Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1986, Qupperneq 21
DV. MÁNUDAGUR 9. JÚNÍ 1986.
Siggi bjargaði
Lemgo frá falli
- Siggi Sveins skoraði 9 mörk gegn Beriín
Atli Hilmarsson, DV, Þýskalandi:
Sigurður Sveinsson átti stórleik er
Lemgo bjargaði sér enn einu sinni frá
falli á síðustu stundu er liðið lék gegn
Berlín á heimavelli um helgina. Siggi
var öðrum fremur maðurinn á bak við
sigur Lemgo og skoraði 9 mörk í leikn-
um sem endaði 33-16 og er það stærsti
sigur Lemgo í Bundesligunni frá upp-
hafi.
Lokaumferð Bundesligunnar fór
fram um helgina og meistaralið Essen
tapaði á útivelli, 23-21, fyrir Gross-
waldstadt og lék Alfreð ekki með
vegna meiðsla. Páll Ólafsson skoraði
eitt mark þegar Dankersen tapaði á
útivelli fyrir Gummersbach, 29-17.
Kiel tapaði fyrir Schwabing, 19-25, og
tryggði Schwabing sér þar með annað
sætið. Gúnsburg tapaði heima fyrir
Hofweier, 28-26, og er fallið í 2. deild
ásamt Dankersen og Berlín.
Klempel markahæstur
Pólverjinn Jersey Klempel varð
markahæstur í Bundesligunni en hann
skoraði 230 mörk ú 26 leikjum. Af ís-
lendingunum varð Siggi Sveins
markahæstur með 117 mörk í 14 leikj-
um, Alfreð skoraði 108 mörk í 24
leikjum, Páll 105 mörk í 24 leikjum
og Átli Hilmarsson 66 mörk í 15 leikj-
um.
-SK
Bryndis var best
- ísland í 2. sæti í sundi á íriandi
„Að mörgu leyti getum við vel við
frammistöðu landsbðsins unað en því
er ekki að neita að sundfólkið er ekki
í toppformi sem stendur enda tvö stór-
mót nýafstaðin, Kalott-keppnin og
meistaramót íslands," sagði Guð-
mundur Ámason hjá Sundsambandi
íslands í samtali við DV í gærkvöldi
en hann er staddur á Norður-írlandi
þar sem landskeppni írlands, íslands
og Lúxemborgar fór fram um helgina.
írland sigraði í keppninni, hlaut 128
stig, en ísland hafnaði í öðm sæti með
95 stig og Lúxemborg rak lestina með
aðeins 57 stig. Eitt íslandsmet var sett
á mótinu. Islenska sveitin synti 4x100
metra skriðsund á 3:42,02 mín. en eldra
metið var 3:43,20 mín.
Bestum árangri íslensku keppendanna
náði Bryndís Ólafsdóttir en hún sigraði í
100 metra skriðsundi á 58,83 sek. og var
það besta afrek sem unnið var á mótinu
samkvæmt alþjóðlegri stigatöflu. Bryndis
var útnefnd besta sundkona landskeppn-
innar. Eðvarð Þór Eðvarðsson sigraði í
þremur greinum og stóð sig mjög vel.
Hann sigraði í 100 m bringusundi á 1:05,96
mín., 200 m baksundi á 2:09,39 mín. og 200
m fjórsundi á 2:11,07 mín.
I landskeppninni var íslenska sundfólkið
yfirleitt í 2. sæti en næsta stórverkefiii
landsliðsfólksins er þátttaka á skoska
meistaramótinu í Edinborg i vikunni. I lið-
ið vantar þau Ragnar Guðmundsson,
Ragrdieiði Runólfsdóttur, Tryggva Helga-
son og Áma Sigurðsson.
-SK
• Þessi mynd birtist fyrir helgina í dagblaði einu á Norðurlöndunum og sýn-
ir hún tvo leikmenn þýska landsliðsins spássera um á Adamsklæðunum einum
saman á svölum hótelsins sem þeir dvelja á i Mexíkó. Hvort nekt landsliðs-
mannanna stendur i einhverju sambandi við mexíkanskar konur skal ósagt látið.
Þyskir á kvennafari?
Vestur-þýskir lesendur dagblaðsins
Bild voru vaktir upp einn dag í síðustu
viku með flennistórri frétt á forsíðu
þess efnis að leikmenn þýska landsliðs-
ins á HM væru á kafi í kvenfólki í
Mexikó.
Leikmenn þýska liðsins hafa þrætt
fyrir að hafa komið nálægt konum í
Mexíkó. Hins vegar hefur sú stað-
reynd gefið íréttinni byr undir báða
vængi að vitað er að leikmenn lands-
liðsins fá mikla peninga frá Bild segi
þeir þeim 13 fréttamönnum blaðsins
sem staddir eru í Mexíkó nýjustu frétt-
ir úr herbúðum landsliðsins. Telja
fróðir menn að þessar kynlífesögur séu
komnar frá einhverjum leikmönnum
þýska liðsins. -SK
21
| Atli með tilboð
(frá B. Leverkusen
Páll áfram hjá Dankersen
I
„Ég er með tilboð frá Bayer Lever-
I kusen og reikna með að leika með
Uðinu á næsta leiktímabiU," sagði
handknattleiksmaðurinn AtU Hilm-
■ arsson í samtaU við DV í gærkvöldi.
I AtU lék sem kunnugt er með
■ Gúnsburg í vetur en átti lengi við
I meiðsU að striða og náði sér ekki á
_ strik.
„Ég fékk einnig tilboð frá sviss-
neska félaginu Grasshoppers en það
mál er líklega strandað vegna þess
að ekki fæst dvalarleyfi í Sviss fyrir
íjölskyldu mína. Annars hefði mig
mest langað til að leika í Sviss. Ég
get ekki neitað því að ég er orðinn
frekar leiður hér í Þýskalandi. For-
ráðamenn Gúnsburg hafa komið illa
fram við mig eftir að ég meiddist og
ég ræð engum íslenskum leikmanni
að fara til Gúnsburg. Mannlegi þátt-
urinn hjá forráðamönnum liðsins er
alveg á núlli,“ sagði Atli Hilmarsson.
Atli sagði ennfremur að 90% líkur
væru á því að PáU Ólafeson yrði
áfram hjá Dankersen á næsta keppn-
istímabili. -SK
Stórsigrinum
fagnað
Dönsku landsUðsmennimir í knatt-
spymu höfðu æma ástæðu til að
gleðjast í gærkvöldi eftir stórsigurinn
gegn Umguay. Hér sjást þeir Preben
Elkjær Larsen, númer tíu, sem skoraði
þrjú mörk, og Michael Laudrnp fagna
marki Laudrups í gærkvöldi. Ostjórn-
leg gleði rikti í Danmörku í aUa nótt
en nánar er sagt frá viðbrögðum
manna við stórsigri Dana og öðmm
á HM á bls. 24-25.
Símamynd/Reuter.
lan Rush til Juventus
- fyrir metupphæð, 180 millj. króna
Ian Rush, landsUðsmiðheiji Wales
og Liverpool, ákvað í gær að taka tU-
boði ítalska liðsins Juventus, Torino.
Rush flaug í gær til Torino til að undir-
ski-ifa samninginn. Juventus hafði
boðið Liverpool þrjár milljónir sterl-
ingspunda í Rush og hafði náðst
samkomulag milli félaganna. Þetta
gera 180 milljónir íslenskar, metupp-
hæð fyrir breskan leikmann.
Svo getur þó farið að Rush leiki sem
lánsmaður með Liverpool næsta leik-
tímabil ef ítalska knattspymusam-
bandið heldur fast við að leyfa aðeins
tvo erlenda leikmenn í leik. Þeir Mic-
hel Platini, Frakklandi, og Michael
Laudmp, Danmörku, leika með Ju-
ventus. Platini á eitt ár eftir af
samningi sínum. í næsta mánuði
ákveður ítalska sambandið hvort ein-
hverjar breytingar verða gerðar á
þeim reglum sem nú gilda.
hsim
Var danska vatnið eitrað?
Haukur Lárus Hauksson, DV, Dan-
mörku:
Eins og komið hefur fram í fréttum
hefur danska landsliðið í knattspymu
orðið mest fyrir barðinu á magakveisu
og niðurgangi á heimsmeistarakeppn-
inni í Mexíkó.
Danir höfðu með sér rúm 8 tonn af
dönsku vatni og var því tappað á fem-
ur í Danmörku i apríl. Nú er svo komið
að heilbrigðisyfirvöld í Danmörku
hafa sent viðvömn í herbúðir danska
liðsins og dönsku landsliðsmönnunum
hefur verið bannað að drekka danska
vatnið. Það mun hafa staðið heilan
dag í miklum hita í vömgámi áður en
það var flutt til Mexíkó og kann það
að hafa ýtt undir bakteríumyndun í
vatninu sem síðan hefur skilað sér í
niðurgangi og magaverkjum á meðal
dönsku leikmannanna. Finnst mönn-
um það kaldhæðnisleg staðreynd, ef
rétt reynist, að Danir hafi sjálfir kom-
ið með smitberann með sér til Mexíkó
og geti því engum kennt um nema
sjálfum sér.
-SK
Tvö íslandsmet Ragnheiðar í Kanada
Sundkonan Ragnheiður Rimólfs-
dóttir frá Akranesi setti um helgina
tvö glæsileg íslandsmet á sterku móti
í Kanada.
Ragnheiður synti 100 metra bringu-
sund á 1:16,07 min. en Guðrún Fema
átti eldra metið og var það 1:16,24
mín. Þá synti Ragnheiður 200 metra
fjórsund á 2:26,40 mín. en eldra metið,
2:28,39 mín., átti hún sjálf. Þetta er
mjög góður árangur hjá Ragnheiði og
hún er mjög nálægt því að ná lág-
mörkum fyrir heimsmeistaramótið í
sundi sem fram fer í Madrid á Spáni
í ágúst. -SK