Þjóðleikhúsinu, undir stjóm Bergmans. Leikstjómarferill hans er orðinn langur og margar uppsetningar hans hafa markað tímamót, ekki hvað síst íyrir ferskar áherslur og nýjan skiln- ing sem hann leggur í þau verk sem hann leikstýrir. Hann leitar að kjama verkanna og enginn hefur næmari skilning á persónunum sem hann sýnir með kostum og göllum en hefur þó alltaf fulla samúð með. En fyrst og fremst undirstrikar hann og skerpir þá sálrænu togstreitu sem í verkunum býr, eins og glögglega kemur fram í uppsetningunni á Frö- ken Júlíu. Ingmar Bergman er fyrir löngu orðinn goðsögn í lifanda lífi og heimspressan tíundar vinnubrögð hans og þau djúpstæðu áhrif sem hann hefur á samstarfsfólk sitt og má slíkt einu gilda. En hitt dylst engum sem sér leikritið að mikil virðing fyrir verkefninu, vönduð og öguð vinnubrögð ásamt snilli stjóm- andans, skapa hér sýningu sem seint gleymist. Leikrit Augusts Strindbergs, Frö- ken Júlía, er samið árið 1888 og segir frá atburðum Jónsmessunætur á herragarði einum í Svíþjóð á þeim Leiklist AUÐUR EYDAL tíma sem verkið er skrifað. Greifa- dóttirin Júlía og þjónninn Jean tilheyra hvort sínu lagi í stéttskiptu þjóðfélagi og milli þeirra er óbrúan- legt djúp. Engu að síður byrjar - og endar - með þeim stormasamt ástar- samband þama um nóttina og fyrir það hlýtur Júlía að gjalda með lífi sínu. Þó að leikritið gerist allt á nokkr- um klukkutímum, svið þess sé mjög afmarkað, þ.e. eldhúsið á herragarð- inum, þar sem mestöll atburðarásin fer fram og persónur sem koma beint við sögu aðeins þrjár, segir efni þess okkur miklu meira en það sem við blasir við fyrstu sýn. Og því betur sem við kynnumst þessu meistara- verki Strindbergs þvi ljósara verður okkur að sammannlegur grunnur verksins skírskotar til okkar í dag ekkert síður en til samtímamanna skáldsins sem hneyksluðust í fyrstu mjög yfir þessari hrottalegu sögu og grófu orðbragðinu. I dag bregður víst engum lengur við orðbragð eða atburði verksins og i sýningu Dra- matens vakti frábær textaflutningur leikendanna athygli en málfar per- sónanna segir strax mikla sögu. Leikmyndin, sem er verk Gunilla Palmstiema-Weiss, er mjög raunsæ mynd af eldhúsi herragarðs og öll í dempuðum gráum litatónum. Klæðnaður þeirra Kristínar og Je- ans er dökkur en Júlía er ljósklædd. Lýsing er hóflega notuð til að undir- strika atburðarásina. Ytri umgjörð er þannig fremur hlutlaus en sjálft dramað lifnar í meðferð leikendanna þriggja. Marie Göranzon leikur hlutverk fröken Júlíu og spilar á marga strengi. Hér er Júlía ívið eldri en hún hefur oftast verið sýnd og leikkonan.þarf að feta sig í gegnum mestallt litróf mannlegrar fram- komu. Henni tekst að túlka mót- sagnakenndar geðsveiflur Júlíu á sannfærandi hátt. Hún er ör og æst í upphafi, þóttafull og frek ef ekki er allt látið eftir henni, ástleitin og eggjandi en síðan ráðvillt og örvænt- ingarfúll og öðlast að lokum ró þegar hún ákveður að fyrirfara sér. Þjónn- inn Jean er leikinn af Peter Storm- are, sem gefur sannfærandi mynd af manni sem, eins og greifadóttirin, er líka i fjötmm þó í öðm lagi þjóð- félagsins sé. En refsingin er þung þeim sem reyna að brjótast út úr mynstrinu. Hlutverk Kristinar er í höndum Gerthi Kulle, sem einnig átti stjömuleik, traust og raunsæ, fulltrúi þeirra sem ekki mgga bátn- um. Annars er þetta ein af þeim leik- sýningum sem orð fá tæpast lýst. Við verðum að upplifa hana og dæmi svo hver fyrir sig. Vænt væri ef þessi heimsókn yrði til þess að einhver verka Strindbergs sæjust hér á fjölunum hjá leikhúsun- um okkar. Hafi góðir gestir þökk fyrir kom- una og listahátíðarstjóm fyrir að fá þá hingað til lands. _AE

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.